Birgir Leifur lék undir pari á fyrsta hring í Kasakstan Kristinn Páll Teitsson skrifar 10. september 2015 09:00 Birgir Leifur. Mynd/GSÍ Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, hóf leik í morgun á gríðarlega sterku móti á Áskorendamótaröðinni sem fram fer í Kasakstan. Birgir Leifur, sem er sexfaldur Íslandsmeistari, fékk alls fjóra fugla á fyrsta hringnum í morgun en hann tapaði tveimur höggum á par 5 holum. Verðlaunaféð á þessu móti er mun hærra en á sambærilegum mótum á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Alls lék Birgir á 70 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari. Er hann þessa stundina í 18. sæti en besta skorið hingað til á danski kylfingurinn Joachim B. Hansen sem lauk leik á 63 höggum, alls níu höggum undir pari. Er þetta sjöunda mótið sem Birgir tekur þátt í á Áskorendamótaröðinni á þessu tímabili en hann berst um að komast ofar á stigalistanum fyrir lokamótin. Er hann eins og staðan er í 88. sæti en það þýðir að hann myndi fara inn á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina á næsta tímabili. Þeir kylfingar sem enda í efstu 70. sætunum á Áskorendamótaröðinni fá keppnisrétt á næsta ár en þeir sem lenda í sætum 71-120. fá nánast fullan keppnisrétt. Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson, kylfingur úr Golfklúbb Kópavogs og Garðabæjar, hóf leik í morgun á gríðarlega sterku móti á Áskorendamótaröðinni sem fram fer í Kasakstan. Birgir Leifur, sem er sexfaldur Íslandsmeistari, fékk alls fjóra fugla á fyrsta hringnum í morgun en hann tapaði tveimur höggum á par 5 holum. Verðlaunaféð á þessu móti er mun hærra en á sambærilegum mótum á næst sterkustu atvinnumótaröð Evrópu. Alls lék Birgir á 70 höggum í dag eða tveimur höggum undir pari. Er hann þessa stundina í 18. sæti en besta skorið hingað til á danski kylfingurinn Joachim B. Hansen sem lauk leik á 63 höggum, alls níu höggum undir pari. Er þetta sjöunda mótið sem Birgir tekur þátt í á Áskorendamótaröðinni á þessu tímabili en hann berst um að komast ofar á stigalistanum fyrir lokamótin. Er hann eins og staðan er í 88. sæti en það þýðir að hann myndi fara inn á annað stig úrtökumótsins fyrir Evrópumótaröðina á næsta tímabili. Þeir kylfingar sem enda í efstu 70. sætunum á Áskorendamótaröðinni fá keppnisrétt á næsta ár en þeir sem lenda í sætum 71-120. fá nánast fullan keppnisrétt.
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira