Brynjar: Craion ekki í sínu besta formi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. október 2015 00:00 Brynjar Þór Björnsson var langatkvæðamestur í KR-liðinu. Vísir/Valli Brynjar Þór Björnsson segir að Michael Craion hafi fengið áminningu frá Ragnari Nathanaelssyni í kvöld, er KR vann sigur á Þór, 90-80, í annarri umferð Domino's-deildar karla í kvöld. Ragnar skoraði 25 stig og tók sautján fráköst í leiknum. Hann fékk aðeins þrjár villur þrátt fyrir mikla baráttu við Craion undir körfunni á báðum endum vallarins. „Þórsarar hafa spilað vel í haust og þeir komu okkur ekki á óvart. Raggi Nat var stórkostlegur í kvöld - hann hljóp völinn fram og til baka í 35 mínútur og það sást varla á honum,“ sagði Brynjar Þór eftir leikinn í kvöld. „Það var erfitt að eiga við hann. Við réðum ekkert við hann. Ragnar var að klára vel og var óvenjulega mjúkur. Mýkri en ég hef séð hann áður,“ sagði Brynjar og brosti. Brynjar segir að leikurinn í kvöld hafi verið áminning fyrir Michael Craion sem átti í miklu basli með Ragnar. „Klárlega. Hann er ekki í sínu besta formi og það sýndi sig í dag. Hann er skrefi eða tveimur hægari en hann var í úrslitakeppninni í fyrra og það munar miklu um það.“ Brynjar segir að Þórsarar hafi farið að þreytast undir lok leiksins, þegar KR-ingar tóku völdin í leiknum. „Þeir spiluðu hátt tempó á okkur og hittu vel. En þeir urðu þreyttir og þrátt fyrir allt fannst mér þetta þokkalega spilað hjá okkur, þegar maður lítur á heildina. Þetta er klárlega skref fram á við miðað við síðasta leik.“ KR tapaði fyrir Stjörnunni í fyrstu umferð og Brynjar viðurkennir að honum hafi flogið til hugar að mögulega kæmi annað tap í kvöld. „En það var enn mikið eftir - 15 mínútur - og það er nóg til að vinna körfuboltaleik.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 90-80 | Stórleikur Ragnars ekki nóg gegn KR Ragnar Nathanaelsson fór á kostum í DHL-höllinni í kvöld en KR-ingar sýndu mátt sinn í fjórða leikhluta. 19. október 2015 21:30 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson segir að Michael Craion hafi fengið áminningu frá Ragnari Nathanaelssyni í kvöld, er KR vann sigur á Þór, 90-80, í annarri umferð Domino's-deildar karla í kvöld. Ragnar skoraði 25 stig og tók sautján fráköst í leiknum. Hann fékk aðeins þrjár villur þrátt fyrir mikla baráttu við Craion undir körfunni á báðum endum vallarins. „Þórsarar hafa spilað vel í haust og þeir komu okkur ekki á óvart. Raggi Nat var stórkostlegur í kvöld - hann hljóp völinn fram og til baka í 35 mínútur og það sást varla á honum,“ sagði Brynjar Þór eftir leikinn í kvöld. „Það var erfitt að eiga við hann. Við réðum ekkert við hann. Ragnar var að klára vel og var óvenjulega mjúkur. Mýkri en ég hef séð hann áður,“ sagði Brynjar og brosti. Brynjar segir að leikurinn í kvöld hafi verið áminning fyrir Michael Craion sem átti í miklu basli með Ragnar. „Klárlega. Hann er ekki í sínu besta formi og það sýndi sig í dag. Hann er skrefi eða tveimur hægari en hann var í úrslitakeppninni í fyrra og það munar miklu um það.“ Brynjar segir að Þórsarar hafi farið að þreytast undir lok leiksins, þegar KR-ingar tóku völdin í leiknum. „Þeir spiluðu hátt tempó á okkur og hittu vel. En þeir urðu þreyttir og þrátt fyrir allt fannst mér þetta þokkalega spilað hjá okkur, þegar maður lítur á heildina. Þetta er klárlega skref fram á við miðað við síðasta leik.“ KR tapaði fyrir Stjörnunni í fyrstu umferð og Brynjar viðurkennir að honum hafi flogið til hugar að mögulega kæmi annað tap í kvöld. „En það var enn mikið eftir - 15 mínútur - og það er nóg til að vinna körfuboltaleik.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 90-80 | Stórleikur Ragnars ekki nóg gegn KR Ragnar Nathanaelsson fór á kostum í DHL-höllinni í kvöld en KR-ingar sýndu mátt sinn í fjórða leikhluta. 19. október 2015 21:30 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Þór Þ. 90-80 | Stórleikur Ragnars ekki nóg gegn KR Ragnar Nathanaelsson fór á kostum í DHL-höllinni í kvöld en KR-ingar sýndu mátt sinn í fjórða leikhluta. 19. október 2015 21:30