Ferðamenn kúkuðu á Hafnarstéttina: „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. júlí 2015 20:40 Við Hafnarstéttina eru veitingahús og staðir þar sem eflaust er hægt að komast á salernið. Vísir/Pjetur Tvær konur stóðu ferðamenn á Húsavík að því í dag að kúka á Hafnarstéttina í bænum. Um tvo stálpaða krakka var að ræða en móðir þeirra stóð yfir þeim og skeindi. Hafnarstéttin er fyrir þá sem ekki þekkja til á Húsavík gata við höfnina á Húsavík, samkomustaður Húsvíkinga og ekki úr alfaraleið. Kristín Þorbergsdóttir deilir sögunni á Facebook en hún spyr hvort þetta sé í lagi? Jafnframt spyr hún hvort einhver salernisaðstaða sé fyrir ferðamenn annars staðar en á sjoppum og veitingahúsum. Gnægð er af veitingastöðum við Hafnarstéttina þar sem eflaust er hægt að fá að skjótast á salernið.Nú get ég bara ekki þagað lengur. Fjölskylda mín fór í gönguferð niður á Hafnarstétt í morgun sem er svo sem ekki í frás...Posted by Kristín Þorbergsdóttir on Thursday, July 23, 2015Tengdadóttir Kristínar sem var með í för gaf sig á tal við ferðamennina. „Já það var eiginlega ekki hægt að sleppa því að segja eitthvað við þau. Þetta var svo fáránlegt,“ segir hún. „Ég var svo kjaftstopp en spurði þau hvort þau notuðu ekki klósett? Þá varð hún voða flóttaleg og spurði hvort að það væru yfirhöfuð einhver klósett hérna. Ég svaraði því að hún gæti fundið klósett hérna út um allt.“ Konurnar reyndu að koma fólkinu í skilning um að þetta væri mjög dónaleg hegðun. „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta.“Í Fréttablaðinu fyrr í sumar var fjallað um hversu algengt það er að ferðamenn hafi hægðir á Þingvöllum.Vísir/PjeturSpyr hvaða upplýsingar ferðamenn fá Ferðamaðurinn dreif því næst krakkana sína inn í bíl og brunaði á brott og skildi hægðir barna sinna eftir á mölinni við gangstéttina. „Mér finnst þetta svo skrýtið, ég skil ekki hvernig þeim dettur í hug að gera þetta. Það myndi engum Íslendingi detta í hug að kúka þarna. Ég var að spá hvort það hlyti ekki að vera þannig að þeim væri sagt að þetta væri allt í lagi.“ Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um vöntun á salernum og tilhneigingu ferðamanna til þess að hafa hægðir á fjölförnum stöðum hér á landi. Ingunn Snædal, ljóðskáld, birti mynd á Facebook-síðu sinni um helgina af rútu ferðaþjónustufyrirtækis, en íslenskur fararstjóri hafði sent ferðamennina upp í garð til foreldra Ingunnar til að gera þarfir sínar. „Við vorum bara heima að horfa á sjónvarpið, horfum út á planið þar sem er bensínsjálfsali og sáum þá hvað var að gerast. Þá sá maður fólkið fara upp í og úr garðinum. Pabbi fór þá út og talaði við fararstjórann sem var íslensk kona. Pabbi var skiljanlega heldur óhress með þetta allt, eiginlega alveg brjálaður. Fararstjórinn var þá svakalega frek, ekki með nein svör og dónaleg á móti,“ sagði Ingunn í samtali við Vísi. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, hefur talað fyrir því að komið verði upp fleiri salernum um landið og að ferðaþjónustu fyrirtæki komi ferðamönnum í skilning um að það sé ekki í lagi að hafa hægðir hvar sem er á Íslandi. Gestir á Þingvöllum hafa einnig orðið varir við að ferðamenn gangi örna sinna aftan við Þingvallakirkju og þjóðargrafreitinn þar sem skáldin Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson hvíla. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira
Tvær konur stóðu ferðamenn á Húsavík að því í dag að kúka á Hafnarstéttina í bænum. Um tvo stálpaða krakka var að ræða en móðir þeirra stóð yfir þeim og skeindi. Hafnarstéttin er fyrir þá sem ekki þekkja til á Húsavík gata við höfnina á Húsavík, samkomustaður Húsvíkinga og ekki úr alfaraleið. Kristín Þorbergsdóttir deilir sögunni á Facebook en hún spyr hvort þetta sé í lagi? Jafnframt spyr hún hvort einhver salernisaðstaða sé fyrir ferðamenn annars staðar en á sjoppum og veitingahúsum. Gnægð er af veitingastöðum við Hafnarstéttina þar sem eflaust er hægt að fá að skjótast á salernið.Nú get ég bara ekki þagað lengur. Fjölskylda mín fór í gönguferð niður á Hafnarstétt í morgun sem er svo sem ekki í frás...Posted by Kristín Þorbergsdóttir on Thursday, July 23, 2015Tengdadóttir Kristínar sem var með í för gaf sig á tal við ferðamennina. „Já það var eiginlega ekki hægt að sleppa því að segja eitthvað við þau. Þetta var svo fáránlegt,“ segir hún. „Ég var svo kjaftstopp en spurði þau hvort þau notuðu ekki klósett? Þá varð hún voða flóttaleg og spurði hvort að það væru yfirhöfuð einhver klósett hérna. Ég svaraði því að hún gæti fundið klósett hérna út um allt.“ Konurnar reyndu að koma fólkinu í skilning um að þetta væri mjög dónaleg hegðun. „Hún sagði að þetta væri í lagi af því að fuglarnir borða þetta.“Í Fréttablaðinu fyrr í sumar var fjallað um hversu algengt það er að ferðamenn hafi hægðir á Þingvöllum.Vísir/PjeturSpyr hvaða upplýsingar ferðamenn fá Ferðamaðurinn dreif því næst krakkana sína inn í bíl og brunaði á brott og skildi hægðir barna sinna eftir á mölinni við gangstéttina. „Mér finnst þetta svo skrýtið, ég skil ekki hvernig þeim dettur í hug að gera þetta. Það myndi engum Íslendingi detta í hug að kúka þarna. Ég var að spá hvort það hlyti ekki að vera þannig að þeim væri sagt að þetta væri allt í lagi.“ Mikil umræða hefur skapast að undanförnu um vöntun á salernum og tilhneigingu ferðamanna til þess að hafa hægðir á fjölförnum stöðum hér á landi. Ingunn Snædal, ljóðskáld, birti mynd á Facebook-síðu sinni um helgina af rútu ferðaþjónustufyrirtækis, en íslenskur fararstjóri hafði sent ferðamennina upp í garð til foreldra Ingunnar til að gera þarfir sínar. „Við vorum bara heima að horfa á sjónvarpið, horfum út á planið þar sem er bensínsjálfsali og sáum þá hvað var að gerast. Þá sá maður fólkið fara upp í og úr garðinum. Pabbi fór þá út og talaði við fararstjórann sem var íslensk kona. Pabbi var skiljanlega heldur óhress með þetta allt, eiginlega alveg brjálaður. Fararstjórinn var þá svakalega frek, ekki með nein svör og dónaleg á móti,“ sagði Ingunn í samtali við Vísi. Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur, hefur talað fyrir því að komið verði upp fleiri salernum um landið og að ferðaþjónustu fyrirtæki komi ferðamönnum í skilning um að það sé ekki í lagi að hafa hægðir hvar sem er á Íslandi. Gestir á Þingvöllum hafa einnig orðið varir við að ferðamenn gangi örna sinna aftan við Þingvallakirkju og þjóðargrafreitinn þar sem skáldin Jónas Hallgrímsson og Einar Benediktsson hvíla.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Fleiri fréttir Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Sjá meira