Skotið á bíl úr haglabyssu á sama svæði fyrir tveimur mánuðum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. júní 2015 17:50 Fleiri tugi hola mátti sjá á bílnum auk þess sem rúða var brotin. Lögreglunni í Kópavogi var tilkynnt um að skotið hefði verið úr haglabyssu í bíl á bílastæði nærri Hjallakirkju þann 9. apríl. Eigandi bílsins fékk þau svör frá lögreglu að líklega hefði verið um loftbyssu að ræða þótt högl hefðu fundist í bílnum. Atvikið átti sér stað á bílastæði við blokkina þar sem umsátursaðgerðir lögreglu hafa farið fram í dag. Hjörtur Örn Arnarson var staddur erlendis þegar hann fékk þau skilaboð frá konu sinni og dóttur að skotið hefði verið á bíl þeirra. Dóttirin hafði verið í heimsókn hjá vinkonu í Hlíðarhjalla, stokkið inn til hennar um korter að kvöldi til en þegar út var komið hefði bíllinn verið stórskemmdur. Meðal annars var rúða brotin og barnabílstólar fullir af glerbrotum. Lögreglu var tilkynnt um málið daginn eftir. Sögðu lögreglumenn við mæðgurnar að líklega hefði verið um loftbyssuskot að ræða. Þegar Hjörtur Örn kom sjálfur til landsins ræddi hann sjálfur við lögreglumann í Kópavogi sem tók undir með Hirti að augljóslega hefði ekki verið um loftbyssuskot að ræða. Taldi Hjörtur mikilvægt að málið yrði rétt skráð hjá lögreglu. „Mér er alveg sama um bíldrusluna en mér fannst lögreglan gera heldur lítið úr þessu,“ segir Hjörtur Örn í samtali við Vísi. Það hlyti að vera alvarlegt mál ef skotið væri úr haglabyssu á bíl í íbúðarhverfi. Aðgerðir lögreglu við Hlíðarhjalla standa enn yfir en sérsveitarmenn eru komnir inn í blokkina og reyna að ná tali af manninum. Tengdar fréttir Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18 Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04 Skothvellur í Kópavogi: „Hver veit hefði hann verið í aðeins verra skapi“ Aron Daníel Hjartarson var að mála grindverk nærri manninum sem skaut úr haglabyssu í Kópavogi. 2. júní 2015 18:50 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Lögreglunni í Kópavogi var tilkynnt um að skotið hefði verið úr haglabyssu í bíl á bílastæði nærri Hjallakirkju þann 9. apríl. Eigandi bílsins fékk þau svör frá lögreglu að líklega hefði verið um loftbyssu að ræða þótt högl hefðu fundist í bílnum. Atvikið átti sér stað á bílastæði við blokkina þar sem umsátursaðgerðir lögreglu hafa farið fram í dag. Hjörtur Örn Arnarson var staddur erlendis þegar hann fékk þau skilaboð frá konu sinni og dóttur að skotið hefði verið á bíl þeirra. Dóttirin hafði verið í heimsókn hjá vinkonu í Hlíðarhjalla, stokkið inn til hennar um korter að kvöldi til en þegar út var komið hefði bíllinn verið stórskemmdur. Meðal annars var rúða brotin og barnabílstólar fullir af glerbrotum. Lögreglu var tilkynnt um málið daginn eftir. Sögðu lögreglumenn við mæðgurnar að líklega hefði verið um loftbyssuskot að ræða. Þegar Hjörtur Örn kom sjálfur til landsins ræddi hann sjálfur við lögreglumann í Kópavogi sem tók undir með Hirti að augljóslega hefði ekki verið um loftbyssuskot að ræða. Taldi Hjörtur mikilvægt að málið yrði rétt skráð hjá lögreglu. „Mér er alveg sama um bíldrusluna en mér fannst lögreglan gera heldur lítið úr þessu,“ segir Hjörtur Örn í samtali við Vísi. Það hlyti að vera alvarlegt mál ef skotið væri úr haglabyssu á bíl í íbúðarhverfi. Aðgerðir lögreglu við Hlíðarhjalla standa enn yfir en sérsveitarmenn eru komnir inn í blokkina og reyna að ná tali af manninum.
Tengdar fréttir Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18 Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04 Skothvellur í Kópavogi: „Hver veit hefði hann verið í aðeins verra skapi“ Aron Daníel Hjartarson var að mála grindverk nærri manninum sem skaut úr haglabyssu í Kópavogi. 2. júní 2015 18:50 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Lögregla kölluð út vegna skothvella í Kópavogi Svæði í kringum Hlíðarhjalla hefur verið lokað og fólk beðið um að halda sig fjarri. 2. júní 2015 16:18
Fundu högl í garðinum við Hlíðarhjalla um helgina Íbúi í fjölbýlishúsinu í Hlíðarhjalla segir að íbúar hafi heyrt hvell í síðustu viku og fundið högl um helgina. 2. júní 2015 18:04
Skothvellur í Kópavogi: „Hver veit hefði hann verið í aðeins verra skapi“ Aron Daníel Hjartarson var að mála grindverk nærri manninum sem skaut úr haglabyssu í Kópavogi. 2. júní 2015 18:50