Uppbótartíminn: Frábær umferð fyrir FH | Myndbönd 6. ágúst 2015 01:51 Lærimeistarinn hafði betur gegn læriföðurnum. vísir/andri marinó Fjórtánda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH-ingar náðu þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar eftir sigur á Val og tap KR geng Fjölni. Blikar reimuðu á sig markaskóna á ný og rúlluðu yfir botnlið Keflavíkur. Hermann Hreiðarsson hrósaði sigri á sínum gamla heimavelli og Leiknir vann sinn fyrsta leik síðan í 5. umferð. Þá skildu Víkingur og ÍA jöfn.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:FH 2-1 ValurFjölnir 2-1 KRVíkingur 1-1 ÍALeiknir 1-0 StjarnanBreiðablik 4-0 KeflavíkÍBV 0-1 FylkirLeiknisljónin sáu loks sigur hjá sínum mönnum.vísir/valliGóð umferð fyrir ... ... Atla Viðar BjörnssonAtli kom af bekknum og skoraði sigurmarkið gegn Keflavík í síðustu umferð og var verðlaunaður með sæti í byrjunarliðinu í toppslagnum gegn Val. Og Dalvíkingurinn þakkaði traustið þegar hann kom FH yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með glæsilegu marki. Atli fékk boltann frá Jonathan Hendrickx, fíflaði miðverði Vals og kláraði færið af stakri snilld framhjá Ingvari Þór Kale. Mark númer 102 í efstu deild hjá Atla sem sýndi enn og aftur mikilvægi sitt fyrir FH.... LeiknisljóninBestu stuðningsmenn fyrri umferðarinnar að mati Pepsi-markanna fengu loks að sjá sigur hjá sínum mönnum, og það gegn Íslands- og bikarmeisturum Stjörnunnar. Leiknisljónin hafa verið frábær í sumar og hvergi gefið eftir þótt úrslitin hjá Leiknisliðinu hafi ekki alltaf verið góð.... Höskuld GunnlaugssonKristinn Jónsson var maður leiksins á Kópavogsvelli en Krulli Gull minnti einnig rækilega á sig með tveimur mörkum og góðum leik. Höskuldur virðist vera að ná fyrri styrk eftir veikindi sem drógu greinilega kraft úr honum og það eru frábærar fréttir fyrir Breiðablik í toppbaráttunni.Ásmundur Arnarsson hefur ekki byrjað vel sem þjálfari ÍBV.vísir/stefánErfið umferð fyrir ... ... markverðiÞað er ekki hægt að 14. umferðin hafi verið góð fyrir markmenn. Ingvar Þór Kale, Sindri Snær Jensson og Guðjón Orri Sigurjónsson gáfu allir mörk í leikjum sem lið þeirra töpuðu og þá hefði Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, líklega átt að gera betur í marki Víkinga. Þessi klaufamörk gætu reynst dýr þegar upp er staðið.... EyjamennEftir frábært gengi undir stjórn Inga Sigurðssonar hefur leiðin legið niður á við hjá ÍBV eftir að Ásmundur Arnarsson tók við. Liðið er búið að tapa öllum þremur leikjunum undir hans stjórn með markatölunni 1-8. Í gær kom einn dáðasti sonur ÍBV, Hermann Hreiðarsson, í heimsókn með Fylkisliðið og sneri aftur upp á fasta landið með þrjú stig í farteskinu og skildi Eyjamenn eftir í fallsæti.... Bjarna GuðjónssonGærdagurinn var ekki góður fyrir KR sem tapaði fyrir Fjölni og missti FH þremur stigum fram úr sér. Sindri Snær Jensson verður að taka stóran hluta af tapinu á sig en Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, átti heldur ekki sinn besta dag að mati Hjörvars Hafliðasonar, sérfræðings Pepsi-markanna, sem setti spurningarmerki við liðsval Bjarna í gær og tíðar breytingar hans á byrjunarliði KR.Þegar Atli Viðar skorar vinnur FH.vísir/andri marinóTölfræðin og sagan:*Hermann Hreiðarsson hefur aðeins tapað 1 af 12 leikjum á Hásteinsvelli sem þjálfari liðs í Pepsi-deildinni. *Fylkir er áfram eina liðið í Pepsi-deildinni sem hefur ekki tapað á útivelli í Pepsi-deildinni í sumar (3 sigrar og 4 jafntefli). *ÍBV hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum undir stjórn Ásmundar Arnarssonar í deild og bikar og markatalan í þeim er -7 (1-8). *FH hefur unnið alla fjóra leiki sína í Pepsi-deildinni í sumar þar sem að Atli Viðar Björnsson hefur verið á skotskónum. *Fyrsti heimasigur FH í Pepsi-deildinni síðan liðið vann Leikni 31. maí. *Sigurður Egill Lárusson hefur skorað öll þrjú mörk Valsmanna á móti FH í Pepsi-deildinni í sumar. *Fjölnisliðið hefur unnið 5 af 7 heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. *Fjölnir endaði þriggja leikja sigurgöngu KR-inga á útivelli. *Skagamenn hafa náð í stig í 7 af síðustu 8 leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. *ÍA hefur gert 1-1 jafntefli í þremur af fjórum leikjum þar sem Garðar Gunnlaugsson hefur verið á skotskónum í Pepsi-deildinni í sumar. *Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis, skoraði í öðrum leiknum í röð. *Gegn Stjörnunni skoraði Leiknir sjöunda markið eftir eða í kjölfarið af hornspyrnu í Pepsi-deildinni í sumar. *Leiknismenn voru fyrir leikinn búnir að lenda 1-0 undir í átta Pepsi-deildarleikjum í röð. *Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, hélt marki sínu hreinu í sjöunda sinn í síðustu 11 leikjum Breiðabliks í Pepsi-deildinni. *Blikar hafa skorað 14 af síðustu 16 mörkunum sem hafa verið skoruð á Kópavogsvellinum í Pepsi-deildinni í sumar. *Jonathan Glenn hefur skorað í fyrstu tveimur leikjum sínum á Kópavogsvellinum, með ÍBV í fyrra og í fyrsta heimaleiknum með Blikum í ár.Kristinn Jónsson var óstöðvandi gegn Keflavík.vísir/valliSkemmtilegar punktar úr Boltavaktinni: Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli:„(Eftir að Jóhannes Karl Guðjónsson fékk gult spjald) Langar að segja reynsluleysi en höfum það bara klaufalegt. Afar klaufalegt brot hjá Jóa.“ Tryggvi Páll Tryggvason á Leiknisvelli:„(Eftir skot Brynjars Gauta Guðjónssonar) Lætur vaða af 30 metrunum. Þið þurfið ekkert að giska hvar þetta skot endaði enda stendur það hérna til vinstri.“Henry Birgir Gunnarsson á Kópavogsvelli:„(Eftir að Bojan Stefán Ljubicic fékk gult spjald) Datt í hug að rífa kjaft við Garðar (Örn Hinriksson). Hef séð menn taka gáfulegri ákvarðanir á fótboltavellinum.“ Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Kristinn Jónsson, Breiðablik - 9 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðablik - 8 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðablik - 8 Bjarni Þór Viðarsson, FH - 8 Þórður Ingason, Fjölnir - 8 Kennie Chopart, Fjölnir - 8 Guðmundur Karl Guðmundsson, Fjölnir - 8 Bergsveinn Ólafsson, Fjölnir - 8 Halldór Kristinn Halldórsson, Leiknir - 8 Skúli Jón Friðgeirsson, KR - 3 Guðjón Orri Sigurjónsson, ÍBV - 3 Sindri Snær Magnússon, Keflavík - 3 Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík - 3 Bojan Stefán Ljubicic, Keflavík - 2 Alexander Magnússon, Keflavík - 2Umræðan #pepsi365Fátt íslenskara en að blasta í hátalarakerfinu þegar liðið skorar. Mögulega bílflaut í fjarska. #pepsi365 — Einar Már Þórisson (@einarmar_) August 5, 2015Af þessu #handshakegate að dæma í Eyjum virðist sem Ási hafi bara alls ekkert verið búinn að missa klefann í Lautinni. #pepsi365 — Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) August 5, 2015Það sem Stjörnuna vantar í ár eru rauð spjöld. Fóru alltaf í gang í fyrra eftir að verða manni færri. #pepsi365#fotboltinet — Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) August 5, 2015Farið að hitna undir Ása? Hefur einhverjum þjálfara "tekist" að vera rekinn frá 2 liðum á sama seasoni í Pepsi? #fotboltinet#pepsi365 — Styrmir Sigurðsson (@StySig) August 5, 2015Haxgrímur að ankle breaka mann og annan @grimsibergmann#pepsi365#fotboltinet#fotbolti — Jón Ágúst Eyjólfsson (@nonnigusti8) August 5, 2015Guðmundur Karl fagnaði eins og hann hefði sett þrist í smettið á KR, #fagnið#Pepsi365 — Teitur Örlygsson (@teitur11) August 5, 2015Brunabjallan farin í gang á Kópavogsvelli. #blix on fire! #fotbolti#fotboltinet#pepsi365#ThisTeamIsOnFire — Ragnheiður Lóa (@ragnheidurloa) August 5, 2015Atvik 14. umferðar Mark 14. umferðar Leikmaður 14. umferðar Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira
Fjórtánda umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu kláraðist í gær. Hverjir áttu góðan dag og hverjir áttu erfiðan dag? Hvað segir tölfræðin og hver var umræðan á Twitter? Vísir gerir hér upp umferðina á léttum nótum. FH-ingar náðu þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar eftir sigur á Val og tap KR geng Fjölni. Blikar reimuðu á sig markaskóna á ný og rúlluðu yfir botnlið Keflavíkur. Hermann Hreiðarsson hrósaði sigri á sínum gamla heimavelli og Leiknir vann sinn fyrsta leik síðan í 5. umferð. Þá skildu Víkingur og ÍA jöfn.Umfjöllun og viðtöl úr öllum sex leikjum umferðarinnar:FH 2-1 ValurFjölnir 2-1 KRVíkingur 1-1 ÍALeiknir 1-0 StjarnanBreiðablik 4-0 KeflavíkÍBV 0-1 FylkirLeiknisljónin sáu loks sigur hjá sínum mönnum.vísir/valliGóð umferð fyrir ... ... Atla Viðar BjörnssonAtli kom af bekknum og skoraði sigurmarkið gegn Keflavík í síðustu umferð og var verðlaunaður með sæti í byrjunarliðinu í toppslagnum gegn Val. Og Dalvíkingurinn þakkaði traustið þegar hann kom FH yfir á lokamínútu fyrri hálfleiks með glæsilegu marki. Atli fékk boltann frá Jonathan Hendrickx, fíflaði miðverði Vals og kláraði færið af stakri snilld framhjá Ingvari Þór Kale. Mark númer 102 í efstu deild hjá Atla sem sýndi enn og aftur mikilvægi sitt fyrir FH.... LeiknisljóninBestu stuðningsmenn fyrri umferðarinnar að mati Pepsi-markanna fengu loks að sjá sigur hjá sínum mönnum, og það gegn Íslands- og bikarmeisturum Stjörnunnar. Leiknisljónin hafa verið frábær í sumar og hvergi gefið eftir þótt úrslitin hjá Leiknisliðinu hafi ekki alltaf verið góð.... Höskuld GunnlaugssonKristinn Jónsson var maður leiksins á Kópavogsvelli en Krulli Gull minnti einnig rækilega á sig með tveimur mörkum og góðum leik. Höskuldur virðist vera að ná fyrri styrk eftir veikindi sem drógu greinilega kraft úr honum og það eru frábærar fréttir fyrir Breiðablik í toppbaráttunni.Ásmundur Arnarsson hefur ekki byrjað vel sem þjálfari ÍBV.vísir/stefánErfið umferð fyrir ... ... markverðiÞað er ekki hægt að 14. umferðin hafi verið góð fyrir markmenn. Ingvar Þór Kale, Sindri Snær Jensson og Guðjón Orri Sigurjónsson gáfu allir mörk í leikjum sem lið þeirra töpuðu og þá hefði Árni Snær Ólafsson, markvörður ÍA, líklega átt að gera betur í marki Víkinga. Þessi klaufamörk gætu reynst dýr þegar upp er staðið.... EyjamennEftir frábært gengi undir stjórn Inga Sigurðssonar hefur leiðin legið niður á við hjá ÍBV eftir að Ásmundur Arnarsson tók við. Liðið er búið að tapa öllum þremur leikjunum undir hans stjórn með markatölunni 1-8. Í gær kom einn dáðasti sonur ÍBV, Hermann Hreiðarsson, í heimsókn með Fylkisliðið og sneri aftur upp á fasta landið með þrjú stig í farteskinu og skildi Eyjamenn eftir í fallsæti.... Bjarna GuðjónssonGærdagurinn var ekki góður fyrir KR sem tapaði fyrir Fjölni og missti FH þremur stigum fram úr sér. Sindri Snær Jensson verður að taka stóran hluta af tapinu á sig en Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, átti heldur ekki sinn besta dag að mati Hjörvars Hafliðasonar, sérfræðings Pepsi-markanna, sem setti spurningarmerki við liðsval Bjarna í gær og tíðar breytingar hans á byrjunarliði KR.Þegar Atli Viðar skorar vinnur FH.vísir/andri marinóTölfræðin og sagan:*Hermann Hreiðarsson hefur aðeins tapað 1 af 12 leikjum á Hásteinsvelli sem þjálfari liðs í Pepsi-deildinni. *Fylkir er áfram eina liðið í Pepsi-deildinni sem hefur ekki tapað á útivelli í Pepsi-deildinni í sumar (3 sigrar og 4 jafntefli). *ÍBV hefur tapað þremur fyrstu leikjum sínum undir stjórn Ásmundar Arnarssonar í deild og bikar og markatalan í þeim er -7 (1-8). *FH hefur unnið alla fjóra leiki sína í Pepsi-deildinni í sumar þar sem að Atli Viðar Björnsson hefur verið á skotskónum. *Fyrsti heimasigur FH í Pepsi-deildinni síðan liðið vann Leikni 31. maí. *Sigurður Egill Lárusson hefur skorað öll þrjú mörk Valsmanna á móti FH í Pepsi-deildinni í sumar. *Fjölnisliðið hefur unnið 5 af 7 heimaleikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. *Fjölnir endaði þriggja leikja sigurgöngu KR-inga á útivelli. *Skagamenn hafa náð í stig í 7 af síðustu 8 leikjum sínum í Pepsi-deildinni í sumar. *ÍA hefur gert 1-1 jafntefli í þremur af fjórum leikjum þar sem Garðar Gunnlaugsson hefur verið á skotskónum í Pepsi-deildinni í sumar. *Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis, skoraði í öðrum leiknum í röð. *Gegn Stjörnunni skoraði Leiknir sjöunda markið eftir eða í kjölfarið af hornspyrnu í Pepsi-deildinni í sumar. *Leiknismenn voru fyrir leikinn búnir að lenda 1-0 undir í átta Pepsi-deildarleikjum í röð. *Gunnleifur Gunnleifsson, markvörður Blika, hélt marki sínu hreinu í sjöunda sinn í síðustu 11 leikjum Breiðabliks í Pepsi-deildinni. *Blikar hafa skorað 14 af síðustu 16 mörkunum sem hafa verið skoruð á Kópavogsvellinum í Pepsi-deildinni í sumar. *Jonathan Glenn hefur skorað í fyrstu tveimur leikjum sínum á Kópavogsvellinum, með ÍBV í fyrra og í fyrsta heimaleiknum með Blikum í ár.Kristinn Jónsson var óstöðvandi gegn Keflavík.vísir/valliSkemmtilegar punktar úr Boltavaktinni: Guðmundur Tómas Sigfússon á Hásteinsvelli:„(Eftir að Jóhannes Karl Guðjónsson fékk gult spjald) Langar að segja reynsluleysi en höfum það bara klaufalegt. Afar klaufalegt brot hjá Jóa.“ Tryggvi Páll Tryggvason á Leiknisvelli:„(Eftir skot Brynjars Gauta Guðjónssonar) Lætur vaða af 30 metrunum. Þið þurfið ekkert að giska hvar þetta skot endaði enda stendur það hérna til vinstri.“Henry Birgir Gunnarsson á Kópavogsvelli:„(Eftir að Bojan Stefán Ljubicic fékk gult spjald) Datt í hug að rífa kjaft við Garðar (Örn Hinriksson). Hef séð menn taka gáfulegri ákvarðanir á fótboltavellinum.“ Hæstu og lægstu einkunnir umferðarinnar: Kristinn Jónsson, Breiðablik - 9 Guðjón Pétur Lýðsson, Breiðablik - 8 Höskuldur Gunnlaugsson, Breiðablik - 8 Bjarni Þór Viðarsson, FH - 8 Þórður Ingason, Fjölnir - 8 Kennie Chopart, Fjölnir - 8 Guðmundur Karl Guðmundsson, Fjölnir - 8 Bergsveinn Ólafsson, Fjölnir - 8 Halldór Kristinn Halldórsson, Leiknir - 8 Skúli Jón Friðgeirsson, KR - 3 Guðjón Orri Sigurjónsson, ÍBV - 3 Sindri Snær Magnússon, Keflavík - 3 Sindri Kristinn Ólafsson, Keflavík - 3 Bojan Stefán Ljubicic, Keflavík - 2 Alexander Magnússon, Keflavík - 2Umræðan #pepsi365Fátt íslenskara en að blasta í hátalarakerfinu þegar liðið skorar. Mögulega bílflaut í fjarska. #pepsi365 — Einar Már Þórisson (@einarmar_) August 5, 2015Af þessu #handshakegate að dæma í Eyjum virðist sem Ási hafi bara alls ekkert verið búinn að missa klefann í Lautinni. #pepsi365 — Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) August 5, 2015Það sem Stjörnuna vantar í ár eru rauð spjöld. Fóru alltaf í gang í fyrra eftir að verða manni færri. #pepsi365#fotboltinet — Jóhann Óli Eiðsson (@jedissson) August 5, 2015Farið að hitna undir Ása? Hefur einhverjum þjálfara "tekist" að vera rekinn frá 2 liðum á sama seasoni í Pepsi? #fotboltinet#pepsi365 — Styrmir Sigurðsson (@StySig) August 5, 2015Haxgrímur að ankle breaka mann og annan @grimsibergmann#pepsi365#fotboltinet#fotbolti — Jón Ágúst Eyjólfsson (@nonnigusti8) August 5, 2015Guðmundur Karl fagnaði eins og hann hefði sett þrist í smettið á KR, #fagnið#Pepsi365 — Teitur Örlygsson (@teitur11) August 5, 2015Brunabjallan farin í gang á Kópavogsvelli. #blix on fire! #fotbolti#fotboltinet#pepsi365#ThisTeamIsOnFire — Ragnheiður Lóa (@ragnheidurloa) August 5, 2015Atvik 14. umferðar Mark 14. umferðar Leikmaður 14. umferðar
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tólf leikmenn komnir til KR Geir fer aftur í Vesturbæinn FH-ingar kynntu Birki og Braga Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Sjá meira