Stefnan er sett á gullið Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. október 2015 06:00 Helgi Sveinsson og Arnar Helgi á blaðamannafundinum í gær. vísir/stefán HM fatlaðra fer fram í Doha í Katar dagana 21.-31. október og Ísland sendir tvo þátttakendur á mótið. Þeir eru spjótkastarinn Helgi Sveinsson og Arnar Helgi Lárusson sem keppir í hjólastólaspretti. Hinn 36 ára gamli Helgi ætlar sér stóra hluti sem fyrr en hann er ríkjandi heims- og Evrópumeistari í flokki F42. Í Doha verður í fyrsta skipti keppt í sameiginlegum flokki F42, 43 og 44. „Ég verð kominn út ellefu dögum fyrir keppni og fæ tíma til þess að venjast hitanum sem betur fer,“ segir Helgi. „Markmiðin mín hafa alltaf verið fyrsta sætið og ég hef aldrei farið leynt með það. Stefnan er sett á gull og ekkert annað.“ Helgi tvíbætti heimsmetið í upphafi sumars og er sífellt að bæta sig. Hvað getur hann kastað langt? „Ég er búinn að æfa mjög vel upp á síðkastið. Spjótkast er aftur á móti furðuleg íþrótt. Það er hægt að vera í mjög góðri þjálfun en kasta illa. Þetta snýst um að hitta inn á rétta kastið. Ég tel mig eiga það kast inni alveg klárlega. Bætingin er þarna einhvers staðar ef ég næ að tengja alla hlutina hjá mér.“vísir/stefánEr Helgi bætti heimsmetið í maí kastaði hann yfir 54 metra en um mánuði síðar var hann búinn að kasta 57,36 metra sem er núverandi heimsmet. Hann á sér draum um að kasta ákveðna vegalengd. „Markmið mitt hefur alltaf verið að kasta yfir 60 metra. Ég hef verið lygilega nálægt því á æfingum. Ég hef verið að kasta alveg á 60 metra línuna þannig að ég veit vel að ég get það. Þetta er þarna og ég verð að hitta á það.“ Áfram verður keppt í þessum sameiginlega flokki á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó næsta sumar. „Samkeppnin er núna mun harðari en hún hefur nokkurn tíma verið með þessari sameiningu. Þessir strákar í hinum flokkunum eru minna fatlaðir en ég og aflimaðir fyrir neðan hné. Þeir eru að kasta miklu lengra en þeir sem eru í mínum flokki og ég verð því bara að æfa meira og vinna þá,“ segir Helgi. „Þetta er allt annar leikur og þetta er skemmtileg áskorun.“ Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Arnar Helgi: Best að smíða stólinn sjálfur Arnar Helgi Lárusson ætlar að klífa upp heimslistann þegar hann keppir í hjólastólakappakstri á HM fatlaðra í Doha. 15. október 2015 22:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sjá meira
HM fatlaðra fer fram í Doha í Katar dagana 21.-31. október og Ísland sendir tvo þátttakendur á mótið. Þeir eru spjótkastarinn Helgi Sveinsson og Arnar Helgi Lárusson sem keppir í hjólastólaspretti. Hinn 36 ára gamli Helgi ætlar sér stóra hluti sem fyrr en hann er ríkjandi heims- og Evrópumeistari í flokki F42. Í Doha verður í fyrsta skipti keppt í sameiginlegum flokki F42, 43 og 44. „Ég verð kominn út ellefu dögum fyrir keppni og fæ tíma til þess að venjast hitanum sem betur fer,“ segir Helgi. „Markmiðin mín hafa alltaf verið fyrsta sætið og ég hef aldrei farið leynt með það. Stefnan er sett á gull og ekkert annað.“ Helgi tvíbætti heimsmetið í upphafi sumars og er sífellt að bæta sig. Hvað getur hann kastað langt? „Ég er búinn að æfa mjög vel upp á síðkastið. Spjótkast er aftur á móti furðuleg íþrótt. Það er hægt að vera í mjög góðri þjálfun en kasta illa. Þetta snýst um að hitta inn á rétta kastið. Ég tel mig eiga það kast inni alveg klárlega. Bætingin er þarna einhvers staðar ef ég næ að tengja alla hlutina hjá mér.“vísir/stefánEr Helgi bætti heimsmetið í maí kastaði hann yfir 54 metra en um mánuði síðar var hann búinn að kasta 57,36 metra sem er núverandi heimsmet. Hann á sér draum um að kasta ákveðna vegalengd. „Markmið mitt hefur alltaf verið að kasta yfir 60 metra. Ég hef verið lygilega nálægt því á æfingum. Ég hef verið að kasta alveg á 60 metra línuna þannig að ég veit vel að ég get það. Þetta er þarna og ég verð að hitta á það.“ Áfram verður keppt í þessum sameiginlega flokki á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó næsta sumar. „Samkeppnin er núna mun harðari en hún hefur nokkurn tíma verið með þessari sameiningu. Þessir strákar í hinum flokkunum eru minna fatlaðir en ég og aflimaðir fyrir neðan hné. Þeir eru að kasta miklu lengra en þeir sem eru í mínum flokki og ég verð því bara að æfa meira og vinna þá,“ segir Helgi. „Þetta er allt annar leikur og þetta er skemmtileg áskorun.“
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2016 í Ríó Tengdar fréttir Arnar Helgi: Best að smíða stólinn sjálfur Arnar Helgi Lárusson ætlar að klífa upp heimslistann þegar hann keppir í hjólastólakappakstri á HM fatlaðra í Doha. 15. október 2015 22:30 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Sjá meira
Arnar Helgi: Best að smíða stólinn sjálfur Arnar Helgi Lárusson ætlar að klífa upp heimslistann þegar hann keppir í hjólastólakappakstri á HM fatlaðra í Doha. 15. október 2015 22:30