Lögreglan fylgdist með hollenska bílnum í nokkra daga Nadine Guðrún Yaghi skrifar 6. október 2015 07:00 Tveir Hollendingar komu með bifreiðina hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn. vísir/gva Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. Fréttablaðið greindi frá því í gær að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði lagt hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bílnum. Fjórir einstaklingar sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Tveir þeirra eru Íslendingar og tveir Hollendingar. Þeir eru á þrítugs- og fertugsaldri. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru efnin sem um ræðir kókaín og amfetamín og hleypur götuverð efnanna á hundruðum milljóna. Tveir Hollendingar komu með bifreiðina hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn. Tollverðir á Seyðisfirði leituðu í bifreiðinni eftir að fíkniefnahundur tollgæslunnar sýndi bílnum athygli. Engin efni fundust þó í bílnum við leitina og hélt fólkið sína leið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði tollgæslan lögreglu þó viðvart um að grunur léki á að fíkniefni væru í bifreiðinni. Í kjölfarið vaktaði lögregla bílinn. Hollendingarnir yfirgáfu bílinn í nokkra daga og stóð hann óhreyfður á bílaplani. Einstaklingarnir fjórir voru handteknir eftir að Hollendingarnir fóru af stað á bílnum og hittu annan móttakanda efnanna. Við leit lögreglu í bílnum fundust fíkniefnin. Það má því gefa sér að efnin hafi verið vel falin þar sem efnin fundust ekki við fyrstu leit. Lögreglan vill ekki veita upplýsingar um málið að svo stöddu vegna rannsóknarhagsmuna. Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að um væri að ræða mjög stórt mál á íslenskan mælikvarða. Þetta er þriðja stóra fíkniefnamálið sem komið hefur upp á Íslandi á stuttum tíma. Tollverðir á Seyðisfirði fundu 80 kílógrömm af MDMA í húsbíl sem kom einnig með Norrænu til Seyðisfjarðar í byrjun september síðastliðins. Hollenskt par situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Bæði málin eru með stærstu fíkniefnamálum sem komið hafa upp hér á landi. Þá voru hollenskar mæðgur stöðvaðar með tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í Leifsstöð um páskana.Hólmgeir Elías Flosasonmynd/versuslögmenn„Skjólstæðingur minn lýsir yfir sakleysi sínu. Hann hefur aldrei komist í kast við lögin og veit ekkert hverjir hinir einstaklingarnir eru,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi eins þeirra grunuðu sem ekki voru á staðnum við móttöku efnanna. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Fólksbíll sem lögreglan lagði hald á síðastliðinn mánudag vegna gruns um að fíkniefni væru í honum var vaktaður af fíkniefnalögreglunni í nokkra daga þar sem hann stóð óhreyfður á bílaplani. Fréttablaðið greindi frá því í gær að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði lagt hald á tugi kílóa af sterkum fíkniefnum sem fundust í bílnum. Fjórir einstaklingar sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Tveir þeirra eru Íslendingar og tveir Hollendingar. Þeir eru á þrítugs- og fertugsaldri. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru efnin sem um ræðir kókaín og amfetamín og hleypur götuverð efnanna á hundruðum milljóna. Tveir Hollendingar komu með bifreiðina hingað til lands með Norrænu þann 22. september síðastliðinn. Tollverðir á Seyðisfirði leituðu í bifreiðinni eftir að fíkniefnahundur tollgæslunnar sýndi bílnum athygli. Engin efni fundust þó í bílnum við leitina og hélt fólkið sína leið. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gerði tollgæslan lögreglu þó viðvart um að grunur léki á að fíkniefni væru í bifreiðinni. Í kjölfarið vaktaði lögregla bílinn. Hollendingarnir yfirgáfu bílinn í nokkra daga og stóð hann óhreyfður á bílaplani. Einstaklingarnir fjórir voru handteknir eftir að Hollendingarnir fóru af stað á bílnum og hittu annan móttakanda efnanna. Við leit lögreglu í bílnum fundust fíkniefnin. Það má því gefa sér að efnin hafi verið vel falin þar sem efnin fundust ekki við fyrstu leit. Lögreglan vill ekki veita upplýsingar um málið að svo stöddu vegna rannsóknarhagsmuna. Aldís Hilmarsdóttir, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að um væri að ræða mjög stórt mál á íslenskan mælikvarða. Þetta er þriðja stóra fíkniefnamálið sem komið hefur upp á Íslandi á stuttum tíma. Tollverðir á Seyðisfirði fundu 80 kílógrömm af MDMA í húsbíl sem kom einnig með Norrænu til Seyðisfjarðar í byrjun september síðastliðins. Hollenskt par situr nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Bæði málin eru með stærstu fíkniefnamálum sem komið hafa upp hér á landi. Þá voru hollenskar mæðgur stöðvaðar með tæplega tuttugu kíló af fíkniefnum í Leifsstöð um páskana.Hólmgeir Elías Flosasonmynd/versuslögmenn„Skjólstæðingur minn lýsir yfir sakleysi sínu. Hann hefur aldrei komist í kast við lögin og veit ekkert hverjir hinir einstaklingarnir eru,“ segir Hólmgeir Elías Flosason, verjandi eins þeirra grunuðu sem ekki voru á staðnum við móttöku efnanna.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira