Friðrik Ingi: Haukur stórkostlegur | Reiknar ekki með Bonneau Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. október 2015 16:03 Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari Njarðvíkur. Vísir/Valli Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var eðlilega kampakátur eftir að ganga frá samningi við Hauk Helga Pálsson, landsliðsmann í körfubolta í Ljónagryfjunni í dag. Haukur Helgi er mættur heim eftir sex ár í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og síðar í atvinnumennsku á Spáni, í Svíþjóð og nú síðast í Þýskalandi. „Þetta eru auðvitað stórkostlegar fréttir því Haukur Helgi er ekki bara frábær körfuboltamaður heldur líka frábær persónuleiki og karakter," sagði Friðrik Ingi við Vísi. „Hann er þannig að hann gerir allt umhverfi sitt betra og það er ekkert síður frábært að fá stórkostlegan körfuboltamann sem hjálpar liðinu og leikmönnum þess sem er líka svona góður drengur."Haukur Helgi Pálsson.VísirSkýr skilaboð frá Njarðvíkingum Þessi félagaskipti eru skýr skilaboð frá Njarðvíkingum um að þeir ætla að berjast um titlana á tímabilinu. „Við vorum grátlega nálægt því í fyrra að slá út KR sem enginn átti von á. Auðvitað var ákveðinn meðbyr með okkur í kjölfarið á því. Ég hef aldrei á mínum langa ferli fengið eins mikla jákvæða umfjöllun eftir það því við heilluðum marga," sagði Friðrik Ingi. „Við ætluðum okkur að byggja helst á sama liði og þess vegna sömdum við aftur við Bonneau. En svo meiðist hann rétt eftir að hann kemur til landsins sem var mikið áfall. Það stóð alltaf til að vera opnir fyrir öllu og styrkja hópinn ef eitthvað kæmi upp á. Með því að fá Hauk Helga höldum við okkar stefnu að vera í baráttunni um alla þá titla sem eru í boði," sagði Friðrik.Bonneau í gifsi Stefan Bonneau var í gifsi á blaðamannafundinum en hann sleit hásin rétt fyrir tímabilið. Er möguleiki að hann verði með á þessari leiktíð? „Ég get auðvitað bara talað fyrir mig en ég geri mér engar vonir um að hann verði með á þessu tímabilinu," sagði Friðrik Ingi sem finnst ekki slæmt að hafa hann í kringum liðið. „Hann stuðar engan og hefur ekki slæm áhrif á einn né neinn. Hann er bara í endurhæfingu. Honum líður vel hér og vill vera hjá okkur á meðan hann fer í gegnum þessi fyrstu skref í endurhæfingunni," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Njarðvíkur, var eðlilega kampakátur eftir að ganga frá samningi við Hauk Helga Pálsson, landsliðsmann í körfubolta í Ljónagryfjunni í dag. Haukur Helgi er mættur heim eftir sex ár í háskólaboltanum í Bandaríkjunum og síðar í atvinnumennsku á Spáni, í Svíþjóð og nú síðast í Þýskalandi. „Þetta eru auðvitað stórkostlegar fréttir því Haukur Helgi er ekki bara frábær körfuboltamaður heldur líka frábær persónuleiki og karakter," sagði Friðrik Ingi við Vísi. „Hann er þannig að hann gerir allt umhverfi sitt betra og það er ekkert síður frábært að fá stórkostlegan körfuboltamann sem hjálpar liðinu og leikmönnum þess sem er líka svona góður drengur."Haukur Helgi Pálsson.VísirSkýr skilaboð frá Njarðvíkingum Þessi félagaskipti eru skýr skilaboð frá Njarðvíkingum um að þeir ætla að berjast um titlana á tímabilinu. „Við vorum grátlega nálægt því í fyrra að slá út KR sem enginn átti von á. Auðvitað var ákveðinn meðbyr með okkur í kjölfarið á því. Ég hef aldrei á mínum langa ferli fengið eins mikla jákvæða umfjöllun eftir það því við heilluðum marga," sagði Friðrik Ingi. „Við ætluðum okkur að byggja helst á sama liði og þess vegna sömdum við aftur við Bonneau. En svo meiðist hann rétt eftir að hann kemur til landsins sem var mikið áfall. Það stóð alltaf til að vera opnir fyrir öllu og styrkja hópinn ef eitthvað kæmi upp á. Með því að fá Hauk Helga höldum við okkar stefnu að vera í baráttunni um alla þá titla sem eru í boði," sagði Friðrik.Bonneau í gifsi Stefan Bonneau var í gifsi á blaðamannafundinum en hann sleit hásin rétt fyrir tímabilið. Er möguleiki að hann verði með á þessari leiktíð? „Ég get auðvitað bara talað fyrir mig en ég geri mér engar vonir um að hann verði með á þessu tímabilinu," sagði Friðrik Ingi sem finnst ekki slæmt að hafa hann í kringum liðið. „Hann stuðar engan og hefur ekki slæm áhrif á einn né neinn. Hann er bara í endurhæfingu. Honum líður vel hér og vill vera hjá okkur á meðan hann fer í gegnum þessi fyrstu skref í endurhæfingunni," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Haukur Helgi á leið til Njarðvíkur Landsliðsmaðurinn hefur einnig átt í viðræðum við Grindavík og Stjörnuna en þær leiddu ekki til samkomulags. 26. október 2015 22:19