Óli Þórðar um rauða spjaldið: Hann þoldi ekki sannleikann Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. júní 2015 21:26 Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, horfir á seinni hálfleikinn úr stúkunni. Vísir/ernir Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, var allt annað en ánægður með þá ákvörðun Garðars Arnar Hinrikssonar dómara að dæma Víkingum ekki víti seint í fyrri hálfleik gegn Breiðabliki í kvöld. Breiðablik vann Víkinga, 4-1, en í stöðunni 2-0 var Andri Rúnar Bjarnason felldur, að því er virtist, í teig Blika. Garðar dæmdi hins vegar ekkert. Í hálfleik gekk Ólafur hart fram í mótmælum sínum og var fyrir það rekinn upp í stúku. „Ég þurfti að ræða aðeins málin við dómarann í hálfleik og hann þoldi ekki sannleikann. Hann átti að gefa okkur víti í fyrri hálfleik. Það sáu allir en hann þorði ekki að dæma það,“ sagði Ólafur spurður um málið. Hann segir að ákvörðun Garðars Arnar hafi breytt miklu í leiknum. „En það var ekki það sem réði úrslitum í leiknum. Blikarnir mættu mun grimmari en við til leiks og við gáfum þeim tvö auðveld mörk í byrjun.“ Ólafur sagði þrátt fyrir allt ekki vera ánægður með viðbrögð sinna manna eftir að hafa lent 2-0 undir. Víkingar skoruðu þá mark snemma í síðari hálfleik og voru nálægt því að jafna. „Nei, við fengum á okkur tvö mörk í seinni hálfleik líka og ég er ekki sáttur við það. Við þurfum að verja markið okkar ef við ætlum að fá einhver stig.“ Víkingur vann síðast leik í fyrstu umferð tímabilsins en Ólafur hefur þrátt fyrir það ekki áhyggjur af stöðu liðsins. „Nei, ég hef ekki áhyggjur en auðvitað er þetta drullusvekkjandi. En ég vil sjá að menn leggi sig meira fram þegar það er svona mikið í húfi. Það vantaði klárlega upp á það í dag því annars hefðum við ekki fengið svona mörg mörk á okkur.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Sjá meira
Ólafur Þórðarson, þjálfari Víkings, var allt annað en ánægður með þá ákvörðun Garðars Arnar Hinrikssonar dómara að dæma Víkingum ekki víti seint í fyrri hálfleik gegn Breiðabliki í kvöld. Breiðablik vann Víkinga, 4-1, en í stöðunni 2-0 var Andri Rúnar Bjarnason felldur, að því er virtist, í teig Blika. Garðar dæmdi hins vegar ekkert. Í hálfleik gekk Ólafur hart fram í mótmælum sínum og var fyrir það rekinn upp í stúku. „Ég þurfti að ræða aðeins málin við dómarann í hálfleik og hann þoldi ekki sannleikann. Hann átti að gefa okkur víti í fyrri hálfleik. Það sáu allir en hann þorði ekki að dæma það,“ sagði Ólafur spurður um málið. Hann segir að ákvörðun Garðars Arnar hafi breytt miklu í leiknum. „En það var ekki það sem réði úrslitum í leiknum. Blikarnir mættu mun grimmari en við til leiks og við gáfum þeim tvö auðveld mörk í byrjun.“ Ólafur sagði þrátt fyrir allt ekki vera ánægður með viðbrögð sinna manna eftir að hafa lent 2-0 undir. Víkingar skoruðu þá mark snemma í síðari hálfleik og voru nálægt því að jafna. „Nei, við fengum á okkur tvö mörk í seinni hálfleik líka og ég er ekki sáttur við það. Við þurfum að verja markið okkar ef við ætlum að fá einhver stig.“ Víkingur vann síðast leik í fyrstu umferð tímabilsins en Ólafur hefur þrátt fyrir það ekki áhyggjur af stöðu liðsins. „Nei, ég hef ekki áhyggjur en auðvitað er þetta drullusvekkjandi. En ég vil sjá að menn leggi sig meira fram þegar það er svona mikið í húfi. Það vantaði klárlega upp á það í dag því annars hefðum við ekki fengið svona mörg mörk á okkur.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Sjá meira