Radio Iceland hættir: „Gat ekki réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. júní 2015 14:29 Ólöf Ýrr Atladóttir, ferðamálastjóri, Adolf Ingi Erlingsson, útvarpsstjóri Radio Iceland og Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra við opnun stöðvarinnar þann 16. febrúar. Útvarpsstöðin Radio Iceland, sem var ætluð fyrir erlenda ferðamenn og hleypt var af stokkunum í febrúar, hefur hætt starfsemi. Adolf Ingi Erlingsson útvarpsstjóri segir niðurstöðuna ekki skemmtilega en tapið hafi verið orðið of mikið. Radio Iceland var opnuð þann 16. maí af Ragnheiði Elínu Árnadóttur og ætlaði sér stóra hluti. Stöðin sendi út á tíðinni 89,1 á höfuðborgarsvæðinu og 97,7 á Akureyri. Víðar var hægt að ná stöðinni á öðrum tíðnum.Markaðurinn tregur Adolf Ingi segir við Vísi að hann hafi einfaldlega ekki getað fjármagnað stöðina lengur. Hann hafi fjármagnað stöðin að langstærstum hluta úr eigin vasa. Hægar hafi hins vegar gengið en vonir stóðu til að ná inn tekjum. „Tapið er orðið það mikið að ég varð að ákveða að stoppa þetta,“ segir Adolf Ingi. Stöðin var í loftinu í fjóran og hálfan mánuð. Adolf Ingi, sem hefur mikla reynslu úr fjölmiðlum eftir áratugastarf á íþróttadeild RÚV, segir fátt hafa komið sér á óvart við rekstur fjölmiðils. „Svo sem ekki. Nema bara hvað markaðurinn var tregur miðað við undirtektirnar sem stöðin hafði fengið. Þó það hafi lifnað við talsvert upp á síðkastið þá var það ekki nóg.“ Útvarpsstjórinn segist verða að taka þessu biti.Gat ekki farið lengra „Ég gat ekki lengur réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram,“ segir kappinn. „Auðvitað er þetta rosaleg synd en það kostar sitt að reka fjömiðil. Þú ert með fólk á launum og ég hef verið að borga úr eigin vasa. Ég get ekki farið lengra.“ Aðspurður hvort hann viti hve hátt tapið sé skellir Dolli upp úr og segist vel vita það. „Þetta er 'peanuts' fyrir suma en fyrir venjulegt fólk eins og mig eru þetta fjárhæðir sem maður finnur verulega fyrir.“ Hann ítrekar að fyrirtækið fari ekki í gjaldþrot. Hann reiknar einnig með að halda húsnæði sínu þrátt fyrir að vera í sjálfsskuldarábyrgð með allt, með veð í eignum hans. „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23 Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Útvarpsstöðin Radio Iceland, sem var ætluð fyrir erlenda ferðamenn og hleypt var af stokkunum í febrúar, hefur hætt starfsemi. Adolf Ingi Erlingsson útvarpsstjóri segir niðurstöðuna ekki skemmtilega en tapið hafi verið orðið of mikið. Radio Iceland var opnuð þann 16. maí af Ragnheiði Elínu Árnadóttur og ætlaði sér stóra hluti. Stöðin sendi út á tíðinni 89,1 á höfuðborgarsvæðinu og 97,7 á Akureyri. Víðar var hægt að ná stöðinni á öðrum tíðnum.Markaðurinn tregur Adolf Ingi segir við Vísi að hann hafi einfaldlega ekki getað fjármagnað stöðina lengur. Hann hafi fjármagnað stöðin að langstærstum hluta úr eigin vasa. Hægar hafi hins vegar gengið en vonir stóðu til að ná inn tekjum. „Tapið er orðið það mikið að ég varð að ákveða að stoppa þetta,“ segir Adolf Ingi. Stöðin var í loftinu í fjóran og hálfan mánuð. Adolf Ingi, sem hefur mikla reynslu úr fjölmiðlum eftir áratugastarf á íþróttadeild RÚV, segir fátt hafa komið sér á óvart við rekstur fjölmiðils. „Svo sem ekki. Nema bara hvað markaðurinn var tregur miðað við undirtektirnar sem stöðin hafði fengið. Þó það hafi lifnað við talsvert upp á síðkastið þá var það ekki nóg.“ Útvarpsstjórinn segist verða að taka þessu biti.Gat ekki farið lengra „Ég gat ekki lengur réttlætt fyrir sjálfum mér og fjölskyldunni að halda áfram,“ segir kappinn. „Auðvitað er þetta rosaleg synd en það kostar sitt að reka fjömiðil. Þú ert með fólk á launum og ég hef verið að borga úr eigin vasa. Ég get ekki farið lengra.“ Aðspurður hvort hann viti hve hátt tapið sé skellir Dolli upp úr og segist vel vita það. „Þetta er 'peanuts' fyrir suma en fyrir venjulegt fólk eins og mig eru þetta fjárhæðir sem maður finnur verulega fyrir.“ Hann ítrekar að fyrirtækið fari ekki í gjaldþrot. Hann reiknar einnig með að halda húsnæði sínu þrátt fyrir að vera í sjálfsskuldarábyrgð með allt, með veð í eignum hans. „Ég set ekkert í gjaldþrot. Ég geri upp við alla og dreg mig út með það tap sem komið er. Ég verð ekki með neinn hala.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54 Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29 Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23 Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira Sjá meira
Radio Iceland komin í loftið Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar-og viðskiptaráðherra, setti stöðina í loftið í hádeginu í dag. 16. febrúar 2015 15:54
Dolli kallar Gylfa Ægis „has-been“ á BBC Adolf Ingi Erlingsson var meðal viðmælanda í innslagi um hinsegin fræðslu á Íslandi. 26. apríl 2015 10:29
Mál Adolfs Inga á hendur RÚV loks fyrir dómsstóla Prófmál verður höfðað á hendur RÚV vegna biðlauna Adolfs Inga Erlingssonar, en það er BHM sem rekur málið fyrir hönd íþróttafréttamannsins. 21. janúar 2015 15:23
Adolf Ingi í útvarpið á ensku Íþróttafréttamaðurinn rær á ný mið og ætlar að ná til erlendra ferðamanna. 17. nóvember 2014 17:41