Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Breiðablik 2-1 | Bikarmeistararnir verða í pottinum þgar dregið verður Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. júní 2015 14:53 Úr leik liðanna í Meistarakeppni KSÍ. vísir/stefán Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi verið boðið upp á hörku þegar Stjarnan tók á móti Breiðabliki í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld. Hver einasti leikmaður gaf sig 100% í verkefnið og sigurinn gat dottið hvorum megin sem var. Leikurinn fór að flestu leitir rólega af stað. Bæði lið þreifuðu fyrir sér án þess þó að skapa sér færi. Fyrsta markið kom í raun úr fyrsta færi leiksins en þá kom fyrirliðinn Rakel Hönnudóttir boltanum yfir línuna eftir að Söndru Sigurðardóttur mistókst að kýla hornspyrnu Aldísar Köru Lúðvíksdóttur frá. Gestirnir voru ekki lengi yfir því fimm mínútum síðar jafnaði Anna Björk Kristjánsdóttir. Fyrirliðinn Ásgerður Stefanía Baldursdóttir tók aukaspyrnu, varnarmaður Blika ætlaði að skalla boltann frá en hann datt á markteiginn fyrir Önnu. Aðstoðardómari leiksins vildi flagga rangstöðu enda var Anna fyrir innan en boltinn fór af Blika. Garðar Örn Hinriksson, stórgóður dómari leiksins, dæmdi markið gott og gilt. Eftir mörkin datt leikurinn aftur aðeins niður í sama farið. Bæði lið börðust án þess að ógna. Blikar voru nær því enda fékk liðið urmul af hornspyrnum sem ekki nýttust. Allt virtist benda til þess að jafnt yrði í hálfleik en þá tók Harpa Þorsteinsdóttir til sinna ráða. Þegar mínúta lifði af fyrri hálfleiknum fékk hún boltann á um 25 metra færi og lét vaða á markið. Skotið var glæsilegt og ekkert sem Sonný Lára Þráinsdóttir gat við því gert í markinu. Markið hefur eflaust verið blaut tuska í grímuna á Kópavogsstúlkum því þær áttu síst skilið að fara undir inn í hálfleik. Jafntefli hefði verið sanngjörn staða en knattspyrna er ekki alltaf sanngjörn. Síðari hálfleikurinn tók upp þráðinn þar sem sá fyrri hafði sleppt honum. Baráttan var í fyrirrúmi. Til marks um það var sex mínútum bætt við leikinn þar sem hlúa þurfti að leikmönnum sem skallað höfðu saman eða lent í samstuði. Þrátt fyrir mikla og hetjulega baráttu beggja liða tókst engum leikmanni að skora í síðari hálfleiknum. Um miðbik hálfleiksins virtist Stjarnan ná yfirhöndinni og vera líkleg til að bæta við en í upphafi og endi hálfleiksins voru það Blikar sem voru líklegri. Það verða því bikarmeistarar Stjörnunnar sem verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit bikarsins en Breiðablik verður að bíta í það súra epli að vera úr leik. Fyrir næsta leik, sem einmitt er á móti Stjörnunni, munu þær eflaust æfa föst leikatriði. Hornspyrnunum rigndi hjá hvítklæddum í dag og þó þær hafi náð að nýta eina þeirra hefðu þær eflaust viljað nýta fleiri. Ef leikur liðanna næstkomandi þriðjudag verður áþekkur þessum er ekki nokkur leið að vita hvort liðið mun standa uppi sem sigurvegari. Leikurinn í dag var hnífjafn en á endanum datt sigurinn Stjörnumegin. Á öðrum degi hefði það getað endað á annan hátt.Rakel skoraði mark Blika í kvöld.vísir/ernirRakel Hönnu: Ég er eiginlega bara mjög fúl Upplitið á fyrirliðunum var töluvert mismunandi eftir leik. Rakel Hönnudóttir var frekar niðurlút þegar hún var spurð út í leikinn. „Þetta var mjög svekkjandi. Ég er eiginlega bara mjög fúl yfir þessu. Það eina sem fór úrskeiðis í kvöld er að þær skoruðu einu marki meira. Við fengum færi til að skora, jafna og jafn vel komast yfir í stöðunni eitt eitt. Í svona leikjum getur það skipt öllu hvort liðið skorar á undan.“ Rakel átti fínan leik í dag. Hún skoraði markið fyrir sitt lið og hljóp völlinn þveran og endilangan allt þar til henni var skipt út af þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. „Það var svolítið blaut tuska í andlitið rétt fyrir hálfleikinn. Mér fannst við standa okkur vel í dag en því miður þá gekk það ekki upp. Það kemur ekkert annað til greina en að hefna sín í næsta leik.“ Breiðablik fékk heilan haug af hornspyrnum en náði aðeins að færa sér eina þeirra í nyt. „Kannski er þetta eitthvað sem við verðum að æfa betur. Það er ekki nógu gott að nýta svona fáar spyrnur. Ein af ellefu er eitthvað sem við verðum að bæta og vinna í.“Ásgerður og stöllur hennar unnu bikarinn í fyrra.vísir/daníelÁsgerður Stefanía: Svo fegin að Garðar var að dæma leikinn Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var öllu upplitsdjarfari. „Virkilega sætur baráttu sigur. Hreinlega klikkaður leikur. Það var smá sjokk að fá markið á sig því mér fannst við byrja betur og dóminera leikinn. Þær náðu að skora en við komum til baka og vorum sterkari þó þær hefðu legið á okkur síðustu tuttugu.“ Annar aðstoðardómara leiksins vildi flagga jöfnunarmark Stjörnunnar af vegna rangstöðu. Líkt og áður segir var Garðar Örn Hinriksson á öðru máli og leyfði markinu réttilega að standa. „Ég er svo fegin að Garðar var að dæma því 95% af dómurunum hefðu horft á línuvörðinn og dæmt markið af. Það skiptir svo miklu máli að fá góðan dómara á svona leik.“ Garðar gaf Ásgerði síðan gult spjald í síðari hálfleiknum en þá sendi Ásgerður boltann á meðan hún hélt á vatnsbrúsa í hendi sér. Garðar stöðvaði leikinn og spjaldaði fyrirliðann. „Ég vissi ekki af þessari reglu,“ segir Ásgerður og hlær. „Ég var að fá mér að drekka því ég þurfti að taka verkjatöflu. Ég kenni Bryndísi um spjaldið, hún gaf boltann á mig.“ Næsti leikur liðsins er gegn Breiðabliki eftir helgi og þá á Kópavogsvelli. Ásgerður segir að sitt lið muni gefa sig af fullu í þann leik. „Við verðum að safna orku, halda skipulagi og hugsa um okkur. Leikirnir gegn Blikum eru allt erfiðir eitt núll leikir sem snúast bara um hvort liðið á auka fimm prósent til að henda í leikinn. Við áttum þau í dag,“ sagði sigurreifur fyrirliði. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stórsigrar hjá ÍBV og Þór/KA | KR áfram eftir vítaspyrnukeppni Fimm leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í kvöld. 5. júní 2015 22:09 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira
Það er ekki hægt að segja annað en að það hafi verið boðið upp á hörku þegar Stjarnan tók á móti Breiðabliki í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna á Samsung vellinum í Garðabæ í kvöld. Hver einasti leikmaður gaf sig 100% í verkefnið og sigurinn gat dottið hvorum megin sem var. Leikurinn fór að flestu leitir rólega af stað. Bæði lið þreifuðu fyrir sér án þess þó að skapa sér færi. Fyrsta markið kom í raun úr fyrsta færi leiksins en þá kom fyrirliðinn Rakel Hönnudóttir boltanum yfir línuna eftir að Söndru Sigurðardóttur mistókst að kýla hornspyrnu Aldísar Köru Lúðvíksdóttur frá. Gestirnir voru ekki lengi yfir því fimm mínútum síðar jafnaði Anna Björk Kristjánsdóttir. Fyrirliðinn Ásgerður Stefanía Baldursdóttir tók aukaspyrnu, varnarmaður Blika ætlaði að skalla boltann frá en hann datt á markteiginn fyrir Önnu. Aðstoðardómari leiksins vildi flagga rangstöðu enda var Anna fyrir innan en boltinn fór af Blika. Garðar Örn Hinriksson, stórgóður dómari leiksins, dæmdi markið gott og gilt. Eftir mörkin datt leikurinn aftur aðeins niður í sama farið. Bæði lið börðust án þess að ógna. Blikar voru nær því enda fékk liðið urmul af hornspyrnum sem ekki nýttust. Allt virtist benda til þess að jafnt yrði í hálfleik en þá tók Harpa Þorsteinsdóttir til sinna ráða. Þegar mínúta lifði af fyrri hálfleiknum fékk hún boltann á um 25 metra færi og lét vaða á markið. Skotið var glæsilegt og ekkert sem Sonný Lára Þráinsdóttir gat við því gert í markinu. Markið hefur eflaust verið blaut tuska í grímuna á Kópavogsstúlkum því þær áttu síst skilið að fara undir inn í hálfleik. Jafntefli hefði verið sanngjörn staða en knattspyrna er ekki alltaf sanngjörn. Síðari hálfleikurinn tók upp þráðinn þar sem sá fyrri hafði sleppt honum. Baráttan var í fyrirrúmi. Til marks um það var sex mínútum bætt við leikinn þar sem hlúa þurfti að leikmönnum sem skallað höfðu saman eða lent í samstuði. Þrátt fyrir mikla og hetjulega baráttu beggja liða tókst engum leikmanni að skora í síðari hálfleiknum. Um miðbik hálfleiksins virtist Stjarnan ná yfirhöndinni og vera líkleg til að bæta við en í upphafi og endi hálfleiksins voru það Blikar sem voru líklegri. Það verða því bikarmeistarar Stjörnunnar sem verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit bikarsins en Breiðablik verður að bíta í það súra epli að vera úr leik. Fyrir næsta leik, sem einmitt er á móti Stjörnunni, munu þær eflaust æfa föst leikatriði. Hornspyrnunum rigndi hjá hvítklæddum í dag og þó þær hafi náð að nýta eina þeirra hefðu þær eflaust viljað nýta fleiri. Ef leikur liðanna næstkomandi þriðjudag verður áþekkur þessum er ekki nokkur leið að vita hvort liðið mun standa uppi sem sigurvegari. Leikurinn í dag var hnífjafn en á endanum datt sigurinn Stjörnumegin. Á öðrum degi hefði það getað endað á annan hátt.Rakel skoraði mark Blika í kvöld.vísir/ernirRakel Hönnu: Ég er eiginlega bara mjög fúl Upplitið á fyrirliðunum var töluvert mismunandi eftir leik. Rakel Hönnudóttir var frekar niðurlút þegar hún var spurð út í leikinn. „Þetta var mjög svekkjandi. Ég er eiginlega bara mjög fúl yfir þessu. Það eina sem fór úrskeiðis í kvöld er að þær skoruðu einu marki meira. Við fengum færi til að skora, jafna og jafn vel komast yfir í stöðunni eitt eitt. Í svona leikjum getur það skipt öllu hvort liðið skorar á undan.“ Rakel átti fínan leik í dag. Hún skoraði markið fyrir sitt lið og hljóp völlinn þveran og endilangan allt þar til henni var skipt út af þegar fimm mínútur voru eftir af leiknum. „Það var svolítið blaut tuska í andlitið rétt fyrir hálfleikinn. Mér fannst við standa okkur vel í dag en því miður þá gekk það ekki upp. Það kemur ekkert annað til greina en að hefna sín í næsta leik.“ Breiðablik fékk heilan haug af hornspyrnum en náði aðeins að færa sér eina þeirra í nyt. „Kannski er þetta eitthvað sem við verðum að æfa betur. Það er ekki nógu gott að nýta svona fáar spyrnur. Ein af ellefu er eitthvað sem við verðum að bæta og vinna í.“Ásgerður og stöllur hennar unnu bikarinn í fyrra.vísir/daníelÁsgerður Stefanía: Svo fegin að Garðar var að dæma leikinn Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, var öllu upplitsdjarfari. „Virkilega sætur baráttu sigur. Hreinlega klikkaður leikur. Það var smá sjokk að fá markið á sig því mér fannst við byrja betur og dóminera leikinn. Þær náðu að skora en við komum til baka og vorum sterkari þó þær hefðu legið á okkur síðustu tuttugu.“ Annar aðstoðardómara leiksins vildi flagga jöfnunarmark Stjörnunnar af vegna rangstöðu. Líkt og áður segir var Garðar Örn Hinriksson á öðru máli og leyfði markinu réttilega að standa. „Ég er svo fegin að Garðar var að dæma því 95% af dómurunum hefðu horft á línuvörðinn og dæmt markið af. Það skiptir svo miklu máli að fá góðan dómara á svona leik.“ Garðar gaf Ásgerði síðan gult spjald í síðari hálfleiknum en þá sendi Ásgerður boltann á meðan hún hélt á vatnsbrúsa í hendi sér. Garðar stöðvaði leikinn og spjaldaði fyrirliðann. „Ég vissi ekki af þessari reglu,“ segir Ásgerður og hlær. „Ég var að fá mér að drekka því ég þurfti að taka verkjatöflu. Ég kenni Bryndísi um spjaldið, hún gaf boltann á mig.“ Næsti leikur liðsins er gegn Breiðabliki eftir helgi og þá á Kópavogsvelli. Ásgerður segir að sitt lið muni gefa sig af fullu í þann leik. „Við verðum að safna orku, halda skipulagi og hugsa um okkur. Leikirnir gegn Blikum eru allt erfiðir eitt núll leikir sem snúast bara um hvort liðið á auka fimm prósent til að henda í leikinn. Við áttum þau í dag,“ sagði sigurreifur fyrirliði.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Stórsigrar hjá ÍBV og Þór/KA | KR áfram eftir vítaspyrnukeppni Fimm leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í kvöld. 5. júní 2015 22:09 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Eiður Aron áfram á Ísafirði Andri Rúnar í Stjörnuna Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Sjá meira
Stórsigrar hjá ÍBV og Þór/KA | KR áfram eftir vítaspyrnukeppni Fimm leikir fóru fram í 16-liða úrslitum Borgunarbikars kvenna í kvöld. 5. júní 2015 22:09