Lyfjahneyksli skekur frjálsíþróttaheiminn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. ágúst 2015 19:00 Enska blaðið Sunday Times og þýska sjónvarpsstöðin ARD hafa í fórum sínum gögn sem sýna fram á lyfjamisnotkun margra af fremstu frjálsíþróttamanna og -kvenna heims. Gögnunum var lekið til fjölmiðla á dögunum. Þetta er niðurstaða úr um 12.000 blóðsýnum úr 5000 íþróttamönnum. Alls eru 146 verðlaunahafar, þar af 55 Ólympíu- og heimsmeistarar í þolgreinum, sagðir vera með grunsamleg blóðsýni. Sýnin voru tekin á árunum 2001-12. Í þessum hópi eru tíu verðlaunahafar á Ólympíuleikunum í London 2012. Enginn þessara verðlaunahafa hafa verið sviptir verðlaunum sínum. Samkvæmt skýrslunni eru Rússar stórtækastir í þessum efnum en 80% verðlaunahafa þeirra eru sagðir vera með óhreint mjöl í pokahorninu. Birgir Guðjónsson, læknir og einn helsti sérfræðingur Íslands í lyfjamálum íþróttamanna, segir að þessar fréttir hafi ekki komið sér á óvart. „Nei, alls ekki. Þetta efni, EPO, kom fyrst fram 1989 og kom inn á bannlistann 1995. Það er mjög erfitt að greina þetta og það er vitað að þetta yrði notað. Lance Armstrong tókst að fela það í næstum áratug,“ sagði Birgir í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En af hverju hefur ekkert verið gert í málinu fyrr en núna? „Það er svo erfitt að greina efnið. Þetta brotnar fljótt niður í líkamanum og það hefur reynst erfitt að sanna að um inntöku efnisins hafi verið að ræða. Það hefur verið þróun í þessu í mörg ár og það er kannski vegna þess sem menn hafa farið í gömlu sýnin og séð að þau eru ekki hrein,“ sagði Birgir en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan. Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ólögleg lyfjanotkun miklu útbreiddari en talið var Gögn sem eru sögð sýna að ólögleg lyfjanotkun sé algeng meðal frjálsíþróttafólks var lekið til fjölmiðla. Niðurstöðurnar eru sagðar sláandi. 2. ágúst 2015 13:20 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira
Enska blaðið Sunday Times og þýska sjónvarpsstöðin ARD hafa í fórum sínum gögn sem sýna fram á lyfjamisnotkun margra af fremstu frjálsíþróttamanna og -kvenna heims. Gögnunum var lekið til fjölmiðla á dögunum. Þetta er niðurstaða úr um 12.000 blóðsýnum úr 5000 íþróttamönnum. Alls eru 146 verðlaunahafar, þar af 55 Ólympíu- og heimsmeistarar í þolgreinum, sagðir vera með grunsamleg blóðsýni. Sýnin voru tekin á árunum 2001-12. Í þessum hópi eru tíu verðlaunahafar á Ólympíuleikunum í London 2012. Enginn þessara verðlaunahafa hafa verið sviptir verðlaunum sínum. Samkvæmt skýrslunni eru Rússar stórtækastir í þessum efnum en 80% verðlaunahafa þeirra eru sagðir vera með óhreint mjöl í pokahorninu. Birgir Guðjónsson, læknir og einn helsti sérfræðingur Íslands í lyfjamálum íþróttamanna, segir að þessar fréttir hafi ekki komið sér á óvart. „Nei, alls ekki. Þetta efni, EPO, kom fyrst fram 1989 og kom inn á bannlistann 1995. Það er mjög erfitt að greina þetta og það er vitað að þetta yrði notað. Lance Armstrong tókst að fela það í næstum áratug,“ sagði Birgir í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2. En af hverju hefur ekkert verið gert í málinu fyrr en núna? „Það er svo erfitt að greina efnið. Þetta brotnar fljótt niður í líkamanum og það hefur reynst erfitt að sanna að um inntöku efnisins hafi verið að ræða. Það hefur verið þróun í þessu í mörg ár og það er kannski vegna þess sem menn hafa farið í gömlu sýnin og séð að þau eru ekki hrein,“ sagði Birgir en innslagið í heild sinni má sjá hér að ofan.
Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Ólögleg lyfjanotkun miklu útbreiddari en talið var Gögn sem eru sögð sýna að ólögleg lyfjanotkun sé algeng meðal frjálsíþróttafólks var lekið til fjölmiðla. Niðurstöðurnar eru sagðar sláandi. 2. ágúst 2015 13:20 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Tímabært að breyta til Handbolti Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Sjá meira
Ólögleg lyfjanotkun miklu útbreiddari en talið var Gögn sem eru sögð sýna að ólögleg lyfjanotkun sé algeng meðal frjálsíþróttafólks var lekið til fjölmiðla. Niðurstöðurnar eru sagðar sláandi. 2. ágúst 2015 13:20