Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Snæfell 86-60 | Auðvelt hjá Haukum Ingvi Þór Sæmundsson í Schenker-höllinni skrifar 15. október 2015 20:45 Haukur Óskarsson, leikmaður Hauka. vísir/vilhelm Haukar byrjuðu tímabilið í Domino's deild karla vel þegar þeir rúlluðu yfir slakt lið Snæfells á heimavelli í 1. umferðinni í kvöld. Lokatölur 86-60, Haukum í vil. Leikurinn var jafn framan en um miðjan 2. leikhluta fóru Haukar á flug og breyttu stöðunni úr 28-27 í 47-30 sem voru hálfleikstölur. Eftir þennan góða kafla Hauka var aldrei spurning hver úrslit leiksins yrðu en á endanum munaði 26 stigum á liðunum. Fyrsti leikhlutinn í kvöld var jafn en Haukar leiddu með þremur stigum að honum loknum, 21-18, eftir fimm stig í röð frá Kára Jónssyni. Snæfell hélt í við heimamenn framan af 2. leikhluta en um miðbik hans fór allt til fjandans hjá gestunum. Sóknarleikurinn var afar stirður, Emil Barja slökkti í Sherrod Wright og Austin Magnus Bracey gat ekki keypt sér körfu. Þá gerðu Hólmarar sér erfitt fyrir með töpuðum boltum en Haukar skoruðu 14 stig eftir tapaða bolta hjá Snæfelli í fyrri hálfleik. Haukar fóru sem áður sagði á mikið flug um miðjan 2. leikhluta, skoruðu 11 stig í röð og breyttu þá stöðunni úr 28-27 í 39-27. Snæfell skoraði aðeins þrjú stig á síðustu fjórum mínútum fyrri hálfleiks en Haukar leiddu með 17 stigum að honum loknum, 47-30. Finnur Atli Magnússon var mjög öflugur á þessum kafla og þá var Stephen Madison drjúgur. Kári átti líka frábæran fyrri hálfleik, með 12 stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar. Haukar gáfu hvergi eftir í upphafi seinni hálfleiks og héldu áfram þar sem frá var horfið í þeim fyrri. Heimamenn spiluðu á köflum afar góðan sóknarleik þar sem boltinn gekk vel á milli manna. Alls gáfu heimamenn 29 stoðsendingar í kvöld, á móti 14 hjá gestunum. Þegar 3. leikhluti var allur var munurinn kominn upp í 25 stig, 66-41, og sigur Hauka svo gott sem í höfn. Fjórði og síðasti leikhlutinn var nánast formsatriði og svo fór að Hafnfirðingar unnu 26 stiga sigur, 86-60. Madison var stigahæstur hjá Haukum með 24 stig en Finnur kom næstur með 18 stig en hann hitti úr átta af 11 skotum sínum í leiknum. Kári gældi svo við þrennuna með 14 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Wright skoraði mest fyrir Snæfell, eða 17 stig. Sigurður Þorvaldsson kom næstur með 15 stig og átta fráköst og þá skilaði Stefán Karel Torfason 12 stigum og níu fráköstum. Bracey náði sér engan veginn á strik og skoraði einungis eitt stig og klúðraði öllum átta skotum sínum utan af velli í kvöld.Haukar-Snæfell 86-60 (21-18, 26-12, 19-11, 20-19)Haukar: Stephen Michael Madison 24/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 18, Kári Jónsson 14/11 fráköst/8 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 11/4 fráköst, Kristinn Marinósson 7/6 fráköst, Emil Barja 5/4 fráköst/7 stoðsendingar, Guðni Heiðar Valentínusson 4, Kristinn Jónasson 3/5 fráköst.Snæfell: Sherrod Nigel Wright 17/5 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 15/8 fráköst, Stefán Karel Torfason 12/9 fráköst, Þorbergur Helgi Sæþórsson 5, Viktor Marínó Alexandersson 5, Jóhann Kristófer Sævarsson 5, Austin Magnus Bracey 1.Ívar: Fannst þeir fljótir að gefast upp Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var að vonum ánægður með 26 stiga sigur sinna manna, 86-60, á Snæfelli í kvöld. Hann sagði þó að Haukar eigi mikið inni. "Við vorum mjög slakir í 1. leikhluta, varnarleikurinn var ekki nógu góður og við hleyptum þeim alltof mikið inn í miðjuna," sagði Ívar. "En við löguðum það í 2. leikhluta, fengum hraðaupphlaup og gerðum út um leikinn," sagði Ívar. Honum fannst Snæfellsliðið gefast full snemma upp í kvöld en leikurinn var í járnum fram í miðjan 2. leikhluta. "Við spiluðum góða vörn og Emil (Barja) stoppaði Kanann hjá þeim og þeir höfðu eiginlega ekkert annað. Við fengum auðveld hraðaupphlaup þar sem þeir voru seinir til baka. Við náðum 11-0 kafla og eftir það gáfust þeir upp, fannst mér." Þrátt fyrir öruggan sigur segir Ívar að Haukar hafi ekki spilað sinn besta leik í kvöld. "Við eigum mikið inni, þetta var ekkert frábær leikur hjá okkur í kvöld. Mér fannst þeir svolítið fljótir að gefast upp og við þurftum engan stórleik til að landa þessum sigri," sagði Ívar að lokum.Ingi: Lykilmennirnir þurfa að skila meiru Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sagði að slæmur kafli um miðbik 2. leikhluta hafi farið illa með hans menn í 26 stiga tapi, 86-60, fyrir Haukum í kvöld. "Við fengum á okkur auðveld stig, einhver 10 stig á mjög stuttum tíma eftir að hafa verið að spila ágætlega fram að því," sagði Ingi eftir leikinn. "Við fórum að slútta illa og gefa þeim alltof auðveldar körfur og misstum þá of langt fram úr okkur. Þá dvínaði trúin sem við höfðum á verkefninu," bætti Ingi við. Honum fannst Hólmarar ekki gefast of snemma upp. "Nei, nei. Haukarnir eru með hörkugott lið og það áttu margir góðan dag hjá þeim. Að sama skapi áttu alltof margir slæman dag í okkar liði. Ég er reyndar ánægður með strákana sem komu inn af bekknum, og það er það sem við þurfum, en lykilmennirnir þurfa að vera í lagi." Austin Magnus Bracey og Óli Ragnar Alexandersson, tveir fimmtu af byrjunarliði Snæfells, skiluðu aðeins einu stigi samtals í kvöld sem er auðvitað með allra minnsta móti. "Óli er ekkert mikill skorari, hann er náttúrulega leikstjórnandi liðsins og stýrði sóknarleiknum ágætlega og spilaði fína vörn. "En Austin gengur ekki alveg heill til skógar og við erum að reyna að keyra hann í gang," sagði Ingi sem hefur fulla trú á sínu liði, þrátt fyrir tap í fyrsta leik og spár um slæmt gengi. "Þetta er rétt að byrja, þetta er fyrsti pakkinn á jólunum. Þetta er bara eitt tap og miðað við flestar spár er þetta ekki síðasta tapið. En við höfum trú á þessu," sagði Ingi að lokum.Kári: Hefði verið gaman að ná þrennunni Hinn 18 ára gamli Kári Jónsson átti flottan leik þegar Haukar báru sigurorð af Snæfelli í kvöld, 86-60. Kári skoraði 14 stig, þar af 12 í fyrri hálfleik, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar í liði Hauka sem lagði grunninn að sigrinum með frábærum endi á fyrri hálfleiknum. "Við þjöppuðum okkur saman í vörninni og fórum að gera þetta saman á þessum kafla," sagði Kári eftir leik. "Þá fengum við fullt af auðveldum körfum, það kom stemmning í liðið og við náðum sem betur fer að bæta við forskotið í seinni hálfleik, en misstum það ekki niður." Kári kvaðst ánægður með frammistöðu Hauka í kvöld. "Já, mjög svo. Það er lítið hægt að kvarta yfir 26 stiga sigri í fyrsta leik," sagði Kári sem segir að hann hafi ekkert verið svekktur að fá ekki að klára leikinn til að ná þrennunni svokölluðu, en hann vantaði aðeins tvær stoðsendingar til að fullkomna hana. "Nei, nei, ekkert ósáttur. Ef ég þarf ekki að spila lengur fer ég bara á bekkinn. Það skiptir í raun engu hvaða tölum ég er að skila svo lengi sem við vinnum leikinn," sagði Kári hógvær. Hann neitaði því þó ekki að það hefði verið gaman að ná þrennunni. "Það hefði verið gaman að ná þeirri fyrstu en það kemur vonandi bara seinna," sagði Kári léttur að lokum.Baldur: Ætli ég haldi ekki áfram meðan skrokkurinn leyfir það Baldur Þorleifsson, leikmaður Snæfells, spilaði í rúmar sjö mínútur þegar Hólmarar lágu, 86-60, fyrir Haukum í kvöld. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að Baldur er fæddur 1966 og þar með 49 ára gamall. "Ég held ég hafi spilað síðast fyrir fjórum árum, einhverja 6-8 leiki," sagði Baldur eftir leikinn í kvöld. Aðspurður hvort þetta væri neyðarráðstöfun eða hann væri kominn til að vera í leikmannahópi Snæfells hafði hann þetta að segja: "Í byrjun átti ég bara að fylla upp í æfingahóp meðan við biðum eftir tveimur leikmönnum en ætli ég haldi ekki áfram meðan skrokkurinn leyfir það." Baldur virkar í fínu formi og það var ekki að sjá að árin 49 þvældust mikið fyrir honum þegar hann henti sér á eftir boltanum í eitt skiptið í kvöld. Hann viðurkennir þó að leikæfingin sé ekki mikil. "Ég hef alltaf haldið mér við þannig að þetta verður kannski auðveldara fyrir vikið. "Touchið" og svona, það vantar, en það kemur eftir því sem maður æfir meira," sagði Baldur að lokum.Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Haukar byrjuðu tímabilið í Domino's deild karla vel þegar þeir rúlluðu yfir slakt lið Snæfells á heimavelli í 1. umferðinni í kvöld. Lokatölur 86-60, Haukum í vil. Leikurinn var jafn framan en um miðjan 2. leikhluta fóru Haukar á flug og breyttu stöðunni úr 28-27 í 47-30 sem voru hálfleikstölur. Eftir þennan góða kafla Hauka var aldrei spurning hver úrslit leiksins yrðu en á endanum munaði 26 stigum á liðunum. Fyrsti leikhlutinn í kvöld var jafn en Haukar leiddu með þremur stigum að honum loknum, 21-18, eftir fimm stig í röð frá Kára Jónssyni. Snæfell hélt í við heimamenn framan af 2. leikhluta en um miðbik hans fór allt til fjandans hjá gestunum. Sóknarleikurinn var afar stirður, Emil Barja slökkti í Sherrod Wright og Austin Magnus Bracey gat ekki keypt sér körfu. Þá gerðu Hólmarar sér erfitt fyrir með töpuðum boltum en Haukar skoruðu 14 stig eftir tapaða bolta hjá Snæfelli í fyrri hálfleik. Haukar fóru sem áður sagði á mikið flug um miðjan 2. leikhluta, skoruðu 11 stig í röð og breyttu þá stöðunni úr 28-27 í 39-27. Snæfell skoraði aðeins þrjú stig á síðustu fjórum mínútum fyrri hálfleiks en Haukar leiddu með 17 stigum að honum loknum, 47-30. Finnur Atli Magnússon var mjög öflugur á þessum kafla og þá var Stephen Madison drjúgur. Kári átti líka frábæran fyrri hálfleik, með 12 stig, fimm fráköst og sex stoðsendingar. Haukar gáfu hvergi eftir í upphafi seinni hálfleiks og héldu áfram þar sem frá var horfið í þeim fyrri. Heimamenn spiluðu á köflum afar góðan sóknarleik þar sem boltinn gekk vel á milli manna. Alls gáfu heimamenn 29 stoðsendingar í kvöld, á móti 14 hjá gestunum. Þegar 3. leikhluti var allur var munurinn kominn upp í 25 stig, 66-41, og sigur Hauka svo gott sem í höfn. Fjórði og síðasti leikhlutinn var nánast formsatriði og svo fór að Hafnfirðingar unnu 26 stiga sigur, 86-60. Madison var stigahæstur hjá Haukum með 24 stig en Finnur kom næstur með 18 stig en hann hitti úr átta af 11 skotum sínum í leiknum. Kári gældi svo við þrennuna með 14 stig, 11 fráköst og átta stoðsendingar. Wright skoraði mest fyrir Snæfell, eða 17 stig. Sigurður Þorvaldsson kom næstur með 15 stig og átta fráköst og þá skilaði Stefán Karel Torfason 12 stigum og níu fráköstum. Bracey náði sér engan veginn á strik og skoraði einungis eitt stig og klúðraði öllum átta skotum sínum utan af velli í kvöld.Haukar-Snæfell 86-60 (21-18, 26-12, 19-11, 20-19)Haukar: Stephen Michael Madison 24/4 fráköst, Finnur Atli Magnússon 18, Kári Jónsson 14/11 fráköst/8 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 11/4 fráköst, Kristinn Marinósson 7/6 fráköst, Emil Barja 5/4 fráköst/7 stoðsendingar, Guðni Heiðar Valentínusson 4, Kristinn Jónasson 3/5 fráköst.Snæfell: Sherrod Nigel Wright 17/5 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 15/8 fráköst, Stefán Karel Torfason 12/9 fráköst, Þorbergur Helgi Sæþórsson 5, Viktor Marínó Alexandersson 5, Jóhann Kristófer Sævarsson 5, Austin Magnus Bracey 1.Ívar: Fannst þeir fljótir að gefast upp Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, var að vonum ánægður með 26 stiga sigur sinna manna, 86-60, á Snæfelli í kvöld. Hann sagði þó að Haukar eigi mikið inni. "Við vorum mjög slakir í 1. leikhluta, varnarleikurinn var ekki nógu góður og við hleyptum þeim alltof mikið inn í miðjuna," sagði Ívar. "En við löguðum það í 2. leikhluta, fengum hraðaupphlaup og gerðum út um leikinn," sagði Ívar. Honum fannst Snæfellsliðið gefast full snemma upp í kvöld en leikurinn var í járnum fram í miðjan 2. leikhluta. "Við spiluðum góða vörn og Emil (Barja) stoppaði Kanann hjá þeim og þeir höfðu eiginlega ekkert annað. Við fengum auðveld hraðaupphlaup þar sem þeir voru seinir til baka. Við náðum 11-0 kafla og eftir það gáfust þeir upp, fannst mér." Þrátt fyrir öruggan sigur segir Ívar að Haukar hafi ekki spilað sinn besta leik í kvöld. "Við eigum mikið inni, þetta var ekkert frábær leikur hjá okkur í kvöld. Mér fannst þeir svolítið fljótir að gefast upp og við þurftum engan stórleik til að landa þessum sigri," sagði Ívar að lokum.Ingi: Lykilmennirnir þurfa að skila meiru Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, sagði að slæmur kafli um miðbik 2. leikhluta hafi farið illa með hans menn í 26 stiga tapi, 86-60, fyrir Haukum í kvöld. "Við fengum á okkur auðveld stig, einhver 10 stig á mjög stuttum tíma eftir að hafa verið að spila ágætlega fram að því," sagði Ingi eftir leikinn. "Við fórum að slútta illa og gefa þeim alltof auðveldar körfur og misstum þá of langt fram úr okkur. Þá dvínaði trúin sem við höfðum á verkefninu," bætti Ingi við. Honum fannst Hólmarar ekki gefast of snemma upp. "Nei, nei. Haukarnir eru með hörkugott lið og það áttu margir góðan dag hjá þeim. Að sama skapi áttu alltof margir slæman dag í okkar liði. Ég er reyndar ánægður með strákana sem komu inn af bekknum, og það er það sem við þurfum, en lykilmennirnir þurfa að vera í lagi." Austin Magnus Bracey og Óli Ragnar Alexandersson, tveir fimmtu af byrjunarliði Snæfells, skiluðu aðeins einu stigi samtals í kvöld sem er auðvitað með allra minnsta móti. "Óli er ekkert mikill skorari, hann er náttúrulega leikstjórnandi liðsins og stýrði sóknarleiknum ágætlega og spilaði fína vörn. "En Austin gengur ekki alveg heill til skógar og við erum að reyna að keyra hann í gang," sagði Ingi sem hefur fulla trú á sínu liði, þrátt fyrir tap í fyrsta leik og spár um slæmt gengi. "Þetta er rétt að byrja, þetta er fyrsti pakkinn á jólunum. Þetta er bara eitt tap og miðað við flestar spár er þetta ekki síðasta tapið. En við höfum trú á þessu," sagði Ingi að lokum.Kári: Hefði verið gaman að ná þrennunni Hinn 18 ára gamli Kári Jónsson átti flottan leik þegar Haukar báru sigurorð af Snæfelli í kvöld, 86-60. Kári skoraði 14 stig, þar af 12 í fyrri hálfleik, tók 11 fráköst og gaf átta stoðsendingar í liði Hauka sem lagði grunninn að sigrinum með frábærum endi á fyrri hálfleiknum. "Við þjöppuðum okkur saman í vörninni og fórum að gera þetta saman á þessum kafla," sagði Kári eftir leik. "Þá fengum við fullt af auðveldum körfum, það kom stemmning í liðið og við náðum sem betur fer að bæta við forskotið í seinni hálfleik, en misstum það ekki niður." Kári kvaðst ánægður með frammistöðu Hauka í kvöld. "Já, mjög svo. Það er lítið hægt að kvarta yfir 26 stiga sigri í fyrsta leik," sagði Kári sem segir að hann hafi ekkert verið svekktur að fá ekki að klára leikinn til að ná þrennunni svokölluðu, en hann vantaði aðeins tvær stoðsendingar til að fullkomna hana. "Nei, nei, ekkert ósáttur. Ef ég þarf ekki að spila lengur fer ég bara á bekkinn. Það skiptir í raun engu hvaða tölum ég er að skila svo lengi sem við vinnum leikinn," sagði Kári hógvær. Hann neitaði því þó ekki að það hefði verið gaman að ná þrennunni. "Það hefði verið gaman að ná þeirri fyrstu en það kemur vonandi bara seinna," sagði Kári léttur að lokum.Baldur: Ætli ég haldi ekki áfram meðan skrokkurinn leyfir það Baldur Þorleifsson, leikmaður Snæfells, spilaði í rúmar sjö mínútur þegar Hólmarar lágu, 86-60, fyrir Haukum í kvöld. Það er kannski ekki í frásögur færandi nema fyrir þá staðreynd að Baldur er fæddur 1966 og þar með 49 ára gamall. "Ég held ég hafi spilað síðast fyrir fjórum árum, einhverja 6-8 leiki," sagði Baldur eftir leikinn í kvöld. Aðspurður hvort þetta væri neyðarráðstöfun eða hann væri kominn til að vera í leikmannahópi Snæfells hafði hann þetta að segja: "Í byrjun átti ég bara að fylla upp í æfingahóp meðan við biðum eftir tveimur leikmönnum en ætli ég haldi ekki áfram meðan skrokkurinn leyfir það." Baldur virkar í fínu formi og það var ekki að sjá að árin 49 þvældust mikið fyrir honum þegar hann henti sér á eftir boltanum í eitt skiptið í kvöld. Hann viðurkennir þó að leikæfingin sé ekki mikil. "Ég hef alltaf haldið mér við þannig að þetta verður kannski auðveldara fyrir vikið. "Touchið" og svona, það vantar, en það kemur eftir því sem maður æfir meira," sagði Baldur að lokum.Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira