Hverfandi líkur á að samningar takist Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. júní 2015 18:30 Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari. Vísir/Stefán Hverfandi líkur eru á að samningar takist á milli ríkisins og Bandalags háskólamanna áður deilan fer fyrir gerðardóm, að mati formanns BHM. Ríkissáttasemjari segir ekki tilefni til að boða til nýs samningafundar.Samningnefndir ríkisins og BHM hittust síðast á fundi í Karphúsinu á þriðjudaginn eftir hálfs mánaðar hlé. Fundurinn reyndist árangurslaus og hann stóð aðeins í nokkrar mínútur. Enginn nýr samningafundur hefur verið boðaður. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari að ekkert tilefni sé til að boða til nýs samningafundar að svo stöddu.Ef nýjir kjarasamningar nást ekki á milli ríkisins og BHM fyrir 1. júlí þá fær gerðardómur það verkefni að skera úr um kjör háskólamanna. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM telur litlar líkur á að samningar takist áður en deilan fer fyrir gerðardóm.„Ætli að maður verði ekki að segja að líkurnar á því séu hverfandi. Það hefur ekkert breyst. Síðasti fundur var árangurslaus. Samninganefnd ríkisins hefur ekkert gert til að koma til móts við okkur og til þess voru lögin sett, til þess að skrifa inn þær forsendur sem að hentuðu öðrum samningsaðilanum. Þannig að það stefnir allt að einu,“ segir Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn segir að ljóst hafi verið frá því um miðjan mánuðinn í hvað stefndi. „Það hafa engar forsendur breyst hinu megin við borðið,“ segir Þórunn.BHM hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna laganna sem stöðvuðu verkfallsaðgerðir þeirra. Þórunn vonar að niðurstaða liggi fyrir júlí.„Það er búið að þingfesta og málið verður tekið fyrir bráðlega og málflutningur 6. júlí og við fengum flýtimeðferð þannig að við eigum von á því að það falli dómur í júlímánuði í Héraðsdómi,“ segir Þórunn. Verkfall 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Hverfandi líkur eru á að samningar takist á milli ríkisins og Bandalags háskólamanna áður deilan fer fyrir gerðardóm, að mati formanns BHM. Ríkissáttasemjari segir ekki tilefni til að boða til nýs samningafundar.Samningnefndir ríkisins og BHM hittust síðast á fundi í Karphúsinu á þriðjudaginn eftir hálfs mánaðar hlé. Fundurinn reyndist árangurslaus og hann stóð aðeins í nokkrar mínútur. Enginn nýr samningafundur hefur verið boðaður. Í samtali við fréttastofu í dag sagði Bryndís Hlöðversdóttir ríkissáttasemjari að ekkert tilefni sé til að boða til nýs samningafundar að svo stöddu.Ef nýjir kjarasamningar nást ekki á milli ríkisins og BHM fyrir 1. júlí þá fær gerðardómur það verkefni að skera úr um kjör háskólamanna. Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM telur litlar líkur á að samningar takist áður en deilan fer fyrir gerðardóm.„Ætli að maður verði ekki að segja að líkurnar á því séu hverfandi. Það hefur ekkert breyst. Síðasti fundur var árangurslaus. Samninganefnd ríkisins hefur ekkert gert til að koma til móts við okkur og til þess voru lögin sett, til þess að skrifa inn þær forsendur sem að hentuðu öðrum samningsaðilanum. Þannig að það stefnir allt að einu,“ segir Þórunn SveinbjarnardóttirÞórunn segir að ljóst hafi verið frá því um miðjan mánuðinn í hvað stefndi. „Það hafa engar forsendur breyst hinu megin við borðið,“ segir Þórunn.BHM hefur höfðað mál á hendur íslenska ríkinu vegna laganna sem stöðvuðu verkfallsaðgerðir þeirra. Þórunn vonar að niðurstaða liggi fyrir júlí.„Það er búið að þingfesta og málið verður tekið fyrir bráðlega og málflutningur 6. júlí og við fengum flýtimeðferð þannig að við eigum von á því að það falli dómur í júlímánuði í Héraðsdómi,“ segir Þórunn.
Verkfall 2016 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira