"Svelta okkur til hlýðni“ Birgir Olgeirsson skrifar 11. júní 2015 21:50 Páll Halldórsson, formaður samninganefndar BHM, og Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM. „Því miður sannar þetta grun okkar um að alltaf hafi staðið til að svelta okkur til hlýðni í samningaferlinu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna, aðspurð um viðbrögð sín um fregnir þess efnis að til standi að setja lög á verkfall félagsins. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í kvöld að setja lög á verkfall BHM og Félag hjúkrunarfræðinga og verður það að óbreyttu gert á morgun. „Ég get ekki sagt að þetta komi mér á óvart en ég verð að segja að þetta eru vondar fréttir. Úr því að þeim tókst ekki að svelta okkur þá er þetta eina ráðið sem ríkisvaldið hefur,“ en hún bendir jafnframt á að ríkið sé einnig vinnuveitandi í þessari deilu. „Það er gefinn tími til 1. júlí til að ná samningum og ég vona að það sé einlægur ásetningur yfirvalda að ganga að samningaborðinu með opnum hug.“ Ólafur Skúlason Formaður Félags hjúkrunarfræðinga, Ólafur G. Skúlason, óttast það sem koma skal. „Þetta eru klárlega mikil vonbrigði að ríkisstjórnin velji þessa leið í stað þess að ganga til samninga og ég hef verulegar áhyggjur af því til hvers þetta leiðir,“ segir hann í samtali við Vísi um ákvörðun ríkisstjórnarinnar. „Ég hef heyrt að fólk mun ekki taka þessu þegjandi og ég óttast að það muni leiða af sér uppsagnir en það er hvers og eins að ákveða það.“ Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðað til mótmæla vegna málsins og munu þau hefjast klukkan 10.30 á Austurvelli. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Samþykkt að setja lög á verkföll Ríkisstjórnin fundaði í kvöld og Alþingi kemur saman í fyrramálið. 11. júní 2015 21:12 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Því miður sannar þetta grun okkar um að alltaf hafi staðið til að svelta okkur til hlýðni í samningaferlinu,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður Bandalags háskólamanna, aðspurð um viðbrögð sín um fregnir þess efnis að til standi að setja lög á verkfall félagsins. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í kvöld að setja lög á verkfall BHM og Félag hjúkrunarfræðinga og verður það að óbreyttu gert á morgun. „Ég get ekki sagt að þetta komi mér á óvart en ég verð að segja að þetta eru vondar fréttir. Úr því að þeim tókst ekki að svelta okkur þá er þetta eina ráðið sem ríkisvaldið hefur,“ en hún bendir jafnframt á að ríkið sé einnig vinnuveitandi í þessari deilu. „Það er gefinn tími til 1. júlí til að ná samningum og ég vona að það sé einlægur ásetningur yfirvalda að ganga að samningaborðinu með opnum hug.“ Ólafur Skúlason Formaður Félags hjúkrunarfræðinga, Ólafur G. Skúlason, óttast það sem koma skal. „Þetta eru klárlega mikil vonbrigði að ríkisstjórnin velji þessa leið í stað þess að ganga til samninga og ég hef verulegar áhyggjur af því til hvers þetta leiðir,“ segir hann í samtali við Vísi um ákvörðun ríkisstjórnarinnar. „Ég hef heyrt að fólk mun ekki taka þessu þegjandi og ég óttast að það muni leiða af sér uppsagnir en það er hvers og eins að ákveða það.“ Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur boðað til mótmæla vegna málsins og munu þau hefjast klukkan 10.30 á Austurvelli.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Samþykkt að setja lög á verkföll Ríkisstjórnin fundaði í kvöld og Alþingi kemur saman í fyrramálið. 11. júní 2015 21:12 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Samþykkt að setja lög á verkföll Ríkisstjórnin fundaði í kvöld og Alþingi kemur saman í fyrramálið. 11. júní 2015 21:12