Vörur frá hernumdum svæðum verði merktar: Katrín segir ástæðu til að ræða viðskiptabann gegn Ísrael Bjarki Ármannsson skrifar 21. september 2015 21:30 Það skiptir máli að Ísland andmæli mannréttindabrotum Ísraela, segir Katrín Jakobsdóttir. Vísir/Daníel Sex þingmenn Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að vörur sem framleiddar eru á hernumdum svæðum í Palestínu verði upprunamerktar með viðeigandi hætti. „Þetta er til að vekja stjórnvöld og neytendur til vitundar um það að sumar vörur sem koma frá Ísrael eru ekki innan viðurkenndra landamæra þess ríkis, heldur koma þær frá ólöglegum landnemabyggðum á hernumdum svæðum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og einn flutningsmanna tillögunnar. „Þessar byggðir stríða gegn alþjóðlega viðurkenndum landamærum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna.“Frá fjölmennum mótmælum Reykvíkinga á framferði Ísraelsmanna á Gazasvæðinu í fyrra.Vísir/DaníelÁrni Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, lagði tillöguna fyrst fram fyrir fjórum árum og Katrín lagði hana aftur óbreytta fram á síðasta þingvetri. Í fyrra skilaði utanríkismálaráðuneytið umsögn um frumvarpið þar sem fallist var á öll rök fyrir því að merkja vörurnar.Mikilvægt að ræða stöðu Íslands gagnvart Ísrael Katrín segir það tilviljun að tillagan sé aftur lögð fram á sama tíma og deilt er um samþykkt Reykjavíkurborgar á viðskiptaþvingunum gagnvart Ísraelsríki. Hún segir þó mjög mikilvægt að staða Íslands gagnvart Ísrael sé rædd og að engan þurfi að undra að tillaga borgarstjórnar hafi vakið viðbrögð. „Það er mjög mikilvægt að við áttum okkur á því að við höfum lýst yfir viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu og það skiptir máli að sýnum það í verki að við andmælum þeim mannréttindabrotum sem þar eru framin,“ segir Katrín. Aðspurð hvort hún telji það skynsamlegra að gefa íslenskum neytendum kost á því að sniðganga vörur frá hernumdum svæðum frekar en að koma á viðskiptabanni eða –þvingunum, segist Katrín til í að ræða seinni kostinn. „Þetta er eitt skref,“ segir hún. „Mér finnst alveg ástæða til að ræða hitt en það þarf auðvitað að gera í alþjóðlegu samhengi líka.“ Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Sex þingmenn Vinstri grænna, Samfylkingar og Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að vörur sem framleiddar eru á hernumdum svæðum í Palestínu verði upprunamerktar með viðeigandi hætti. „Þetta er til að vekja stjórnvöld og neytendur til vitundar um það að sumar vörur sem koma frá Ísrael eru ekki innan viðurkenndra landamæra þess ríkis, heldur koma þær frá ólöglegum landnemabyggðum á hernumdum svæðum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og einn flutningsmanna tillögunnar. „Þessar byggðir stríða gegn alþjóðlega viðurkenndum landamærum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna.“Frá fjölmennum mótmælum Reykvíkinga á framferði Ísraelsmanna á Gazasvæðinu í fyrra.Vísir/DaníelÁrni Þór Sigurðsson, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna, lagði tillöguna fyrst fram fyrir fjórum árum og Katrín lagði hana aftur óbreytta fram á síðasta þingvetri. Í fyrra skilaði utanríkismálaráðuneytið umsögn um frumvarpið þar sem fallist var á öll rök fyrir því að merkja vörurnar.Mikilvægt að ræða stöðu Íslands gagnvart Ísrael Katrín segir það tilviljun að tillagan sé aftur lögð fram á sama tíma og deilt er um samþykkt Reykjavíkurborgar á viðskiptaþvingunum gagnvart Ísraelsríki. Hún segir þó mjög mikilvægt að staða Íslands gagnvart Ísrael sé rædd og að engan þurfi að undra að tillaga borgarstjórnar hafi vakið viðbrögð. „Það er mjög mikilvægt að við áttum okkur á því að við höfum lýst yfir viðurkenningu á sjálfstæði Palestínu og það skiptir máli að sýnum það í verki að við andmælum þeim mannréttindabrotum sem þar eru framin,“ segir Katrín. Aðspurð hvort hún telji það skynsamlegra að gefa íslenskum neytendum kost á því að sniðganga vörur frá hernumdum svæðum frekar en að koma á viðskiptabanni eða –þvingunum, segist Katrín til í að ræða seinni kostinn. „Þetta er eitt skref,“ segir hún. „Mér finnst alveg ástæða til að ræða hitt en það þarf auðvitað að gera í alþjóðlegu samhengi líka.“
Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira