Umfjöllun og viðtöl: FSu - ÍR 81-91 | ÍR vann þrátt fyrir meiðsli Mitchell Bjarmi Skarphéðinsson skrifar 18. október 2015 23:00 Vísir/Vilhelm ÍR sótti góðan sigur á Selfoss þegar þeir unnu FSu í 2. umferð Domino's-deildar karla í kvöld. FSu byrjaði leikinn betur en gestirnir vöknuðu til lífsins og komu sér þægilega inn í leikinn áður en flautað var til hálfleiks. Jontahan Mitchell var sterkur í liði gestana og nýtti sér vel veikleika FSu inn í teignum góða. Mikið var flautað í Iðu í kvöld og leikurinn komst ekki í mikið flæði og staðan í hálfleik 36-37 fyrir ÍR. Seinni hálfleikur fór vel af stað fyrir gestina og náðu þeir fljótlega að koma sér 7 stigum yfir. FSu kom sterkt til baka og jafnaði leikinn og var það að miklu leyti Chris Caird að þakka sem var áberandi í þriðja leikhluta. FSu leiddu leikinn fyrir lokahlutann, 65-63. Jafnt var framan af 4.leikhluta en ÍR var þó skrefinu á undan. Jonathan Mitchell fór meiddur af velli þegar um 5 mínútur voru eftir af leiknum en það virtist þétta raðir ÍR-inga sem siglu heim góðum sigri 81-91 undir styrkri stjórn frá Sveinbirni Claasen sem var frábær í seinni hálfleik.Olsen: Spiluðum ekki sem lið „Við spiluðum ekki sem lið í kvöld og það vantaði hjartað í þetta hjá okkur,“ sagði vonsvikinn Erik Olson, þjálfari FSu, eftir tap hans manna fyrir ÍR í Iðu í kvöld. FSu virtist aldrei komast almennilega í gang í leiknum og voru stirðir í sóknarleik sínum. Þá fór vörn liðsins að leka illa í fjórða leikhluta. „Við byrjðum á því að spila góða vörn og náðum að halda aftur af þeim. En þegar það lá mest við að stöðva þá virtumst við algjörlega missa ákafann í varnarleik okkar.“ Nýliðar FSu hafa nú tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu en Olson hefur ekki áhyggjur af því. „Við vissum að við þyrftum að læra á hverja aðra og nýjar aðstæður. Við erum þó vonsviknir þar sem að okkur fannst að við áttum góðan möguleika á að vinna báða þessa leiki.“FSu-ÍR 81-91 (15-18, 21-19, 29-26, 16-28)FSu: Cristopher Caird 24/7 fráköst, Christopher Anderson 20/9 fráköst, Maciej Klimaszewski 10/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 10/5 stoðsendingar, Ari Gylfason 8/6 stoðsendingar, Birkir Víðisson 4, Gunnar Ingi Harðarson 3/7 fráköst, Arnþór Tryggvason 2.ÍR: Jonathan Mitchell 23/13 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 20, Sveinbjörn Claessen 17/5 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 14, Kristján Pétur Andrésson 7/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5/6 fráköst, Daði Berg Grétarsson 3, Trausti Eiríksson 2.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
ÍR sótti góðan sigur á Selfoss þegar þeir unnu FSu í 2. umferð Domino's-deildar karla í kvöld. FSu byrjaði leikinn betur en gestirnir vöknuðu til lífsins og komu sér þægilega inn í leikinn áður en flautað var til hálfleiks. Jontahan Mitchell var sterkur í liði gestana og nýtti sér vel veikleika FSu inn í teignum góða. Mikið var flautað í Iðu í kvöld og leikurinn komst ekki í mikið flæði og staðan í hálfleik 36-37 fyrir ÍR. Seinni hálfleikur fór vel af stað fyrir gestina og náðu þeir fljótlega að koma sér 7 stigum yfir. FSu kom sterkt til baka og jafnaði leikinn og var það að miklu leyti Chris Caird að þakka sem var áberandi í þriðja leikhluta. FSu leiddu leikinn fyrir lokahlutann, 65-63. Jafnt var framan af 4.leikhluta en ÍR var þó skrefinu á undan. Jonathan Mitchell fór meiddur af velli þegar um 5 mínútur voru eftir af leiknum en það virtist þétta raðir ÍR-inga sem siglu heim góðum sigri 81-91 undir styrkri stjórn frá Sveinbirni Claasen sem var frábær í seinni hálfleik.Olsen: Spiluðum ekki sem lið „Við spiluðum ekki sem lið í kvöld og það vantaði hjartað í þetta hjá okkur,“ sagði vonsvikinn Erik Olson, þjálfari FSu, eftir tap hans manna fyrir ÍR í Iðu í kvöld. FSu virtist aldrei komast almennilega í gang í leiknum og voru stirðir í sóknarleik sínum. Þá fór vörn liðsins að leka illa í fjórða leikhluta. „Við byrjðum á því að spila góða vörn og náðum að halda aftur af þeim. En þegar það lá mest við að stöðva þá virtumst við algjörlega missa ákafann í varnarleik okkar.“ Nýliðar FSu hafa nú tapað fyrstu tveimur leikjum sínum á tímabilinu en Olson hefur ekki áhyggjur af því. „Við vissum að við þyrftum að læra á hverja aðra og nýjar aðstæður. Við erum þó vonsviknir þar sem að okkur fannst að við áttum góðan möguleika á að vinna báða þessa leiki.“FSu-ÍR 81-91 (15-18, 21-19, 29-26, 16-28)FSu: Cristopher Caird 24/7 fráköst, Christopher Anderson 20/9 fráköst, Maciej Klimaszewski 10/4 fráköst, Hlynur Hreinsson 10/5 stoðsendingar, Ari Gylfason 8/6 stoðsendingar, Birkir Víðisson 4, Gunnar Ingi Harðarson 3/7 fráköst, Arnþór Tryggvason 2.ÍR: Jonathan Mitchell 23/13 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 20, Sveinbjörn Claessen 17/5 stoðsendingar, Vilhjálmur Theodór Jónsson 14, Kristján Pétur Andrésson 7/4 fráköst, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5/6 fráköst, Daði Berg Grétarsson 3, Trausti Eiríksson 2.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira