Telur BHM-dóm ekki hafa fordæmisgildi Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 16. júlí 2015 19:51 Kjaradeilu hjúkrunarfræðinga hefur verið vísað til gerðardóms en fulltrúar frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga funduðu með dómnum í dag. Þá höfðaði félagið í dag mál gegn íslenska ríkinu vegna skipunar dómsins en lögmaður þess telur dóm í máli BHM gegn ríkinu ekki hafa fordæmisgildi hvað hjúkrunarfræðinga varðar. Eftir að hjúkrunarfræðingar felldu kjarasamning sinn við ríkið með yfirgnæfandi meirihluta í gær er komin upp nokkuð snúin staða. Segja má að deilan snúist fyrst og fremst um túlkun á 2. gr. laganna sem Alþingi samþykkti 13. júní síðastliðinn um frestun verkfallsaðgerða BHM og hjúkrunarfræðinga. Þar kemur fram að hafi aðilar ekki undirritað kjarasamning fyrir 1. júlí 2015 skuli Hæstiréttur tilnefna þrjá menn í gerðardóm. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga túlkar ákvæðið með þeim hætti að þar sem kjarasamningur var undirritaður, fari deilan ekki fyrir gerðardóm. Vill félagið setjast aftur að samningaborðinu og telur að Alþingi þurfi að setja ný lög til að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga. Íslenska ríkið er ósammála þessu, en fjármálaráðherra sagði þessa túlkun vera lagalega loftfimleika í fréttum Stöðvar tvö í gær. Telur ríkið að þar sem samningurinn var felldur hefði hann aldrei tekið gildi og því sé augljóst að gerðardómur ákveði kaup og kjör hjúkrunarfræðinga. Áður hefur komið fram að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ætlar að höfða mál gegn íslenska ríkinu vegna lagasetningarinnar. Stefna þess efnis, ásamt beiðni um flýtimeðferð, var lögð inn í Héraðsdóm Reykjavíkur fyrr í dag. Jón Sigurðsson, lögmaður félagsins, sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að dómur í máli BHM, sem kveðinn var upp í gær, hefði ekki fordæmisgildi í málinu. Meðal annars hefði verkfall hjúkrunarfræðinga staðið í mun skemmri tíma auk þess sem félagið hefði fallist á nær allar undanþágubeiðnir og þannig ekki haft lömunaráhrif á starfsemi heilbrigðisstofnana. Einnig bendir Jón á að á verkfallstíma hefðu 635 stöðugildi hjúkrunarfræðinga verið mönnuð og undanþegin verkfalli. Þrátt fyrir þennan ágreining er ljóst að deilan fer fyrir gerðardóm en formaður hans, Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður, staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að atvinnuvegaráðuneytið hefði í gær vísað kjaradeilu hjúkrunarfræðinga til dómsins. Um er að ræða sama gerðardóm og úrskurðar um kaup og kjör félagsmanna BHM. Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga áttu stuttan fund með gerðardómnum eftir hádegi í dag til að ræða næstu skref, en boðað verður til formlegs fundar í deilunni eftir helgi. Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkfall BHM Dómur var kveðinn upp í máli BHM á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. júlí 2015 14:01 Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. 16. júlí 2015 11:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Kjaradeilu hjúkrunarfræðinga hefur verið vísað til gerðardóms en fulltrúar frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga funduðu með dómnum í dag. Þá höfðaði félagið í dag mál gegn íslenska ríkinu vegna skipunar dómsins en lögmaður þess telur dóm í máli BHM gegn ríkinu ekki hafa fordæmisgildi hvað hjúkrunarfræðinga varðar. Eftir að hjúkrunarfræðingar felldu kjarasamning sinn við ríkið með yfirgnæfandi meirihluta í gær er komin upp nokkuð snúin staða. Segja má að deilan snúist fyrst og fremst um túlkun á 2. gr. laganna sem Alþingi samþykkti 13. júní síðastliðinn um frestun verkfallsaðgerða BHM og hjúkrunarfræðinga. Þar kemur fram að hafi aðilar ekki undirritað kjarasamning fyrir 1. júlí 2015 skuli Hæstiréttur tilnefna þrjá menn í gerðardóm. Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga túlkar ákvæðið með þeim hætti að þar sem kjarasamningur var undirritaður, fari deilan ekki fyrir gerðardóm. Vill félagið setjast aftur að samningaborðinu og telur að Alþingi þurfi að setja ný lög til að koma í veg fyrir verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga. Íslenska ríkið er ósammála þessu, en fjármálaráðherra sagði þessa túlkun vera lagalega loftfimleika í fréttum Stöðvar tvö í gær. Telur ríkið að þar sem samningurinn var felldur hefði hann aldrei tekið gildi og því sé augljóst að gerðardómur ákveði kaup og kjör hjúkrunarfræðinga. Áður hefur komið fram að Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga ætlar að höfða mál gegn íslenska ríkinu vegna lagasetningarinnar. Stefna þess efnis, ásamt beiðni um flýtimeðferð, var lögð inn í Héraðsdóm Reykjavíkur fyrr í dag. Jón Sigurðsson, lögmaður félagsins, sagði í samtali við fréttastofu nú síðdegis að dómur í máli BHM, sem kveðinn var upp í gær, hefði ekki fordæmisgildi í málinu. Meðal annars hefði verkfall hjúkrunarfræðinga staðið í mun skemmri tíma auk þess sem félagið hefði fallist á nær allar undanþágubeiðnir og þannig ekki haft lömunaráhrif á starfsemi heilbrigðisstofnana. Einnig bendir Jón á að á verkfallstíma hefðu 635 stöðugildi hjúkrunarfræðinga verið mönnuð og undanþegin verkfalli. Þrátt fyrir þennan ágreining er ljóst að deilan fer fyrir gerðardóm en formaður hans, Garðar Garðarsson hæstaréttarlögmaður, staðfesti í samtali við fréttastofu í dag að atvinnuvegaráðuneytið hefði í gær vísað kjaradeilu hjúkrunarfræðinga til dómsins. Um er að ræða sama gerðardóm og úrskurðar um kaup og kjör félagsmanna BHM. Fulltrúar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga áttu stuttan fund með gerðardómnum eftir hádegi í dag til að ræða næstu skref, en boðað verður til formlegs fundar í deilunni eftir helgi.
Alþingi Verkfall 2016 Tengdar fréttir Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21 Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkfall BHM Dómur var kveðinn upp í máli BHM á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. júlí 2015 14:01 Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. 16. júlí 2015 11:48 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Kjaradeilan fari fyrir gerðardóm: Bjarni telur hjúkrunarfræðinga í „lagalegum loftfimleikum“ Ráðamenn segja niðurstöðu úr atkvæðagreiðslu um nýjan kjarasamning ekki koma á óvart miðað við umræðu að undanförnu. 15. júlí 2015 19:21
Íslenska ríkinu var heimilt að setja lög á verkfall BHM Dómur var kveðinn upp í máli BHM á hendur íslenska ríkinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. 15. júlí 2015 14:01
Heilbrigðisráðherra gagnrýnir neikvæða umræðu í fjölmiðlum: „Fólk er skíthrætt við stöðuna í heilbrigðiskerfinu“ Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra, gagnrýnir neikvæða umræðu um heilbrigðiskerfið og spyr hversu lengi fyrirsagnir á borð við þær sem prýða forsíður blaðanna í dag hafi dunið á Íslendingum. 16. júlí 2015 11:48