Hjúkrunarfræðingar segja upp, reiðar köldum kveðjum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 13. júní 2015 20:45 Hjúkrunarfræðingar létu sig ekki vanta þegar fundur hófst á Alþingi korter í fjögur til að fylgjast með annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lagasetningu á verkfall BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þær Edda Jörundsdóttir og Hildur Dís Kristinsdóttir ætla að segja starfi sínu lausu. Edda hefur starfað við hjúkrun í fimmtán ár og Hildur Dís í sex ár. „Mér er einn kostur nauðugur og það er að segja upp. Mér hefur verið stillt upp við vegg,“ segir Edda og Hildur Dís tekur undir. „Já, síðast þegar voru gerðir samningar á spítalanum ætlaði ég að segja upp en með hálfum hug. Mér finnst það leiðinlegt núna að vera að fara að segja upp en í þetta skiptið hugsa ég að ég snúi ekki til baka.“Stökkið er ekki stórt. „Það er sama hér, ég vinn af og til í Noregi, er vön þar, þetta er ekkert stórt stökk,“ segir Edda. Edda segir hjúkrunarfræðinga fá kaldar kveðjur. „Mér finnst í fyrsta lagi þetta vera ansi kaldar kveðjur sem að við ein kvennastétt landsins fáum nú á hundrað ára kosningaafmæli kvenna. Ég get ekki sætt mig við þetta.“ Þeim blöskrar einnig framganga stjórnmálamanna sem þær segja hafa sett önnur hugðarefni sín í forgang þegar á reyndi. „Ég mæti hér á þingpallana og fylgist með umræðum og æðstu ráðamenn eru fljótir út, þeir yfirgefa akút aðstæður hér í húsi og fara á fótboltaleik. Þetta myndi ég aldrei gera í mínum störfum á Landspítalanum. Að fara úr akút aðstæðum í minni vinnu til að horfa á fótboltaleik,“segir Edda. Hildur Dís segist hafa áhyggjur af hvert stefnir. „Ég hef engar áhyggjur af okkur sem hjúkrunarfræðingum. Við fáum alls staðar vinnu, þó það verði ekki við hjúkrun. En ég hef áhyggjur af heilbrigðiskerfinu, hvað gera þeir án okkar og sjúklingarnir? Sem betur fer eiga mínir nánustu mig að og ég get hjúkrað þeim. En það á ekki við um alla.“ Edda minnir á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. „Það þarf að koma skýrt fram að ábyrgðin á heilbrigðiskerfinu er ekki mín og ekki okkar. Mín ábyrgð snýr að mínum skjólstæðingum á minni vakt. Ég mun alltaf sinna því 100% með öllu því sem ég kann. En ábyrgð heilbrigðiskerfisins bera þeir sem eru hér inni,“ segir hún og bendir á Alþingishúsið. Verkfall 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hjúkrunarfræðingar létu sig ekki vanta þegar fundur hófst á Alþingi korter í fjögur til að fylgjast með annarri umræðu um frumvarp ríkisstjórnarinnar um lagasetningu á verkfall BHM og Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga. Þær Edda Jörundsdóttir og Hildur Dís Kristinsdóttir ætla að segja starfi sínu lausu. Edda hefur starfað við hjúkrun í fimmtán ár og Hildur Dís í sex ár. „Mér er einn kostur nauðugur og það er að segja upp. Mér hefur verið stillt upp við vegg,“ segir Edda og Hildur Dís tekur undir. „Já, síðast þegar voru gerðir samningar á spítalanum ætlaði ég að segja upp en með hálfum hug. Mér finnst það leiðinlegt núna að vera að fara að segja upp en í þetta skiptið hugsa ég að ég snúi ekki til baka.“Stökkið er ekki stórt. „Það er sama hér, ég vinn af og til í Noregi, er vön þar, þetta er ekkert stórt stökk,“ segir Edda. Edda segir hjúkrunarfræðinga fá kaldar kveðjur. „Mér finnst í fyrsta lagi þetta vera ansi kaldar kveðjur sem að við ein kvennastétt landsins fáum nú á hundrað ára kosningaafmæli kvenna. Ég get ekki sætt mig við þetta.“ Þeim blöskrar einnig framganga stjórnmálamanna sem þær segja hafa sett önnur hugðarefni sín í forgang þegar á reyndi. „Ég mæti hér á þingpallana og fylgist með umræðum og æðstu ráðamenn eru fljótir út, þeir yfirgefa akút aðstæður hér í húsi og fara á fótboltaleik. Þetta myndi ég aldrei gera í mínum störfum á Landspítalanum. Að fara úr akút aðstæðum í minni vinnu til að horfa á fótboltaleik,“segir Edda. Hildur Dís segist hafa áhyggjur af hvert stefnir. „Ég hef engar áhyggjur af okkur sem hjúkrunarfræðingum. Við fáum alls staðar vinnu, þó það verði ekki við hjúkrun. En ég hef áhyggjur af heilbrigðiskerfinu, hvað gera þeir án okkar og sjúklingarnir? Sem betur fer eiga mínir nánustu mig að og ég get hjúkrað þeim. En það á ekki við um alla.“ Edda minnir á ábyrgð ríkisstjórnarinnar. „Það þarf að koma skýrt fram að ábyrgðin á heilbrigðiskerfinu er ekki mín og ekki okkar. Mín ábyrgð snýr að mínum skjólstæðingum á minni vakt. Ég mun alltaf sinna því 100% með öllu því sem ég kann. En ábyrgð heilbrigðiskerfisins bera þeir sem eru hér inni,“ segir hún og bendir á Alþingishúsið.
Verkfall 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira