60 þúsund eintök prentuð af símaskráni Viktoría Hermannsdóttir skrifar 18. maí 2015 19:30 Símaskráin fyrir árið 2015 var prentuð í sextíu þúsund eintökum og stóra stafla má finna víða um borgina. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort um tímaskekkju sé að ræða að vera enn að prenta símaskrár en símaskráin virðist enn eiga sér sína dyggu aðdáendur. „Fólk er enn að nota símaskrána árið 2015, við gerum kannanir á hverju ári og um fimmtíu prósent landsmanna segist ennþá fletta eitthvað upp í henni á árinu. Aðeins þrjátíu prósent sækja sér nýtt eintak á hverju ári en fólk er þá að nota eldri eintökin,“ segir Telma Eir Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Já. Telma segir mikilvægt að þjónusta þennan hóp sem enn noti sér símaskrána og það sé stærri hópur en margir haldi. „Það er ákveðinn hópur sem flettir upp í henni nær daglega ennþá, það er frekar eldra fólk sem hefur ekki tileinkað sér notkun á internetinu. Það eru semsagt einhverjir sem eru að nota hana jafn mikið og við erum að nota ja.is, við sem notum tölvur,“ segir Telma. Þegar byrjað var að dreifa símaskránni í byrjun mánaðarins var verkfall landflutningabílstjóra og því var ekki hægt að afhenda símaskrána alls staðar út á landi til að byrja með. Ekki voru allir sáttir við það. „Við byrjuðum að fá símtal klukkan níu um morguninn. Við eigum lítið eftir af henni núna, það er ekki orðið ástand en við eigum minna eftir af henni en við áttum í fyrra,“ segir Telma. Það eru skiptar skoðanir á mikilvægi prentaðra símaskráa. Sigurði Tómasi Sigurbjarnarsyni finnst til dæmis nauðsynlegt að eiga símaskrá. „Það er mjög gott að hafa hana til hliðsjónar á heimilinu þegar maður þarf að fletta upp. Hún kemur að góðum notum. Þetta er bara gamall vani. Mér þykir bara vænt um símaskrána,“ segir hann. Það mun þó koma að því að hætt verður að prenta símaskrána, að sögn Telmu. Þó hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær það verði gert en prentað upplag hennar hefur minnkað með hverju ári. Verkfall 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Símaskráin fyrir árið 2015 var prentuð í sextíu þúsund eintökum og stóra stafla má finna víða um borgina. Sumir hafa velt því fyrir sér hvort um tímaskekkju sé að ræða að vera enn að prenta símaskrár en símaskráin virðist enn eiga sér sína dyggu aðdáendur. „Fólk er enn að nota símaskrána árið 2015, við gerum kannanir á hverju ári og um fimmtíu prósent landsmanna segist ennþá fletta eitthvað upp í henni á árinu. Aðeins þrjátíu prósent sækja sér nýtt eintak á hverju ári en fólk er þá að nota eldri eintökin,“ segir Telma Eir Aðalsteinsdóttir, verkefnastjóri hjá Já. Telma segir mikilvægt að þjónusta þennan hóp sem enn noti sér símaskrána og það sé stærri hópur en margir haldi. „Það er ákveðinn hópur sem flettir upp í henni nær daglega ennþá, það er frekar eldra fólk sem hefur ekki tileinkað sér notkun á internetinu. Það eru semsagt einhverjir sem eru að nota hana jafn mikið og við erum að nota ja.is, við sem notum tölvur,“ segir Telma. Þegar byrjað var að dreifa símaskránni í byrjun mánaðarins var verkfall landflutningabílstjóra og því var ekki hægt að afhenda símaskrána alls staðar út á landi til að byrja með. Ekki voru allir sáttir við það. „Við byrjuðum að fá símtal klukkan níu um morguninn. Við eigum lítið eftir af henni núna, það er ekki orðið ástand en við eigum minna eftir af henni en við áttum í fyrra,“ segir Telma. Það eru skiptar skoðanir á mikilvægi prentaðra símaskráa. Sigurði Tómasi Sigurbjarnarsyni finnst til dæmis nauðsynlegt að eiga símaskrá. „Það er mjög gott að hafa hana til hliðsjónar á heimilinu þegar maður þarf að fletta upp. Hún kemur að góðum notum. Þetta er bara gamall vani. Mér þykir bara vænt um símaskrána,“ segir hann. Það mun þó koma að því að hætt verður að prenta símaskrána, að sögn Telmu. Þó hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvenær það verði gert en prentað upplag hennar hefur minnkað með hverju ári.
Verkfall 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira