Blatter hættir sem forseti FIFA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. júní 2015 16:50 Blatter tilkynnir afsögn sína í dag. Vísir/Getty Sepp Blatter tilkynnti í dag að hann muni segja af sér forsetaembætti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Hann mun hætta þegar hægt verður að halda forsetakosningar á ný. Blatter var kjörinn aftur í embætti í síðustu viku þrátt fyrir að sjö háttsettir embættismenn innan sambandsins voru handteknir í tengslum við bandaríska rannsókn á spillingarmálum sem loðað hafa við sambandið undanfarin ár og áratugi. „Það er ljóst að ég fæ ekki fullan stuðning í mínu embætti,“ sagði Blatter í yfirlýsingu sinni í dag. „Ég er nátengdur FIFA og hagsmunum þess. Þetta eru tengsl sem eru mér dýrmæt og þess vegna hef ég tekið þessa ákvörðun.“ „Það sem skiptir mig mestu máli er sambandið sjálft og knattspyrna um víða veröld.“ Nýr forseti verður kjörinn á aukaþingi sem haldið verður í desember í fyrsta lagi og mars á næsta ári í síðasta lagi. Þegar nýr forseti verður kjörinn mun Blatter stíga til hlíðar.Sjá einnig: Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Boðað var til blaðamannafundar með skömmum fyrirvara í dag þar sem Blatter steig fram og tilkynnti um ákvörðun sína að stíga niður sem forseti sambandsins. Framkvæmdastjóri FIFA, Jerome Valcke, sagði á blaðamannafundinum að þetta hefði verið erfið og hugrökk ákvörðun hjá Blatter. Frambjóðendur munu fá drjúgan tíma til þess að undirbúa framboð sín. Hann sagði að FIFA væri staðráðið í að breytast og endurheimta aftur traust almennings. Ennfremur væri ljóst að FIFA myndi sjá til þess í framtíðinni að enginn gæti hagnast á veru sinni hjá sambandinu.Sjá einnig: Allir sjö ætla að berjast á móti því að vera framseldir Knattspyrnusamband Evrópu gagnrýndi Blatter mjög í aðdranda forsetakjörsins í síðustu viku og hvatti til að kjósa fremur mótframbjóðanda Blatter - Ali bin al-Hussein, prins frá Jórdaníu. Blatter hafði þó betur og var kjörinn forseti FIFA í fimmta sinn. „Ég hef hugsað vandlega um forsetatíð mína og síðustu 40 ár í mínú lífi. Þetta eru ár sem eru nátengd FIFA og þeirri yndislegu íþrótt sem knattspyrnan er. Ég elska FIFA meira en allt annað.“ Fótbolti Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira
Sepp Blatter tilkynnti í dag að hann muni segja af sér forsetaembætti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA. Hann mun hætta þegar hægt verður að halda forsetakosningar á ný. Blatter var kjörinn aftur í embætti í síðustu viku þrátt fyrir að sjö háttsettir embættismenn innan sambandsins voru handteknir í tengslum við bandaríska rannsókn á spillingarmálum sem loðað hafa við sambandið undanfarin ár og áratugi. „Það er ljóst að ég fæ ekki fullan stuðning í mínu embætti,“ sagði Blatter í yfirlýsingu sinni í dag. „Ég er nátengdur FIFA og hagsmunum þess. Þetta eru tengsl sem eru mér dýrmæt og þess vegna hef ég tekið þessa ákvörðun.“ „Það sem skiptir mig mestu máli er sambandið sjálft og knattspyrna um víða veröld.“ Nýr forseti verður kjörinn á aukaþingi sem haldið verður í desember í fyrsta lagi og mars á næsta ári í síðasta lagi. Þegar nýr forseti verður kjörinn mun Blatter stíga til hlíðar.Sjá einnig: Eggert um spillinguna hjá FIFA: Maður tók fyrir augun í Argentínu Boðað var til blaðamannafundar með skömmum fyrirvara í dag þar sem Blatter steig fram og tilkynnti um ákvörðun sína að stíga niður sem forseti sambandsins. Framkvæmdastjóri FIFA, Jerome Valcke, sagði á blaðamannafundinum að þetta hefði verið erfið og hugrökk ákvörðun hjá Blatter. Frambjóðendur munu fá drjúgan tíma til þess að undirbúa framboð sín. Hann sagði að FIFA væri staðráðið í að breytast og endurheimta aftur traust almennings. Ennfremur væri ljóst að FIFA myndi sjá til þess í framtíðinni að enginn gæti hagnast á veru sinni hjá sambandinu.Sjá einnig: Allir sjö ætla að berjast á móti því að vera framseldir Knattspyrnusamband Evrópu gagnrýndi Blatter mjög í aðdranda forsetakjörsins í síðustu viku og hvatti til að kjósa fremur mótframbjóðanda Blatter - Ali bin al-Hussein, prins frá Jórdaníu. Blatter hafði þó betur og var kjörinn forseti FIFA í fimmta sinn. „Ég hef hugsað vandlega um forsetatíð mína og síðustu 40 ár í mínú lífi. Þetta eru ár sem eru nátengd FIFA og þeirri yndislegu íþrótt sem knattspyrnan er. Ég elska FIFA meira en allt annað.“
Fótbolti Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Sjá meira