Bianchi fimmtugasti ökuþórinn sem lætur lífið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. júlí 2015 20:00 Bianchi um borð í Marussia bíl sínum. vísir/epa Frakkinn Jules Bianchi lést á laugardag eftir áverka sem hann varð fyrir í október síðasta árs í Formúlu 1 keppninni á Suzuka brautinn í Japan. Dauðsfallið var það fyrsta í Formúlu 1 keppni frá árinu 1994. Varað er við lýsingum sem eru í fréttinni. Fimmtíu ökumenn hafa látið lífið meðan þeir óku Formúlu 1 bíl. Alls átján þeirra voru ekki að taka þátt í heimsmeistaramótinu þegar slys þeirra bar að heldur í viðburðum tengdum keppninni eða voru prufu ökumenn. Fyrsta dauðsfallið átti sér stað árið 1953 er Bandaríkjamaðurinn Chet Miller lét lífið í Indi 500 keppninni en fram til ársins 1960 taldi keppnin til stiga í Formúlu 1. Alls létust tíu ökumenn á fyrsta áratug Formúlunnar, þar af sjö á Indianapolis brautinni og er hún enn þann dag í dag sú braut sem tekið hefur flest líf.Roger Williamsson var einn þeirra ökumanna sem kafnaði í bíl sínum. Það gerðist árið 1973. Þá voru brautarstarfsmenn ekki klæddir í hlífðargalla og gátu því ekki aðstoðað hann.vísir/gettyÖryggismálin ítrekað tekin í gegn Mikil bragarbót hefur orðið á öryggismálum keppninnar frá því að sú fyrsta var ræst árið 1950. Fyrstu árin var það val ökumanna hvort þeir klæddur hlífðarfatnaði eða hjálmum en á sjöunda áratugnum var slíkt gert að skyldu. Í upphafi voru heldu engir læknar eða sjúkrastarfsmenn viðstaddir. Öryggisgrindverk hafa tekið miklum breytingum frá því sem var. Dekkjastaflar hafa tekið við hlutverki sem nokkuð venjuleg vegrið gengdu áður. Þrír ökuþórar, Chris Bristow, Francois Cevert og Helmuth Koinigg, létust allir af sárum sem þeir hlutu eftir að hafa ekið á vegrið á miklum hraða. Eldsneyti bílanna er öðruvísi en eldri týpurnar minntu mjög á flugvélabensín. Á áttunda áratugnum var klefi ökumanna rýmkaður. Öryggisgallar ökuþóranna þola mikinn hita en ef eldur kviknar í bílnum verða þeir að komast úr honum til að forða því að kafna. Fjórir ökumenn hafa kafnað er þeir sátu fastir í bíl sínum. Einn þeirra, Roger Williamsson, sat fastur í bíl sínum í átta mínútur án þess að nokkur brautarstarfsmaður kæmi honum til aðstoðar.Ayrton Sennavísir/gettyTveir heimsmeistarar látið lífið í keppni Á níunda áratugnum hófu liðin að smíða bílana úr koltrefjum í stað áls og ný og öruggari gerð dekkja var tekin í notkun árið 1998. Fyrstu öryggisbeltinn sem notuð voru þóttu gallagripir en Austurríkismaðurinn Jochen Rindt lést árið 1970 eftir að öryggisbelti hans afhöfðaði hann. Rindt er eini maðurinn sem orðið hefur heimsmeistari í Formúlu 1 eftir að hann lést. Hinn heimsmeistarinn sem hefur látist í keppni var Brasilíumaðurinn Ayrton Senna. Hann vann titilinn í þrígang, 1988, 1990 og 1991. Senna lést árið 1994 á Imola brautinni í San Marino er hann missti stjórn á bíl sínum á 307 kílómetra hraða á klukkustund. Er hann lenti á öryggisvegg brotnaði annað framdekkið af bílnum og skall á höfði hans með þeim afleiðingum að hann lést. Í tímatökum fyrir sömu keppni hafði Austurríkismaðurinn Roland Ratzenberger látist í kjölfar þess að hann skall á steyptum vegg á miklum hraða. Síðan á Imola 1994 hafði enginn látið lífið þar til um helgina. Bianchi ók út af og lenti þar á lyftara sem hafði verið að færa bíl út af brautinni. Síðan slysið varð hafði hann legið í dái sem hann vaknaði ekki af. Hægt er að lesa um síðustu keppnir allra þá ökuþóra sem látist hafa í Formúlu 1 með því að skoða þessa grein ESPN. Hana prýða afar myndrænar lýsingar sem varað er við. Formúla Tengdar fréttir Jules Bianchi látinn Formúlu 1-ökumaðurinn, Jules Bianchi, er látinn, níu mánuðum eftir að hann hlaut alvarleg höfuðmeiðsl í alvarlegu slysi í japanska kappakstrinum í október í fyrra. 18. júlí 2015 09:28 Fjölmargir hafa minnst Bianchi Fjölmargir hafa minnst franska ökuþórsins Jules Bianchi sem lést í morgun eftir að hafa legið í dái í níu mánuði vegna alvarlegra höfuðáverka sem hann varð fyrir í japanka kappakstrinum í október í fyrra. 18. júlí 2015 19:45 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Frakkinn Jules Bianchi lést á laugardag eftir áverka sem hann varð fyrir í október síðasta árs í Formúlu 1 keppninni á Suzuka brautinn í Japan. Dauðsfallið var það fyrsta í Formúlu 1 keppni frá árinu 1994. Varað er við lýsingum sem eru í fréttinni. Fimmtíu ökumenn hafa látið lífið meðan þeir óku Formúlu 1 bíl. Alls átján þeirra voru ekki að taka þátt í heimsmeistaramótinu þegar slys þeirra bar að heldur í viðburðum tengdum keppninni eða voru prufu ökumenn. Fyrsta dauðsfallið átti sér stað árið 1953 er Bandaríkjamaðurinn Chet Miller lét lífið í Indi 500 keppninni en fram til ársins 1960 taldi keppnin til stiga í Formúlu 1. Alls létust tíu ökumenn á fyrsta áratug Formúlunnar, þar af sjö á Indianapolis brautinni og er hún enn þann dag í dag sú braut sem tekið hefur flest líf.Roger Williamsson var einn þeirra ökumanna sem kafnaði í bíl sínum. Það gerðist árið 1973. Þá voru brautarstarfsmenn ekki klæddir í hlífðargalla og gátu því ekki aðstoðað hann.vísir/gettyÖryggismálin ítrekað tekin í gegn Mikil bragarbót hefur orðið á öryggismálum keppninnar frá því að sú fyrsta var ræst árið 1950. Fyrstu árin var það val ökumanna hvort þeir klæddur hlífðarfatnaði eða hjálmum en á sjöunda áratugnum var slíkt gert að skyldu. Í upphafi voru heldu engir læknar eða sjúkrastarfsmenn viðstaddir. Öryggisgrindverk hafa tekið miklum breytingum frá því sem var. Dekkjastaflar hafa tekið við hlutverki sem nokkuð venjuleg vegrið gengdu áður. Þrír ökuþórar, Chris Bristow, Francois Cevert og Helmuth Koinigg, létust allir af sárum sem þeir hlutu eftir að hafa ekið á vegrið á miklum hraða. Eldsneyti bílanna er öðruvísi en eldri týpurnar minntu mjög á flugvélabensín. Á áttunda áratugnum var klefi ökumanna rýmkaður. Öryggisgallar ökuþóranna þola mikinn hita en ef eldur kviknar í bílnum verða þeir að komast úr honum til að forða því að kafna. Fjórir ökumenn hafa kafnað er þeir sátu fastir í bíl sínum. Einn þeirra, Roger Williamsson, sat fastur í bíl sínum í átta mínútur án þess að nokkur brautarstarfsmaður kæmi honum til aðstoðar.Ayrton Sennavísir/gettyTveir heimsmeistarar látið lífið í keppni Á níunda áratugnum hófu liðin að smíða bílana úr koltrefjum í stað áls og ný og öruggari gerð dekkja var tekin í notkun árið 1998. Fyrstu öryggisbeltinn sem notuð voru þóttu gallagripir en Austurríkismaðurinn Jochen Rindt lést árið 1970 eftir að öryggisbelti hans afhöfðaði hann. Rindt er eini maðurinn sem orðið hefur heimsmeistari í Formúlu 1 eftir að hann lést. Hinn heimsmeistarinn sem hefur látist í keppni var Brasilíumaðurinn Ayrton Senna. Hann vann titilinn í þrígang, 1988, 1990 og 1991. Senna lést árið 1994 á Imola brautinni í San Marino er hann missti stjórn á bíl sínum á 307 kílómetra hraða á klukkustund. Er hann lenti á öryggisvegg brotnaði annað framdekkið af bílnum og skall á höfði hans með þeim afleiðingum að hann lést. Í tímatökum fyrir sömu keppni hafði Austurríkismaðurinn Roland Ratzenberger látist í kjölfar þess að hann skall á steyptum vegg á miklum hraða. Síðan á Imola 1994 hafði enginn látið lífið þar til um helgina. Bianchi ók út af og lenti þar á lyftara sem hafði verið að færa bíl út af brautinni. Síðan slysið varð hafði hann legið í dái sem hann vaknaði ekki af. Hægt er að lesa um síðustu keppnir allra þá ökuþóra sem látist hafa í Formúlu 1 með því að skoða þessa grein ESPN. Hana prýða afar myndrænar lýsingar sem varað er við.
Formúla Tengdar fréttir Jules Bianchi látinn Formúlu 1-ökumaðurinn, Jules Bianchi, er látinn, níu mánuðum eftir að hann hlaut alvarleg höfuðmeiðsl í alvarlegu slysi í japanska kappakstrinum í október í fyrra. 18. júlí 2015 09:28 Fjölmargir hafa minnst Bianchi Fjölmargir hafa minnst franska ökuþórsins Jules Bianchi sem lést í morgun eftir að hafa legið í dái í níu mánuði vegna alvarlegra höfuðáverka sem hann varð fyrir í japanka kappakstrinum í október í fyrra. 18. júlí 2015 19:45 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen áfram hjá Red Bull Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Russell á ráspól í fyrramálið Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Jules Bianchi látinn Formúlu 1-ökumaðurinn, Jules Bianchi, er látinn, níu mánuðum eftir að hann hlaut alvarleg höfuðmeiðsl í alvarlegu slysi í japanska kappakstrinum í október í fyrra. 18. júlí 2015 09:28
Fjölmargir hafa minnst Bianchi Fjölmargir hafa minnst franska ökuþórsins Jules Bianchi sem lést í morgun eftir að hafa legið í dái í níu mánuði vegna alvarlegra höfuðáverka sem hann varð fyrir í japanka kappakstrinum í október í fyrra. 18. júlí 2015 19:45