Hin liðin munu líta á okkur sem hvíldardag Tómas Þór Þórðarson skrifar 31. júlí 2015 06:00 Hörður Axel og Brynjar Þór Björnsson ræðast við á landsliðsæfingu. vísir/andri marinó „Nú er fjörið að byrja. Það var kominn fiðringur í mann en nú er bara mikil spenna,“ segir Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið, en strákarnir okkar hófu æfingar fyrir Evrópumótið í Berlín í síðustu viku. Hörður hefur verið lykilmaður í landsliðinu í nokkur ár og má fastlega búast við honum í lokahópnum á Evrópumótinu í Berlín. Hópurinn var skorinn niður í vikunni og æfa þeir Emil Barja, Darri Hilmarsson og Ólafur Ólafsson ekki oftar með liðinu fram að móti.Verðum að njóta Ísland er í dauðariðlinum á sínu fyrsta stórmóti, en í Berlín mætir liðið heimamönnum frá Þýskalandi og Serbíu, Tyrklandi, Spáni og Ítalíu. Sigurlíkur Íslands eru litlar sem engar. „Ég held að þetta verði bara ævintýri. Við verðum mikið saman og þetta er líka svo skemmtilegur hópur. Það ná allir svo vel saman og því verður bara gaman að taka þátt í þessum,“ segir Hörður Axel. „Að njóta er lykilorðið í þessu. Við erum ekki að fara að vinna Spán með 20 stiga mun eða eitthvað þannig. Við þurfum bara að njóta þess að fá að vera með og sjá svo hvað gerist.“Hörður (til vinstri) veit ekki hvar hann mun spila í vetur.vísir/andri marinóÁnægður með veturinn Eftir fall með Valladolid á Spáni í fyrra sneri Hörður Axel aftur til MBC í Þýskalandi og spilaði með liðinu í efstu deild. Hann kveðst ánægður með þá ákvörðun og spilamennsku sína í vetur. „Ég var mjög sáttur eftir erfitt tímabil á Spáni þar á undan. Það var gott að koma til baka og reyna að endurræsa ferilinn. Ég gerði nákvæmlega það sem ég ætlaði að gera og geng því sáttur frá borði þaðan,“ segir Hörður Axel sem er nú samningslaus og leitar liðs. „Ég er með umboðsmann í þessu sem sér um mín mál. Ég reyni að hugsa ekkert um þetta en maður er samt alltaf að hugsa um þetta. Maður veit ekki hvar maður er að fara að spila eftir EM og lifa næsta árið. Þessi körfuboltaheimur er skrítinn.“ Eins og fleiri samningslausir í landsliðinu vill Hörður frekar semja fyrir EM til að taka ekki neina áhættu. „Það er rosalega hættulegt að semja eftir EM því þá verða flest lið búin að semja við alla sína menn. Ég vil semja fyrir Evrópumótið þannig að ég geti bara notið þess að spila,“ segir Hörður, en að bíða með að semja gæti líka haft áhrif á frammistöðu hans í Berlín. „Ef ég er líka eitthvað að bíða með þetta verður miklu meiri pressa á mér að standa mig. Maður vill bara njóta þess að spila þarna og sjá hvar maður stendur gegn þessum bestu í heimi.“Strákarnir fyrir fyrstu æfinguna.vísir/andri marinóÆfir mikið Hörður Axel er þekktur fyrir að æfa mikið og leggja ótrúlega mikið á sig. Á því er engin breyting þetta sumarið og hefur hann fengið hjálp frá margfalda Íslandsmeistaranum Gunnari Einarssyni, fyrrverandi leikmanni Keflavíkur, sem er gríðarlega fær einkaþjálfari. „Ég tók góða pásu eftir tímabilið en er búinn að vera í fjórar vikur með Gunna Einars og Haukur Helgi hefur komið með mér,“ segir Hörður Axel, en þeir æfðu í Keflavík. „Það er samt skemmtilegra að vera kominn aftur í landsliðshópinn að æfa. Nú getum við spilað aðeins í staðinn fyrir að maður sé bara einn að „drilla“ eitthvað.“Trúin skiptir sköpum Sem fyrr segir er riðillinn sem Ísland er í nánast lygilegur. Þarna eru saman komnar fimm af svona tíu bestu þjóðum Evrópu í einum og sama riðlinum. Vanmatið verður mikið, segir Hörður Axel, og því er um að gera að nýta það. „Það er ótrúlegt að öll þessi lið geti dregist saman. Ef við horfum á þetta raunsætt líta hin liðin á leikinn gegn okkur sem hvíldardag. Við verðum að notfæra okkur það og mæta tvíefldir til leiks í hverjum einasta leik og trúa að við getum gert eitthvað á móti þessum liðum,“ segir Hörður sem klæjar í puttana að fá að spreyta sig á móti mörgum af bestu leikmönnum álfunnar og heimsins. „Auðvitað er maður spenntur að spila á móti þessum gaurum sem maður hefur fylgst með alla ævi. Ég hef samt spilað við marga í þessu spænska liði og þýska þannig að ég þekki nokkra þarna,“ segir Hörður Axel Vilhjálmsson. EM 2015 í Berlín Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira
„Nú er fjörið að byrja. Það var kominn fiðringur í mann en nú er bara mikil spenna,“ segir Hörður Axel Vilhjálmsson, landsliðsmaður í körfubolta, í samtali við Fréttablaðið, en strákarnir okkar hófu æfingar fyrir Evrópumótið í Berlín í síðustu viku. Hörður hefur verið lykilmaður í landsliðinu í nokkur ár og má fastlega búast við honum í lokahópnum á Evrópumótinu í Berlín. Hópurinn var skorinn niður í vikunni og æfa þeir Emil Barja, Darri Hilmarsson og Ólafur Ólafsson ekki oftar með liðinu fram að móti.Verðum að njóta Ísland er í dauðariðlinum á sínu fyrsta stórmóti, en í Berlín mætir liðið heimamönnum frá Þýskalandi og Serbíu, Tyrklandi, Spáni og Ítalíu. Sigurlíkur Íslands eru litlar sem engar. „Ég held að þetta verði bara ævintýri. Við verðum mikið saman og þetta er líka svo skemmtilegur hópur. Það ná allir svo vel saman og því verður bara gaman að taka þátt í þessum,“ segir Hörður Axel. „Að njóta er lykilorðið í þessu. Við erum ekki að fara að vinna Spán með 20 stiga mun eða eitthvað þannig. Við þurfum bara að njóta þess að fá að vera með og sjá svo hvað gerist.“Hörður (til vinstri) veit ekki hvar hann mun spila í vetur.vísir/andri marinóÁnægður með veturinn Eftir fall með Valladolid á Spáni í fyrra sneri Hörður Axel aftur til MBC í Þýskalandi og spilaði með liðinu í efstu deild. Hann kveðst ánægður með þá ákvörðun og spilamennsku sína í vetur. „Ég var mjög sáttur eftir erfitt tímabil á Spáni þar á undan. Það var gott að koma til baka og reyna að endurræsa ferilinn. Ég gerði nákvæmlega það sem ég ætlaði að gera og geng því sáttur frá borði þaðan,“ segir Hörður Axel sem er nú samningslaus og leitar liðs. „Ég er með umboðsmann í þessu sem sér um mín mál. Ég reyni að hugsa ekkert um þetta en maður er samt alltaf að hugsa um þetta. Maður veit ekki hvar maður er að fara að spila eftir EM og lifa næsta árið. Þessi körfuboltaheimur er skrítinn.“ Eins og fleiri samningslausir í landsliðinu vill Hörður frekar semja fyrir EM til að taka ekki neina áhættu. „Það er rosalega hættulegt að semja eftir EM því þá verða flest lið búin að semja við alla sína menn. Ég vil semja fyrir Evrópumótið þannig að ég geti bara notið þess að spila,“ segir Hörður, en að bíða með að semja gæti líka haft áhrif á frammistöðu hans í Berlín. „Ef ég er líka eitthvað að bíða með þetta verður miklu meiri pressa á mér að standa mig. Maður vill bara njóta þess að spila þarna og sjá hvar maður stendur gegn þessum bestu í heimi.“Strákarnir fyrir fyrstu æfinguna.vísir/andri marinóÆfir mikið Hörður Axel er þekktur fyrir að æfa mikið og leggja ótrúlega mikið á sig. Á því er engin breyting þetta sumarið og hefur hann fengið hjálp frá margfalda Íslandsmeistaranum Gunnari Einarssyni, fyrrverandi leikmanni Keflavíkur, sem er gríðarlega fær einkaþjálfari. „Ég tók góða pásu eftir tímabilið en er búinn að vera í fjórar vikur með Gunna Einars og Haukur Helgi hefur komið með mér,“ segir Hörður Axel, en þeir æfðu í Keflavík. „Það er samt skemmtilegra að vera kominn aftur í landsliðshópinn að æfa. Nú getum við spilað aðeins í staðinn fyrir að maður sé bara einn að „drilla“ eitthvað.“Trúin skiptir sköpum Sem fyrr segir er riðillinn sem Ísland er í nánast lygilegur. Þarna eru saman komnar fimm af svona tíu bestu þjóðum Evrópu í einum og sama riðlinum. Vanmatið verður mikið, segir Hörður Axel, og því er um að gera að nýta það. „Það er ótrúlegt að öll þessi lið geti dregist saman. Ef við horfum á þetta raunsætt líta hin liðin á leikinn gegn okkur sem hvíldardag. Við verðum að notfæra okkur það og mæta tvíefldir til leiks í hverjum einasta leik og trúa að við getum gert eitthvað á móti þessum liðum,“ segir Hörður sem klæjar í puttana að fá að spreyta sig á móti mörgum af bestu leikmönnum álfunnar og heimsins. „Auðvitað er maður spenntur að spila á móti þessum gaurum sem maður hefur fylgst með alla ævi. Ég hef samt spilað við marga í þessu spænska liði og þýska þannig að ég þekki nokkra þarna,“ segir Hörður Axel Vilhjálmsson.
EM 2015 í Berlín Mest lesið Leik lokið: Noah - Víkingur 0-0 | Víkingur sótti sterkt stig til Jerevan Fótbolti Fann ástina í örmum skilnaðarlögfræðingsins Fótbolti Hundrað milljónir og leiktíð lengri en ár í húfi hjá Víkingum Fótbolti Eyddi morgninum hjá tannlækni eftir slys Handbolti Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Ásgeir Örn ósáttur: „Held að skýrsla eftirlitsmannsins sé ekki rétt“ Handbolti Fór holu í höggi yfir húsið sitt Golf Kærir föður sinn fyrir fjársvik Sport Leggja niður störf og föst laun stórmeistara Sport Sjáðu fáránlegt sjálfsmark Celtic og endurkomur PSV og Benfica Fótbolti Fleiri fréttir Botnliðið fær landsliðsmann Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Sjá meira