„Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 21. október 2015 14:00 Kristín Völundardóttir veitti undirskriftunum viðtöku. Vísir/GVA Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun í morgun tíu þúsund undirskriftir sem safnast höfðu til stuðnings Telati-fjölskyldunni en stofnunin hafnaði því að veita þeim hæli í síðustu viku. Ákvörðunin hefur verið kærð og verður kæran tekin fyrir á næstu vikum eða mánuðum. Málið er því í raun komið úr höndum stofnunarinnar. „Mér fannst rétt að beina þessari undirskriftarsöfnun til stofnunarinnar af því að hún fellir þennan upprunalega úrskurð,“ útskýrir Illugi. Það var skellur fyrir fjölskylduna að fá neitun um hæli hér á landi og fjölmargir Íslendingar hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Útlendingastofnunnar.Illugi kom undirskriftunum haganlega fyrir í möppu.Vísir/GVAIllugi segir að vel hafi verið tekið á móti sér í morgun. „Forstjórinn tók við undirskriftunum.“ Illugi hafði gengið frá listanum í möppu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Því næst settust Illugi og Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunnar, í kaffi og skiptust á skoðunum.Sjá einnig: „Sameinast um að gera líf hælisleitenda á Íslandi að lifandi helvíti“ „Hún útskýrði fyrir mér sjónarmið hennar stofnunnar. Þau eru í stuttu máli, eins og fram hefur komið, að hennar stofnun geti ekki annað gert því að hún verði að framfylgja þeim lögum sem í gildi eru. Ég var eftir því sem áður ósammála því að stofnunin bæri einhverja skyldu til að fella úrskurði eins og í tilviki þessarar albönsku fjölskyldunnar. Ég var eftir sem áður jafn ósammála því að stofnuninni bæri einhver skylda til að fella úrskurði eins og í tilviki fjölskyldunnar. Ég hef orð færustu lögfræðinga fyrir því að stofnuninni sé alveg fullkomlega heimilt að fella þá úrskurði af mannúðarástæðum að þessi fjölskylda og nokkrar aðrar í sömu stöðu ættu að mega eiga hér heima.“Illugi og Kristín eru ósammála.Vísir/GVAFinnst að Útlendingastofnun eigi að viðurkenna mistök sínÚtlendingastofnun birti á vef sínum í gær umfjöllun um stöðu Albana sem sækja hér um hæli en samkvæmt stofnuninni er stór hluti hælisumsókna þeirra ekki á rökum reistur meðal annars vegna þess að Albanía er friðsælt ríki. Eins og áður segir rituðu tíu þúsund manns nafn sitt við listann en með honum var þess krafist að fjölskyldan fengi hér hæli. „Ef einn maður á Facebook getur á tveimur til þremur dögum safnað tíu þúsund undirskriftum til að segja Útlendingastofnun að hún hafi gert mistök þá finnst mér bara að stofnunin eigi að viðurkenna mistök sín. Hvað söfnunin gekk fljótt og greiðlega fyrir sig sýnir að fólki blöskraði. Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun.“ Afrit af undirskriftunum verður komið áleiðis til innanríkisráðuneytisins sem hefur umsjón með málaflokknum. Þetta kemur fram á vefsíðu Útlendingastofnunnar. „Kristín áréttaði að stofnunin væri bundin af lögum og mannréttindareglum í störfum sínum og þeim hefði verið fylgt að öllu leyti í málunum,“ segir á vef stofnunarinnar. Flóttamenn Tengdar fréttir Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31 Nær útilokað að Telati- fjölskyldan fái hér hæli Erfitt getur verið fyrir fólk frá Albaníu að fá dvalarleyfi vegna atvinnu hér á landi. Lögfræðingur með sérhæfingu í málefnum útlendinga telur dvalarleyfi af mannúðarástæðum bestu lausnina fyrir Telati-fjölskylduna. 21. október 2015 07:00 Börn í Laugarneskirkju: „Viljum ekki láta senda skólafélaga okkar í burtu“ Börn í Laugarneskirkju hafa efnt til svokallaðrar meðmælagöngu í Laugarneshverfi. 19. október 2015 22:37 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Illugi Jökulsson afhenti Útlendingastofnun í morgun tíu þúsund undirskriftir sem safnast höfðu til stuðnings Telati-fjölskyldunni en stofnunin hafnaði því að veita þeim hæli í síðustu viku. Ákvörðunin hefur verið kærð og verður kæran tekin fyrir á næstu vikum eða mánuðum. Málið er því í raun komið úr höndum stofnunarinnar. „Mér fannst rétt að beina þessari undirskriftarsöfnun til stofnunarinnar af því að hún fellir þennan upprunalega úrskurð,“ útskýrir Illugi. Það var skellur fyrir fjölskylduna að fá neitun um hæli hér á landi og fjölmargir Íslendingar hafa lýst yfir vonbrigðum með ákvörðun Útlendingastofnunnar.Illugi kom undirskriftunum haganlega fyrir í möppu.Vísir/GVAIllugi segir að vel hafi verið tekið á móti sér í morgun. „Forstjórinn tók við undirskriftunum.“ Illugi hafði gengið frá listanum í möppu eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Því næst settust Illugi og Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunnar, í kaffi og skiptust á skoðunum.Sjá einnig: „Sameinast um að gera líf hælisleitenda á Íslandi að lifandi helvíti“ „Hún útskýrði fyrir mér sjónarmið hennar stofnunnar. Þau eru í stuttu máli, eins og fram hefur komið, að hennar stofnun geti ekki annað gert því að hún verði að framfylgja þeim lögum sem í gildi eru. Ég var eftir því sem áður ósammála því að stofnunin bæri einhverja skyldu til að fella úrskurði eins og í tilviki þessarar albönsku fjölskyldunnar. Ég var eftir sem áður jafn ósammála því að stofnuninni bæri einhver skylda til að fella úrskurði eins og í tilviki fjölskyldunnar. Ég hef orð færustu lögfræðinga fyrir því að stofnuninni sé alveg fullkomlega heimilt að fella þá úrskurði af mannúðarástæðum að þessi fjölskylda og nokkrar aðrar í sömu stöðu ættu að mega eiga hér heima.“Illugi og Kristín eru ósammála.Vísir/GVAFinnst að Útlendingastofnun eigi að viðurkenna mistök sínÚtlendingastofnun birti á vef sínum í gær umfjöllun um stöðu Albana sem sækja hér um hæli en samkvæmt stofnuninni er stór hluti hælisumsókna þeirra ekki á rökum reistur meðal annars vegna þess að Albanía er friðsælt ríki. Eins og áður segir rituðu tíu þúsund manns nafn sitt við listann en með honum var þess krafist að fjölskyldan fengi hér hæli. „Ef einn maður á Facebook getur á tveimur til þremur dögum safnað tíu þúsund undirskriftum til að segja Útlendingastofnun að hún hafi gert mistök þá finnst mér bara að stofnunin eigi að viðurkenna mistök sín. Hvað söfnunin gekk fljótt og greiðlega fyrir sig sýnir að fólki blöskraði. Ef fólki blöskrar þá finnst mér að opinberar stofnanir eigi að leggja við eyrun.“ Afrit af undirskriftunum verður komið áleiðis til innanríkisráðuneytisins sem hefur umsjón með málaflokknum. Þetta kemur fram á vefsíðu Útlendingastofnunnar. „Kristín áréttaði að stofnunin væri bundin af lögum og mannréttindareglum í störfum sínum og þeim hefði verið fylgt að öllu leyti í málunum,“ segir á vef stofnunarinnar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31 Nær útilokað að Telati- fjölskyldan fái hér hæli Erfitt getur verið fyrir fólk frá Albaníu að fá dvalarleyfi vegna atvinnu hér á landi. Lögfræðingur með sérhæfingu í málefnum útlendinga telur dvalarleyfi af mannúðarástæðum bestu lausnina fyrir Telati-fjölskylduna. 21. október 2015 07:00 Börn í Laugarneskirkju: „Viljum ekki láta senda skólafélaga okkar í burtu“ Börn í Laugarneskirkju hafa efnt til svokallaðrar meðmælagöngu í Laugarneshverfi. 19. október 2015 22:37 Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Útlendingastofnun útskýrir sérstaklega hælismál Albana "Rétt er að taka fram að hvert mál er rannsakaða sérstaklega, bæði varðandi persónulegar aðstæður viðkomandi heima fyrir og almennar aðstæður þar.“ 20. október 2015 15:31
Nær útilokað að Telati- fjölskyldan fái hér hæli Erfitt getur verið fyrir fólk frá Albaníu að fá dvalarleyfi vegna atvinnu hér á landi. Lögfræðingur með sérhæfingu í málefnum útlendinga telur dvalarleyfi af mannúðarástæðum bestu lausnina fyrir Telati-fjölskylduna. 21. október 2015 07:00
Börn í Laugarneskirkju: „Viljum ekki láta senda skólafélaga okkar í burtu“ Börn í Laugarneskirkju hafa efnt til svokallaðrar meðmælagöngu í Laugarneshverfi. 19. október 2015 22:37
Afhendir tíu þúsund undirskriftir: „Það er alveg nóg svigrúm til að breyta þessari ákvörðun“ Illugi Jökulsson segir glórulaust að vísa eigi Telati-fjölskyldunni úr landi. 20. október 2015 12:31