Fleiri hælisleitendur frá Albaníu en Sýrlandi Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 21. október 2015 19:11 Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að mál albönsku fjölskyldunnar þurfi að fá sína meðferð í kerfinu. Málefni einstaklinga í hópi innflytjenda eigi ekki að vera á borði stjórnmálamanna. Það hafi verið markmiðið með því að setja á stofn kærunefnd. Kristínu Völundardóttur forstjóra Útlendingastofnunar voru í dag afhentar tíu þúsund undirskriftir fólks sem vill að albanska fjölskyldan sem fjallað hefur verið um í fréttum fái að setjast hér að. Fólkið þykir ekki uppfylla skilyrði fyrir pólitísku hæli. Úrskurðurinn hefur verið kærður til sérstakrar úrskurðarnefndar sem á eftir að fjalla um málið. Illugi Jökulsson rithöfundur safnaði undirskriftunum á Facebook og segir að ef svo margir gátu skrifað undir á þremur dögum, hljóti þetta að vera mistök.Uppfylla ekki skilyrði um pólitískt hæli Forstjóri Útlendingastofnunar hefur sagt að fjölskyldan uppfylli ekki skilyrði um hæli og ekki megi veita undanþágur sem hægt sé að vísa til. Þá gætum við staðið frammi fyrir því að öll albanska þjóðin settist hér að. En skýtur það ekki skökku við að halda því annars vegar fram að Albanía sé friðsælt lýðræðisríki sem hlúi að mannréttindum þegnanna og og hins vegar að ef það sé opnuð glufa einhvers staðar komi öll albanska þjóðin og vilji setjast að? Ólöf Nordal svarar því til að Albanir uppfylli ekki skilyrði fyrir hæli samkvæmt þeim reglum sem í gildi eru. Það sé ekki hægt að tala um hælisleitendur frá Sýrlandi og Albaníu í sama orði. Hún segir að það komi mikið á óvart að í miðju umrótinu séu enn fleiri hælisleitendur frá Albaníu en stríðshrjáðum svæðum. Flóttamenn Tengdar fréttir „Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun“ Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun tíu þúsund undirskriftir í morgun. 21. október 2015 14:00 Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31 Nær útilokað að Telati- fjölskyldan fái hér hæli Erfitt getur verið fyrir fólk frá Albaníu að fá dvalarleyfi vegna atvinnu hér á landi. Lögfræðingur með sérhæfingu í málefnum útlendinga telur dvalarleyfi af mannúðarástæðum bestu lausnina fyrir Telati-fjölskylduna. 21. október 2015 07:00 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Ólöf Nordal innanríkisráðherra segir að mál albönsku fjölskyldunnar þurfi að fá sína meðferð í kerfinu. Málefni einstaklinga í hópi innflytjenda eigi ekki að vera á borði stjórnmálamanna. Það hafi verið markmiðið með því að setja á stofn kærunefnd. Kristínu Völundardóttur forstjóra Útlendingastofnunar voru í dag afhentar tíu þúsund undirskriftir fólks sem vill að albanska fjölskyldan sem fjallað hefur verið um í fréttum fái að setjast hér að. Fólkið þykir ekki uppfylla skilyrði fyrir pólitísku hæli. Úrskurðurinn hefur verið kærður til sérstakrar úrskurðarnefndar sem á eftir að fjalla um málið. Illugi Jökulsson rithöfundur safnaði undirskriftunum á Facebook og segir að ef svo margir gátu skrifað undir á þremur dögum, hljóti þetta að vera mistök.Uppfylla ekki skilyrði um pólitískt hæli Forstjóri Útlendingastofnunar hefur sagt að fjölskyldan uppfylli ekki skilyrði um hæli og ekki megi veita undanþágur sem hægt sé að vísa til. Þá gætum við staðið frammi fyrir því að öll albanska þjóðin settist hér að. En skýtur það ekki skökku við að halda því annars vegar fram að Albanía sé friðsælt lýðræðisríki sem hlúi að mannréttindum þegnanna og og hins vegar að ef það sé opnuð glufa einhvers staðar komi öll albanska þjóðin og vilji setjast að? Ólöf Nordal svarar því til að Albanir uppfylli ekki skilyrði fyrir hæli samkvæmt þeim reglum sem í gildi eru. Það sé ekki hægt að tala um hælisleitendur frá Sýrlandi og Albaníu í sama orði. Hún segir að það komi mikið á óvart að í miðju umrótinu séu enn fleiri hælisleitendur frá Albaníu en stríðshrjáðum svæðum.
Flóttamenn Tengdar fréttir „Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun“ Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun tíu þúsund undirskriftir í morgun. 21. október 2015 14:00 Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31 Nær útilokað að Telati- fjölskyldan fái hér hæli Erfitt getur verið fyrir fólk frá Albaníu að fá dvalarleyfi vegna atvinnu hér á landi. Lögfræðingur með sérhæfingu í málefnum útlendinga telur dvalarleyfi af mannúðarástæðum bestu lausnina fyrir Telati-fjölskylduna. 21. október 2015 07:00 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun“ Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun tíu þúsund undirskriftir í morgun. 21. október 2015 14:00
Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31
Nær útilokað að Telati- fjölskyldan fái hér hæli Erfitt getur verið fyrir fólk frá Albaníu að fá dvalarleyfi vegna atvinnu hér á landi. Lögfræðingur með sérhæfingu í málefnum útlendinga telur dvalarleyfi af mannúðarástæðum bestu lausnina fyrir Telati-fjölskylduna. 21. október 2015 07:00
Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31