Segja lögin ekki leysa vandann Samúel Karl Ólason skrifar 14. júní 2015 11:17 Árni Páll Árnason er formaður Samfylkingarinnar. Vísir/VIlhelm „Lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga leysa ekki vandann sem stjórnvöld standi frammi fyrir. Ef byggja á upp góða opinbera þjónustu og heilbrigðiskerfi sem stenst alþjóðlegan samanburð þarf að ná samningum við opinbera starfsmenn. Til þess þarf að meta menntun til launa og brúa kynbundinn launamun.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Samfylkingarinnar. Þar segir að gerðardómi sé sett allt of ströng skilyrði. Því megi ætla að niðurstaðan verði ekki réttlát né skapi vinnufrið. Því hafi stjórnarandstaðan lagt fram breytingartillögur um að rýmka skilyrðin, svo gerðardómur gæti tekið mið af öðrum opinberum kjarasamningum. Þar er átt við samninga lækna og framhaldsskólakennara. Þar að auki var lagt til að gildistími kjarasamnings gerðardóms yrði að hámarki til eins árs. Allar tillögurnar voru felldar. Þá vekur þingflokkurinn athygli á því að í minnisblaði landlæknis til ríkisstjórnarinnar hafi verið lögð áhersla á að yrði kjaradeilum við heilbrigðisstéttir lokið án samninga, þá yrði ekkert gert án „afdráttarlausra yfirlýsinga“ um áframhaldandi viðræður svo hægt væri að skapa vinnufrið. „Sinnuleysi ríkisstjórnarinnar speglast í því að við lok umræðna um bann á verkföllum í gær höfðu engar slíkar yfirlýsingar verið gefnar af hálfu heilbrigðisráðherra. Þingflokkurinn skorar á hann að gefa slíkar yfirlýsingar hið fyrsta.“ Þingflokkur Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ítrekað hafa sett samskipti við aðila vinnumarkaðaarins í uppnám. „Þingflokkur Samfylkingarinnar harmar að tómlætið sem hún hefur sýnt í 10 vikna viðræðum við 17 stéttarfélög hefur bitnað harkalega á almenningi og opinberri þjónustu.“ Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Lög á verkföll BHM og hjúkrunarfræðinga leysa ekki vandann sem stjórnvöld standi frammi fyrir. Ef byggja á upp góða opinbera þjónustu og heilbrigðiskerfi sem stenst alþjóðlegan samanburð þarf að ná samningum við opinbera starfsmenn. Til þess þarf að meta menntun til launa og brúa kynbundinn launamun.“ Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Samfylkingarinnar. Þar segir að gerðardómi sé sett allt of ströng skilyrði. Því megi ætla að niðurstaðan verði ekki réttlát né skapi vinnufrið. Því hafi stjórnarandstaðan lagt fram breytingartillögur um að rýmka skilyrðin, svo gerðardómur gæti tekið mið af öðrum opinberum kjarasamningum. Þar er átt við samninga lækna og framhaldsskólakennara. Þar að auki var lagt til að gildistími kjarasamnings gerðardóms yrði að hámarki til eins árs. Allar tillögurnar voru felldar. Þá vekur þingflokkurinn athygli á því að í minnisblaði landlæknis til ríkisstjórnarinnar hafi verið lögð áhersla á að yrði kjaradeilum við heilbrigðisstéttir lokið án samninga, þá yrði ekkert gert án „afdráttarlausra yfirlýsinga“ um áframhaldandi viðræður svo hægt væri að skapa vinnufrið. „Sinnuleysi ríkisstjórnarinnar speglast í því að við lok umræðna um bann á verkföllum í gær höfðu engar slíkar yfirlýsingar verið gefnar af hálfu heilbrigðisráðherra. Þingflokkurinn skorar á hann að gefa slíkar yfirlýsingar hið fyrsta.“ Þingflokkur Samfylkingarinnar segir ríkisstjórnina ítrekað hafa sett samskipti við aðila vinnumarkaðaarins í uppnám. „Þingflokkur Samfylkingarinnar harmar að tómlætið sem hún hefur sýnt í 10 vikna viðræðum við 17 stéttarfélög hefur bitnað harkalega á almenningi og opinberri þjónustu.“
Alþingi Verkfall 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira