Umfjöllun, viðtöl og myndir: Víkingur - ÍBV 22-26| Góður útisigur Eyjamanna í meiðslahrjáðri viðureign Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 12. október 2015 19:45 Kári Kristján Kristjánsson skorar fyrir ÍBV í Víkinni í kvöld. vísir/pjetur Eyjamenn unnu góðan útisigur á Víkingum í kvöld, 26-22. Leikurinn var mjög jafn framan af en Eyjamenn sigldu sigrinum heim í lok leiksins. Víglundur Jarl Þórsson var markahæstur Víkings með fimm mörk en Einar Sverrisson skoraði sex fyrir ÍBV í leik þar sem fjórir leikmenn urðu fyrir meiðslum.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Víkinni í kvöld og tók myndirnar sem fylgja þessari umfjöllun. Eyjamenn gerðu fyrir leik athugasemdir við ástand gólfsins í Víkinni og töldu það of sleipt. Arnar Pétursson þjálfari ÍBV lét heyra duglega í sér eftir eina mínútu þegar Stephen Nielsen, markmaður þeirra, fór út af velli er hann rann í markinu. Örfáum mínútum síðar meiddist svo helsti markaskorari Víkinga, Jóhann Reynir Gunnlaugsson. Skömmu eftir það meiddist svo enn einn leikmaðurinn þegar að Andri Heimir Friðriksson sneri sig á ökkla. Þetta hafði sín áhrif á leikinn enda voru Víkingar án síns besta manns og Eyjamenn virtust vera hálfragir við að fara á fullum krafti í allar sóknir vegna hræðslu við að meiðast enda tveir mikilvægir Evrópuleikir framundan. Leikurinn var jafn lengst af og lítið sem skyldi liðin að. Einar Sverrison hjá ÍBV og Víglundur Jarl Þórsson drógu vagninn fyrir liðin sín. Það var ekki fyrr en á síðasta korterinu sem reynsla Eyjamanna skein í gegn og með leikmenn eins og Kára Kristján Kristjánsson og Magnús Sverrison sigldu þeir sigrinum heim örugglega á lokametrunum. Víkingum skorti ef til vill örlítið meiri breidd enda gat Arnar Pétursson leyft sér að skipta grimmt um leikmenn hjá ÍBV á meðan Ágúst þurfti að keyra á sömu Víkingunum, það munaði klárlega um Jóhann Reyni Gunnlaugsson hjá Víkingum enda voru Víkingar klaufar á lokametrunum að nýta færin sín ekki betur. Eyjamenn unnu því góðan sigur á útivelli og eru með gott nesti í farteskinu fyrir Evrópuleikina sem framundan eru. Nýliðunum í Víkingum bíður þó erfitt verkefni og heimaleikirnir þurfa að vinnast ætli þeir sér að halda sér uppi.vísir/pjeturArnar Pétursson: Ekki boðlegar aðstæður Þjálfari ÍBV lét dómara og ritara leiksins heyra það þegar leikmenn sínir meiddust enda sagðist hann hafa verið búinn að kvarta yfir gólfinu. Hann segir að leikmenn sínir hafi verið orðnir smeykir við að gera ákveðna hluti vegna meiðslahættu. „Aðstæðurnar voru bara ekki boðlegar. Við gerðum athugasemdið við gólfið fyrir leik. Það var bara ekki nógu gott, sérstaklega ekki í einum teignum og við missum svo Stephen út eftir tvær mínútur.“ „Í fyrri hálfleik voru strákar hjá mér sem voru smeykir, þorðu ekki í ákveðna hluti sem mér finnst eðllegt þegar þeir eru búnir að horfa upp á þrjá leikmenn meiðast.“ Arnar segir að þetta hafi haft áhrif á sjálfan sig og leik sinna manna en hann er þó ánægður með að hafa landað tveimur stigum. „Þetta var tæpt og við vorum farnir að einbeita okkur að einhverju öðru á tímabili í leiknum. Við komum þó sterkir inn og náum að klára þetta. Við vorum smeykir við Víkingana, þeir töpuðu illa í síðasta leik og við vissum að þeir myndu selja sig dýrt.“ Framundan eru tveir Evrópuleikir en óvíst er með þáttöku Stephen og Andra Heimis í þeim leik, Stephen meiddist á hnéi en Andri Heimir á ökkla.vísir/pjeturÁgúst: Skref í rétta átt Þjálfari Víkinga var nokkuð sáttur með sína menn enda stóðu þeir lengst af leiknum ansi vel í sterku liði Eyjamanna. Betur megi þó ef duga skal. „Við spilum mjög vel á köflum í þessum leik. Við sköpuðum okkur mjög fín færi en vorum að fara illa með þau. Þetta hefur pínu verið stöngin út hjá okkur en þetta er skref í rétta átt.“ Þegar korter var eftir var staðan jöfn og Víkingar einum fleiri, þeir hentu þó boltanum útaf og segir Ágúst að það hafi verið vendipunktur leiksins. „Við köstuðum boltanum útaf en við hefðum getað sett pressu á þá þar,“ en Ágúst segir að reynsluleysi hafi ekki spilað sinn þátt í kvöld. „Það voru reyndir leikmenn að klikka á færum þannig að ég held að reynsluleysi hafi ekki átt hlut að máli hér.“ Það var mikið um meiðsli og Víkinar fundu fyrir því og var Ágúst ósáttur við að missa tvo af sínum betri leikmönnum í meiðsli. „Það er gríðarlega slæmt að við erum ekki með Daníel Inga Guðmundsson og svo meiðist Jóhann Reynir eftir tíu mínútur. Arnór Þorri var svo á hálfum fætinum þannig að dýptin okkar er kannski ekki alveg nógu góð.“ Olís-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Eyjamenn unnu góðan útisigur á Víkingum í kvöld, 26-22. Leikurinn var mjög jafn framan af en Eyjamenn sigldu sigrinum heim í lok leiksins. Víglundur Jarl Þórsson var markahæstur Víkings með fimm mörk en Einar Sverrisson skoraði sex fyrir ÍBV í leik þar sem fjórir leikmenn urðu fyrir meiðslum.Pjetur Sigurðsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Víkinni í kvöld og tók myndirnar sem fylgja þessari umfjöllun. Eyjamenn gerðu fyrir leik athugasemdir við ástand gólfsins í Víkinni og töldu það of sleipt. Arnar Pétursson þjálfari ÍBV lét heyra duglega í sér eftir eina mínútu þegar Stephen Nielsen, markmaður þeirra, fór út af velli er hann rann í markinu. Örfáum mínútum síðar meiddist svo helsti markaskorari Víkinga, Jóhann Reynir Gunnlaugsson. Skömmu eftir það meiddist svo enn einn leikmaðurinn þegar að Andri Heimir Friðriksson sneri sig á ökkla. Þetta hafði sín áhrif á leikinn enda voru Víkingar án síns besta manns og Eyjamenn virtust vera hálfragir við að fara á fullum krafti í allar sóknir vegna hræðslu við að meiðast enda tveir mikilvægir Evrópuleikir framundan. Leikurinn var jafn lengst af og lítið sem skyldi liðin að. Einar Sverrison hjá ÍBV og Víglundur Jarl Þórsson drógu vagninn fyrir liðin sín. Það var ekki fyrr en á síðasta korterinu sem reynsla Eyjamanna skein í gegn og með leikmenn eins og Kára Kristján Kristjánsson og Magnús Sverrison sigldu þeir sigrinum heim örugglega á lokametrunum. Víkingum skorti ef til vill örlítið meiri breidd enda gat Arnar Pétursson leyft sér að skipta grimmt um leikmenn hjá ÍBV á meðan Ágúst þurfti að keyra á sömu Víkingunum, það munaði klárlega um Jóhann Reyni Gunnlaugsson hjá Víkingum enda voru Víkingar klaufar á lokametrunum að nýta færin sín ekki betur. Eyjamenn unnu því góðan sigur á útivelli og eru með gott nesti í farteskinu fyrir Evrópuleikina sem framundan eru. Nýliðunum í Víkingum bíður þó erfitt verkefni og heimaleikirnir þurfa að vinnast ætli þeir sér að halda sér uppi.vísir/pjeturArnar Pétursson: Ekki boðlegar aðstæður Þjálfari ÍBV lét dómara og ritara leiksins heyra það þegar leikmenn sínir meiddust enda sagðist hann hafa verið búinn að kvarta yfir gólfinu. Hann segir að leikmenn sínir hafi verið orðnir smeykir við að gera ákveðna hluti vegna meiðslahættu. „Aðstæðurnar voru bara ekki boðlegar. Við gerðum athugasemdið við gólfið fyrir leik. Það var bara ekki nógu gott, sérstaklega ekki í einum teignum og við missum svo Stephen út eftir tvær mínútur.“ „Í fyrri hálfleik voru strákar hjá mér sem voru smeykir, þorðu ekki í ákveðna hluti sem mér finnst eðllegt þegar þeir eru búnir að horfa upp á þrjá leikmenn meiðast.“ Arnar segir að þetta hafi haft áhrif á sjálfan sig og leik sinna manna en hann er þó ánægður með að hafa landað tveimur stigum. „Þetta var tæpt og við vorum farnir að einbeita okkur að einhverju öðru á tímabili í leiknum. Við komum þó sterkir inn og náum að klára þetta. Við vorum smeykir við Víkingana, þeir töpuðu illa í síðasta leik og við vissum að þeir myndu selja sig dýrt.“ Framundan eru tveir Evrópuleikir en óvíst er með þáttöku Stephen og Andra Heimis í þeim leik, Stephen meiddist á hnéi en Andri Heimir á ökkla.vísir/pjeturÁgúst: Skref í rétta átt Þjálfari Víkinga var nokkuð sáttur með sína menn enda stóðu þeir lengst af leiknum ansi vel í sterku liði Eyjamanna. Betur megi þó ef duga skal. „Við spilum mjög vel á köflum í þessum leik. Við sköpuðum okkur mjög fín færi en vorum að fara illa með þau. Þetta hefur pínu verið stöngin út hjá okkur en þetta er skref í rétta átt.“ Þegar korter var eftir var staðan jöfn og Víkingar einum fleiri, þeir hentu þó boltanum útaf og segir Ágúst að það hafi verið vendipunktur leiksins. „Við köstuðum boltanum útaf en við hefðum getað sett pressu á þá þar,“ en Ágúst segir að reynsluleysi hafi ekki spilað sinn þátt í kvöld. „Það voru reyndir leikmenn að klikka á færum þannig að ég held að reynsluleysi hafi ekki átt hlut að máli hér.“ Það var mikið um meiðsli og Víkinar fundu fyrir því og var Ágúst ósáttur við að missa tvo af sínum betri leikmönnum í meiðsli. „Það er gríðarlega slæmt að við erum ekki með Daníel Inga Guðmundsson og svo meiðist Jóhann Reynir eftir tíu mínútur. Arnór Þorri var svo á hálfum fætinum þannig að dýptin okkar er kannski ekki alveg nógu góð.“
Olís-deild karla Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira