Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 84-94 | Keflvíkingar með fullt hús og montréttinn Styrmir Gauti Fjeldsted skrifar 23. október 2015 21:00 Valur Orri Valsson Vísir/Valli Keflvíkingar unnu tíu stiga sigur á Njarðvík, 94-84, í Reykjanesbæjarslagnum í Ljónagryfjunni í Njarðvík í stórleik 3. umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld. Earl Brown Jr. var með 29 stig og 13 fráköst fyrir Keflavík, Reggie Dupree skoraði 18 stig og Valur Orri Valsson var með 17 stig og 5 stoðsendingar. Marquise Simmons var með 26 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar fyrir Njarðvík og þeir Logi Gunnarsson skoraði 19 stig og Hjalti Friðriksson var með 17 stig. Keflavík gerði góða ferð í Ljónagryfjuna í kvöld þegar þeir unnu 10 stiga sigur á grönnum sínum úr Njarðvík. Bæði lið voru fyrir leikinn búin að vinna báða leiki sína það sem af var tímabils. Keflavík var búið að vinna mjög góða sigra gegn Þór Þorlákshöfn og Haukum og Njarðvík hafði unnið Snæfell og Hött í sínum leikjum. Leikurinn byrjaði fjörlega og voru bæði lið að hitta rosalega vel. Njarðvík var að finna Simmons mjög vel í 1.leikhluta og var Simmons kominn með 12 stig að honum loknum. Hjörtur var að spila vel og var hann kominn með 5 stoðsendingar strax í upphafi leiks. Hjá Keflavík voru þeir Reggie Duprae og Earl Brow að hitta vel ásamt Magnúsi Traustasyni sem spilaði vel í kvöld gegn uppeldisfélagi sínu. Liðin héldu áfram að hitta vel í öðrum leikhluta og var lítið um varnir á þessum tíma. Keflavík voru að gera vel í því að keyra á körfuna og fengu mikið af galopnum þristum í bland við körfur frá Brown úr teignum. Njarðvík aftur á móti hætti að gefa boltann inn á Simmons sem tók ekkert skot utan af velli í öðrum leikhluta eftir að hafa tekið átta slík í 1.leikhluta. Keflavík endaði hálfleikinn sterkt og staðan í hálfleik var 49-53 í bráðfjörugum leik. Í hálfleik voru Simmons og Logi komnir með 14 stig hvor, Hjörtur var með 7 stig og 7 stoðsendingar en hann spilaði nánast ekkert í seinni hálfleik sökum ökklameiðsla. Hjá Keflavík var Brown atkvæðamestur með 16 stig og 6 fráköst. Á eftir honum komu Reggie Duprae með 10 og Ragnar Gerald með 7 stig af bekknum. Keflavík byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og juku forrustu sína strax í 11 stig. Keflavík var að spila fína vörn og var sóknarleikur þeirra til fyrirmyndar gegn arfaslakri Njarðvíkurvörn. Í lok þriðja leikhluta hægðist aðeins á stigaskori liðanna en munurinn hélst þó ávallt í þessum 10 stigum og kláraði Valur Orri þriðja leikhlutann með flautuþrist. Staðan 64-73 Keflvíkingum í vil. Keflavík byrjaði fjórða leikhlutann í skemmtilegri svæðispressu með Earl Brown fremstan í pressunni og duttu svo niður í 2-3 svæðisvörn. Njarðvíkingum gekk mjög illa að skora á þessa vörn og þegar sjö mínútur voru eftir af 4.leikhluta kemur Earl Brown sínum mönnum 16 stigum yfir, 64-80. Njarðvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn en leikurinn var aldrei í hættu eftir þetta. Valur Orri Valsson setti niður tvö risa þriggja stigaskot og sá til þess að Njarðvík náði aldrei að setja neina spennu í þennan leik. Keflavík vann að lokum góðan tíu stiga sigur og eiga þeir montréttinn þar til þessi lið eigast við aftur. Njarðvík spilaði mjög slaka vörn í kvöld og á köflum leit sóknin ekkert sérstaklega vel út. Keflavíkingar geta verið sáttir með frammistöðu sína í kvöld og eru þeir með hörku lið sem er til alls líklegt í vetur. Marquis Simmons átti stórgóðan leik í kvöld og áttu Keflvíkingar engin svör við sóknarleik hans. Simmons var með 26 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Logi skoraði 19 stig en virðist ennþá vera aðlagast því að spila sem leikstjórnandi. Hjá Keflavík voru tveir leikmenn sem báru af í kvöld, þeir Valur Orri Valsson og Earl Brown. Brown er einfaldlega frábær leikmaður og virðist vera mikill happafengur fyrir Keflavíkinga. Brown var með 29 stig og 13 fráköst. Valur Orri var með 17 stig og 5 stoðsendingar auk þess að hitta úr 5/6 þriggja stiga skotum sínum og virðist hann vera í hörkuformi. Magnús Þór: Höfðum gaman að þessu og þess vegna unnum við Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur var ánægður með spilamennsku sinna manna í kvöld. Keflavík spilaði vel í kvöld og voru einbeittir allan leikinn. "Við ætluðum að mæta tilbúnir í kvöld frá byrjun og reyna hægja aðeins á Loga. Við ætluðum líka að hafa gaman að þessu og það tókst í kvöld og þess vegna held ég að við höfum unnið þennan leik’’ Keflavík var spáð áttunda sæti í Dominos deildinni þetta tímabilið og segir Magnús að þeir séu ekkert með hugann við það að afsanna þá spá. „Við tökum í raun lítið mark á þessum spám, við erum bara með okkar eigin markmið og ætlum bara að gera eins vel og við getum og sjá hvert það leiðir okkur," sagði Magnús. Keflavik sló Njarðvíkinga smávegis útaf laginu með glæsilegri svæðispressu og svæðisvörn og þá sérstaklega í byrjun fjórða leikhluta. „Við erum að æfa þessa vörn töluvert og ætlum að reyna hoppa í þetta þegar tími gefst. Í dag náðum við að riðla þeirra sóknarleik og spiluðum bara hörkuvörn á tíma," sagði Magnús. Magnús kemur vel undan sumri og virkar í hörku formi. „Já, já ég er búinn að æfa þokkalega vel í sumar, við erum flestir í liðinu búnir að vera í smá tíma saman og þetta lítur bara vel út hjá okkur," sagði sáttur Magnús Gunnarsson í leikslok.Maciej: Gáfum þeim galopna þrista sem kveikti í þeim Maciej Stanislav Baginski, leikmaður Njarðvíkur var ekki ánægður í leikslok eins og gefur skilja. „Við leyfðum þeim að spila sinn leik og gáfum þeim galopna þrista í byrjun leiks sem kveikti í þeim. Eftir það voru þeir erfiðir við að eiga," sagði Maciej Stanislav Baginski. „Við vorum búnir að æfa vel í vikunni sóknarleik okkar gegn þessari svæðisvörn þeirra og kom hún okkur í raun ekkert á óvart. En við vorum ekki nægilega beittir gegn henni," sagði Maciej. Sóknarleikur Njarðvíkinga leit vel út á köflum og sérstaklega þegar þeir komu boltanum inn á Marquis Simmons. „Við erum ennþá að slípa sóknina okkar saman. Við þurfum að fá meiri balance milli skota inni í teig annars vegar og þriggja stiga skota hins vegar. Simmons gerir nefnilega mjög vel í því að klára það sem hann fær," sagði Maciej. „Annars fannst mér sóknin okkar í góðu lagi í þessum leik en vörnin klikkaði hjá okkur í dag, það er ekki í boði að fá á sig 97 stig á heimavelli.’’ sagði Maciej að lokum.Hér fyrir neðan er textalýsinging frá leik Njarðvíkur og Keflavíkur í kvöld:Tweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Keflvíkingar unnu tíu stiga sigur á Njarðvík, 94-84, í Reykjanesbæjarslagnum í Ljónagryfjunni í Njarðvík í stórleik 3. umferðar Domino´s deildar karla í körfubolta í kvöld. Earl Brown Jr. var með 29 stig og 13 fráköst fyrir Keflavík, Reggie Dupree skoraði 18 stig og Valur Orri Valsson var með 17 stig og 5 stoðsendingar. Marquise Simmons var með 26 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar fyrir Njarðvík og þeir Logi Gunnarsson skoraði 19 stig og Hjalti Friðriksson var með 17 stig. Keflavík gerði góða ferð í Ljónagryfjuna í kvöld þegar þeir unnu 10 stiga sigur á grönnum sínum úr Njarðvík. Bæði lið voru fyrir leikinn búin að vinna báða leiki sína það sem af var tímabils. Keflavík var búið að vinna mjög góða sigra gegn Þór Þorlákshöfn og Haukum og Njarðvík hafði unnið Snæfell og Hött í sínum leikjum. Leikurinn byrjaði fjörlega og voru bæði lið að hitta rosalega vel. Njarðvík var að finna Simmons mjög vel í 1.leikhluta og var Simmons kominn með 12 stig að honum loknum. Hjörtur var að spila vel og var hann kominn með 5 stoðsendingar strax í upphafi leiks. Hjá Keflavík voru þeir Reggie Duprae og Earl Brow að hitta vel ásamt Magnúsi Traustasyni sem spilaði vel í kvöld gegn uppeldisfélagi sínu. Liðin héldu áfram að hitta vel í öðrum leikhluta og var lítið um varnir á þessum tíma. Keflavík voru að gera vel í því að keyra á körfuna og fengu mikið af galopnum þristum í bland við körfur frá Brown úr teignum. Njarðvík aftur á móti hætti að gefa boltann inn á Simmons sem tók ekkert skot utan af velli í öðrum leikhluta eftir að hafa tekið átta slík í 1.leikhluta. Keflavík endaði hálfleikinn sterkt og staðan í hálfleik var 49-53 í bráðfjörugum leik. Í hálfleik voru Simmons og Logi komnir með 14 stig hvor, Hjörtur var með 7 stig og 7 stoðsendingar en hann spilaði nánast ekkert í seinni hálfleik sökum ökklameiðsla. Hjá Keflavík var Brown atkvæðamestur með 16 stig og 6 fráköst. Á eftir honum komu Reggie Duprae með 10 og Ragnar Gerald með 7 stig af bekknum. Keflavík byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og juku forrustu sína strax í 11 stig. Keflavík var að spila fína vörn og var sóknarleikur þeirra til fyrirmyndar gegn arfaslakri Njarðvíkurvörn. Í lok þriðja leikhluta hægðist aðeins á stigaskori liðanna en munurinn hélst þó ávallt í þessum 10 stigum og kláraði Valur Orri þriðja leikhlutann með flautuþrist. Staðan 64-73 Keflvíkingum í vil. Keflavík byrjaði fjórða leikhlutann í skemmtilegri svæðispressu með Earl Brown fremstan í pressunni og duttu svo niður í 2-3 svæðisvörn. Njarðvíkingum gekk mjög illa að skora á þessa vörn og þegar sjö mínútur voru eftir af 4.leikhluta kemur Earl Brown sínum mönnum 16 stigum yfir, 64-80. Njarðvíkingar reyndu hvað þeir gátu til að minnka muninn en leikurinn var aldrei í hættu eftir þetta. Valur Orri Valsson setti niður tvö risa þriggja stigaskot og sá til þess að Njarðvík náði aldrei að setja neina spennu í þennan leik. Keflavík vann að lokum góðan tíu stiga sigur og eiga þeir montréttinn þar til þessi lið eigast við aftur. Njarðvík spilaði mjög slaka vörn í kvöld og á köflum leit sóknin ekkert sérstaklega vel út. Keflavíkingar geta verið sáttir með frammistöðu sína í kvöld og eru þeir með hörku lið sem er til alls líklegt í vetur. Marquis Simmons átti stórgóðan leik í kvöld og áttu Keflvíkingar engin svör við sóknarleik hans. Simmons var með 26 stig, 11 fráköst og 7 stoðsendingar. Logi skoraði 19 stig en virðist ennþá vera aðlagast því að spila sem leikstjórnandi. Hjá Keflavík voru tveir leikmenn sem báru af í kvöld, þeir Valur Orri Valsson og Earl Brown. Brown er einfaldlega frábær leikmaður og virðist vera mikill happafengur fyrir Keflavíkinga. Brown var með 29 stig og 13 fráköst. Valur Orri var með 17 stig og 5 stoðsendingar auk þess að hitta úr 5/6 þriggja stiga skotum sínum og virðist hann vera í hörkuformi. Magnús Þór: Höfðum gaman að þessu og þess vegna unnum við Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur var ánægður með spilamennsku sinna manna í kvöld. Keflavík spilaði vel í kvöld og voru einbeittir allan leikinn. "Við ætluðum að mæta tilbúnir í kvöld frá byrjun og reyna hægja aðeins á Loga. Við ætluðum líka að hafa gaman að þessu og það tókst í kvöld og þess vegna held ég að við höfum unnið þennan leik’’ Keflavík var spáð áttunda sæti í Dominos deildinni þetta tímabilið og segir Magnús að þeir séu ekkert með hugann við það að afsanna þá spá. „Við tökum í raun lítið mark á þessum spám, við erum bara með okkar eigin markmið og ætlum bara að gera eins vel og við getum og sjá hvert það leiðir okkur," sagði Magnús. Keflavik sló Njarðvíkinga smávegis útaf laginu með glæsilegri svæðispressu og svæðisvörn og þá sérstaklega í byrjun fjórða leikhluta. „Við erum að æfa þessa vörn töluvert og ætlum að reyna hoppa í þetta þegar tími gefst. Í dag náðum við að riðla þeirra sóknarleik og spiluðum bara hörkuvörn á tíma," sagði Magnús. Magnús kemur vel undan sumri og virkar í hörku formi. „Já, já ég er búinn að æfa þokkalega vel í sumar, við erum flestir í liðinu búnir að vera í smá tíma saman og þetta lítur bara vel út hjá okkur," sagði sáttur Magnús Gunnarsson í leikslok.Maciej: Gáfum þeim galopna þrista sem kveikti í þeim Maciej Stanislav Baginski, leikmaður Njarðvíkur var ekki ánægður í leikslok eins og gefur skilja. „Við leyfðum þeim að spila sinn leik og gáfum þeim galopna þrista í byrjun leiks sem kveikti í þeim. Eftir það voru þeir erfiðir við að eiga," sagði Maciej Stanislav Baginski. „Við vorum búnir að æfa vel í vikunni sóknarleik okkar gegn þessari svæðisvörn þeirra og kom hún okkur í raun ekkert á óvart. En við vorum ekki nægilega beittir gegn henni," sagði Maciej. Sóknarleikur Njarðvíkinga leit vel út á köflum og sérstaklega þegar þeir komu boltanum inn á Marquis Simmons. „Við erum ennþá að slípa sóknina okkar saman. Við þurfum að fá meiri balance milli skota inni í teig annars vegar og þriggja stiga skota hins vegar. Simmons gerir nefnilega mjög vel í því að klára það sem hann fær," sagði Maciej. „Annars fannst mér sóknin okkar í góðu lagi í þessum leik en vörnin klikkaði hjá okkur í dag, það er ekki í boði að fá á sig 97 stig á heimavelli.’’ sagði Maciej að lokum.Hér fyrir neðan er textalýsinging frá leik Njarðvíkur og Keflavíkur í kvöld:Tweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira