Hrafn: Strákarnir prófi allavega mína eggjaköku Tómas Þór Þórðarson skrifar 29. október 2015 21:53 Hrafn Kristjánsson á hliðarlínunni í kvöld. vísir/anton brink Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var vægast sagt ósáttur eftir 96-93 tap gegn ÍR í Hertz-hellinum í Seljaskóla í kvöld þegar liðin mættust í fjórðu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Lokatölurnar segja ekki allt því ÍR var tíu stigum yfir þegar 90 sekúndur voru eftir en gekk illa að ganga frá leiknum á vítalínunni. „Við töpum þessu saman og vinnum saman þegar við náum árangri, en nú þurfum við aldeilis að líta í eigin barm. Það líta öll lið frábærlega út á móti Stjörnunni úr Garðabæ núna,“ sagði Hrafn svekktur, en hann var byrjaður að öskra á sína menn eftir rúma mínútu í kvöld. Honum fannst þeir ekki gera það sem lagt var upp með. „Við leggjum upp með eitthvað fyrir leiki og þegar strax frá fyrstu sekúndu og fyrstu mínúturnar ekkert af því er gert þá renna á mann tvær grímur. Þetta lið lítur út eins og illa þjálfað lið,“ sagði Hrafn ómyrkur í máli.Betra að allir geri ranga hlutinn En hvað er að? „Mér finnst við bara vera mjúkir. Við erum ekki að ógna skotmönnum og hlutir sem við æfum alla vikuna eru ekki framkvæmdir,“ sagði hann. „Við sáum Tómas Þórð til dæmis galopinn eftir tvær snöggar sendingar í byrjun sem svo gerðist það ekki aftur það sem eftir var leiksins.“ „Það eru til margar leiðir til að búa til eggjaköku. Það sem við reynum að gera í leikjum er ekkert endilega það eina rétta, en ég vil að leikmennirnir gefi því séns.“ „Það er betra að allir tólf leikmennirnir geri ranga hlutinn heldur en þeir geri þann hlut sem þeir halda að sé réttur. Nú þarf ég og þeir að velta fyrir sér af hverju það er. Annað hvort eru þetta leikmenn sem ekki er hægt að þjálfa eða þeir hafa ákveðið að meðtaka ekki það sem ég er að segja. Ég er verulega ósáttur,“ sagði Hrafn Kristjánsson.Dúndu rgott lið Honum finnst sínir menn ekki berjast nógu mikið sem sé synd því hann sé með flott lið í höndunum. „Þetta eru fínir strákar, en það vantar eitthvað í þá sem lætur þá halda að þeir þurfi að hafa meira fyrir hlutunum en aðrir. Það skiptir engu hversu hæfileikaríkur þú ert ef liðið sem þú ert að spila við er tilbúið að láta finna fyrir sér. Þá lendirðu í vandræðum,“ sagði Hrafn. „Við náum næstum því að redda okkur út úr þessu á hæfileikunum einum saman. Við erum dúndur gott lið þegar barátta, hæfileikar og ósérhlífni koma saman en það er langt frá því að gerast hjá okkur núna,“ sagði Hrafn Kristjánsson. Dominos-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, var vægast sagt ósáttur eftir 96-93 tap gegn ÍR í Hertz-hellinum í Seljaskóla í kvöld þegar liðin mættust í fjórðu umferð Dominos-deildar karla í körfubolta. Lokatölurnar segja ekki allt því ÍR var tíu stigum yfir þegar 90 sekúndur voru eftir en gekk illa að ganga frá leiknum á vítalínunni. „Við töpum þessu saman og vinnum saman þegar við náum árangri, en nú þurfum við aldeilis að líta í eigin barm. Það líta öll lið frábærlega út á móti Stjörnunni úr Garðabæ núna,“ sagði Hrafn svekktur, en hann var byrjaður að öskra á sína menn eftir rúma mínútu í kvöld. Honum fannst þeir ekki gera það sem lagt var upp með. „Við leggjum upp með eitthvað fyrir leiki og þegar strax frá fyrstu sekúndu og fyrstu mínúturnar ekkert af því er gert þá renna á mann tvær grímur. Þetta lið lítur út eins og illa þjálfað lið,“ sagði Hrafn ómyrkur í máli.Betra að allir geri ranga hlutinn En hvað er að? „Mér finnst við bara vera mjúkir. Við erum ekki að ógna skotmönnum og hlutir sem við æfum alla vikuna eru ekki framkvæmdir,“ sagði hann. „Við sáum Tómas Þórð til dæmis galopinn eftir tvær snöggar sendingar í byrjun sem svo gerðist það ekki aftur það sem eftir var leiksins.“ „Það eru til margar leiðir til að búa til eggjaköku. Það sem við reynum að gera í leikjum er ekkert endilega það eina rétta, en ég vil að leikmennirnir gefi því séns.“ „Það er betra að allir tólf leikmennirnir geri ranga hlutinn heldur en þeir geri þann hlut sem þeir halda að sé réttur. Nú þarf ég og þeir að velta fyrir sér af hverju það er. Annað hvort eru þetta leikmenn sem ekki er hægt að þjálfa eða þeir hafa ákveðið að meðtaka ekki það sem ég er að segja. Ég er verulega ósáttur,“ sagði Hrafn Kristjánsson.Dúndu rgott lið Honum finnst sínir menn ekki berjast nógu mikið sem sé synd því hann sé með flott lið í höndunum. „Þetta eru fínir strákar, en það vantar eitthvað í þá sem lætur þá halda að þeir þurfi að hafa meira fyrir hlutunum en aðrir. Það skiptir engu hversu hæfileikaríkur þú ert ef liðið sem þú ert að spila við er tilbúið að láta finna fyrir sér. Þá lendirðu í vandræðum,“ sagði Hrafn. „Við náum næstum því að redda okkur út úr þessu á hæfileikunum einum saman. Við erum dúndur gott lið þegar barátta, hæfileikar og ósérhlífni koma saman en það er langt frá því að gerast hjá okkur núna,“ sagði Hrafn Kristjánsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira