Ásmundur: Þetta verður smá púsluspil Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. júlí 2015 18:22 „Það er bara mjög stutt síðan. Þetta gerðist á síðustu 2-3 dögum,“ sagði Ásmundur Arnarsson, nýráðinn þjálfari ÍBV, í samtali við Akraborgina í dag aðspurður um aðdragandann að ráðningunni hjá Eyjamönnum. Ásmundur, sem var rekinn frá Fylki fyrr í mánuðinum, var í dag ráðinn ÍBV út tímabilið. Jóhannes Harðarson verður í persónulegu leyfi út sumarið. „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta er búið að vera smá rússíbanareið síðustu vikur. Síðasti leikur sem ég stýrði Fylki var einmitt mér,“ sagði Ásmundur en hann var rekinn eftir 4-0 bikartap Fylkis á Hásteinsvelli. „Ekki óraði mig fyrir því í framhaldinu að þetta yrði niðurstaðan, en um leið og þessi möguleiki kom upp þá heillaði ahnn verulega.“ „Ég hef fylgst með Eyjaliðinu vaxa og dafna undanfarnar vikur. Það býr mikið í þessum hóp þannig það verður spennandi að byggja ofan á þetta góða starf sem unnið er hér.“Aldrei sáttur við að vera rekinn Ingi Sigurðsson hefur stýrt Eyjaliðinu í undanförnum leikjum, en undir hans stjórn vann liðið tvo deildarleiki og einn bikarleik með markatölunni 10-0. Það kom ekki til greina að hann yrði áfram. „Mér skylst að það var ekki möguleiki í stöðinni. Þeir vildu fá mann í brúnna til að stýra þessu,“ sagði Ásmundur sem er ekki sáttur við brottreksturinn frá Fylki. „Maður er aldrei sáttur við það, en þessi bolti er bara svona. Maður býr við þetta og áttar sig á því að enginn er eilífur í þessu. Ef mönnum finnst þurfa að gera breytingar verða þeir að gera þær og standa og falla með þeim.“Býr í Kópavogi Ásmundur verður á milli lands og Eyja nú eftir að hann gerðist þjálfari liðsins, en hann þarf að hagræða hlutum í kringum þjálfarastarfið. „Þetta verður smá púsluspil. Ég bý í Kópavogi og sinni einhverjum störfum í bænum. Ég sagði strax við Eyjamenn að þetta yrði púsluspil, en ég fann að hér var mikill hugur að láta þetta ganga upp. Ég mun njóta aðstoðar þeirra manna sem hafa látið þetta ganga undanfarið,“ sagði Ásmundur, en kemur til greina að hann verði áfram eftir tímabilið? „Það var bara sameiginleg ákvörðun að gera þetta svona núna og það er mjög skynsamlegt að horfa á þetta þannig fyrst. Svo kemur í ljós hvort það verði áhugi beggja aðila fyrir áframhaldandi samstarfi,“ sagði Ásmundur Arnarsson. Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
„Það er bara mjög stutt síðan. Þetta gerðist á síðustu 2-3 dögum,“ sagði Ásmundur Arnarsson, nýráðinn þjálfari ÍBV, í samtali við Akraborgina í dag aðspurður um aðdragandann að ráðningunni hjá Eyjamönnum. Ásmundur, sem var rekinn frá Fylki fyrr í mánuðinum, var í dag ráðinn ÍBV út tímabilið. Jóhannes Harðarson verður í persónulegu leyfi út sumarið. „Mér líst mjög vel á þetta. Þetta er búið að vera smá rússíbanareið síðustu vikur. Síðasti leikur sem ég stýrði Fylki var einmitt mér,“ sagði Ásmundur en hann var rekinn eftir 4-0 bikartap Fylkis á Hásteinsvelli. „Ekki óraði mig fyrir því í framhaldinu að þetta yrði niðurstaðan, en um leið og þessi möguleiki kom upp þá heillaði ahnn verulega.“ „Ég hef fylgst með Eyjaliðinu vaxa og dafna undanfarnar vikur. Það býr mikið í þessum hóp þannig það verður spennandi að byggja ofan á þetta góða starf sem unnið er hér.“Aldrei sáttur við að vera rekinn Ingi Sigurðsson hefur stýrt Eyjaliðinu í undanförnum leikjum, en undir hans stjórn vann liðið tvo deildarleiki og einn bikarleik með markatölunni 10-0. Það kom ekki til greina að hann yrði áfram. „Mér skylst að það var ekki möguleiki í stöðinni. Þeir vildu fá mann í brúnna til að stýra þessu,“ sagði Ásmundur sem er ekki sáttur við brottreksturinn frá Fylki. „Maður er aldrei sáttur við það, en þessi bolti er bara svona. Maður býr við þetta og áttar sig á því að enginn er eilífur í þessu. Ef mönnum finnst þurfa að gera breytingar verða þeir að gera þær og standa og falla með þeim.“Býr í Kópavogi Ásmundur verður á milli lands og Eyja nú eftir að hann gerðist þjálfari liðsins, en hann þarf að hagræða hlutum í kringum þjálfarastarfið. „Þetta verður smá púsluspil. Ég bý í Kópavogi og sinni einhverjum störfum í bænum. Ég sagði strax við Eyjamenn að þetta yrði púsluspil, en ég fann að hér var mikill hugur að láta þetta ganga upp. Ég mun njóta aðstoðar þeirra manna sem hafa látið þetta ganga undanfarið,“ sagði Ásmundur, en kemur til greina að hann verði áfram eftir tímabilið? „Það var bara sameiginleg ákvörðun að gera þetta svona núna og það er mjög skynsamlegt að horfa á þetta þannig fyrst. Svo kemur í ljós hvort það verði áhugi beggja aðila fyrir áframhaldandi samstarfi,“ sagði Ásmundur Arnarsson. Hægt er að hlusta á allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira