Einkunnir leikmanna Íslands gegn Tékklandi 12. júní 2015 21:05 Vísir/Ernir Ísland vann frábæran 2-1 sigur á Tékklandi í undankeppni EM 2016 og tók þar með stórt skref átt að því að komast í lokakeppnina í Frakklandi. Með sigrinum komst Ísland upp í efsta sæti riðilsins og er líklega búið að tryggja sig inn í annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM 2018. Niðurstaðan var frábær í kvöld en hér fyrir neðan má líta einkunnagjöf blaðamanna Vísis fyrir leikmenn Íslands.Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Mætti hárprúður til leiks og hárið var ekki að flækjast fyrir honum. Reyndi lítið á hann. Öruggur í sínum aðgerðum. Gat lítið gert við markinu.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Stóð vaktina vel í vörninni. Yfirvegaður og ekkert óðagot. Hleypti engu í gegnum sig. Tók takmarkaðan þátt sóknarleiknum.Kári Árnason, miðvörður 7 Klikkar helst aldrei í landsleikjum. Étur alla skallabolta og vinnur flest návígi. Leiðtogi í sterkri vörn.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Sterkur fyrir, tímasetti tæklingar vel. Lét ekki teyma sig í ógöngur. Öflugur í loftinu. Hann og Kári traustir sem fyrr.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Öflugur í vörninni. Eldfljótur og átti nokkrar ágætar sendingar og svo eina gullsendingu er Ísland jafnaði 1-1.Birkir Bjarnason, hægri kantmaður 5 Ekki hans besti dagur. Missti boltann of oft og náði lítið að ógna. Lét þó finna fyrir sér og vann mikla vinnu sem fyrr.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 - MAÐUR LEIKSINS Fyrirliðinn frábæri jafnaði með stórglæsilegu skallamarki. Var sem brimbrjótur á miðjunni og tengdi liðið saman. Fórnaði sér hvenær sem hann gat, vann marga bolta og sinnti varnarvinnunni af miklum myndarskap. Sannur leiðtogi.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Í öðrum klassa en aðrir miðjumenn. Frábær á boltann og alltaf hætta í kringum hann. Óheppinn að skora ekki úr aukaspyrnu. Virðist ekki geta spilað slakan landsleik. Ótrúlega duglegur og óþreytandi í að pressa miðjumenn Tékka.Emil Hallfreðsson, vinstri kantmaður 5 Var mjög kröftugur framan af fyrri hálfleik og vann nokkra bolta. Náði ekki að fylgja því eftir. Tapaði boltanum í fyrsta marki leiksins. Gaf sig allan í verkefnið og hætti aldrei.Jóhann Berg Guðmundsson, framherji 6 Hörkuduglegur en kom lítið út úr allri vinnunni því miður. Gafst aldrei upp.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Óþreytandi dugnaðarforkur. Alltaf með pressu. Skilaði bolta vel af sér. Nýtti færið sitt og skoraði. Yfirvegaður og kláraði með stæl. Má aldrei líta af honum.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 63. mínútu) 6 Duglegur og átti sinn þátt í sigurmarki Íslands.Rúrik Gíslason (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 93. mínútu) - Kom inn á í blálokin. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Tékkland 2-1 | Frakkland færist nær | Sjáðu mörkin Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 12. júní 2015 15:48 Sjáðu mörkin í lýsingu Hödda Magg Frábær sigur okkar manna og Hörður Magnússon fór á kostum í lýsingunni á Stöð 2 Sport. 12. júní 2015 20:53 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Ísland vann frábæran 2-1 sigur á Tékklandi í undankeppni EM 2016 og tók þar með stórt skref átt að því að komast í lokakeppnina í Frakklandi. Með sigrinum komst Ísland upp í efsta sæti riðilsins og er líklega búið að tryggja sig inn í annan styrkleikaflokk þegar dregið verður í undankeppni HM 2018. Niðurstaðan var frábær í kvöld en hér fyrir neðan má líta einkunnagjöf blaðamanna Vísis fyrir leikmenn Íslands.Hannes Þór Halldórsson, markvörður 6 Mætti hárprúður til leiks og hárið var ekki að flækjast fyrir honum. Reyndi lítið á hann. Öruggur í sínum aðgerðum. Gat lítið gert við markinu.Birkir Már Sævarsson, hægri bakvörður 7 Stóð vaktina vel í vörninni. Yfirvegaður og ekkert óðagot. Hleypti engu í gegnum sig. Tók takmarkaðan þátt sóknarleiknum.Kári Árnason, miðvörður 7 Klikkar helst aldrei í landsleikjum. Étur alla skallabolta og vinnur flest návígi. Leiðtogi í sterkri vörn.Ragnar Sigurðsson, miðvörður 8 Sterkur fyrir, tímasetti tæklingar vel. Lét ekki teyma sig í ógöngur. Öflugur í loftinu. Hann og Kári traustir sem fyrr.Ari Freyr Skúlason, vinstri bakvörður 7 Öflugur í vörninni. Eldfljótur og átti nokkrar ágætar sendingar og svo eina gullsendingu er Ísland jafnaði 1-1.Birkir Bjarnason, hægri kantmaður 5 Ekki hans besti dagur. Missti boltann of oft og náði lítið að ógna. Lét þó finna fyrir sér og vann mikla vinnu sem fyrr.Aron Einar Gunnarsson, miðjumaður 8 - MAÐUR LEIKSINS Fyrirliðinn frábæri jafnaði með stórglæsilegu skallamarki. Var sem brimbrjótur á miðjunni og tengdi liðið saman. Fórnaði sér hvenær sem hann gat, vann marga bolta og sinnti varnarvinnunni af miklum myndarskap. Sannur leiðtogi.Gylfi Þór Sigurðsson, miðjumaður 8 Í öðrum klassa en aðrir miðjumenn. Frábær á boltann og alltaf hætta í kringum hann. Óheppinn að skora ekki úr aukaspyrnu. Virðist ekki geta spilað slakan landsleik. Ótrúlega duglegur og óþreytandi í að pressa miðjumenn Tékka.Emil Hallfreðsson, vinstri kantmaður 5 Var mjög kröftugur framan af fyrri hálfleik og vann nokkra bolta. Náði ekki að fylgja því eftir. Tapaði boltanum í fyrsta marki leiksins. Gaf sig allan í verkefnið og hætti aldrei.Jóhann Berg Guðmundsson, framherji 6 Hörkuduglegur en kom lítið út úr allri vinnunni því miður. Gafst aldrei upp.Kolbeinn Sigþórsson, framherji 7 Óþreytandi dugnaðarforkur. Alltaf með pressu. Skilaði bolta vel af sér. Nýtti færið sitt og skoraði. Yfirvegaður og kláraði með stæl. Má aldrei líta af honum.Varamenn:Jón Daði Böðvarsson (Kom inn á fyrir Emil Hallfreðsson á 63. mínútu) 6 Duglegur og átti sinn þátt í sigurmarki Íslands.Rúrik Gíslason (Kom inn á fyrir Kolbein Sigþórsson á 93. mínútu) - Kom inn á í blálokin.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Tékkland 2-1 | Frakkland færist nær | Sjáðu mörkin Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 12. júní 2015 15:48 Sjáðu mörkin í lýsingu Hödda Magg Frábær sigur okkar manna og Hörður Magnússon fór á kostum í lýsingunni á Stöð 2 Sport. 12. júní 2015 20:53 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fleiri fréttir „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Framarar sótt fjóra bita í næstu deild „Hefurðu enga sómakennd?“ Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Ísland - Tékkland 2-1 | Frakkland færist nær | Sjáðu mörkin Ísland steig risastórt skref í átt að lokakeppni EM 2016 í Frakklandi með 2-1 sigri á Tékklandi á Laugardalsvellinum í kvöld. 12. júní 2015 15:48
Sjáðu mörkin í lýsingu Hödda Magg Frábær sigur okkar manna og Hörður Magnússon fór á kostum í lýsingunni á Stöð 2 Sport. 12. júní 2015 20:53