Teitur: Enginn frá Njarðvík hafði samband við Björn í vikunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 30. október 2015 22:26 Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, vísaði fullyrðinum Böðvars Guðjónssonar, formanns meistaraflokksráðs KR, á Vísi í dag til föðurhúsanna. Böðvar sagði í viðtali fyrr í dag að tvö félög í Domino's-deild karla, Njarðvík og ÍR, ræddu við leikmann KR í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis var um leikstjórnandann Björn Kristjánsson að ræða. „Það hafði enginn forráðamaður Njarðvíkur eða ÍR samband við okkur eða mig. Ég frétti þetta úr annarri átt og var alveg gáttaður á þessu eins og leikmaðurinn. Sem betur fer sagði leikmaðurinn mér frá þessu,“ sagði Böðvar við Vísi fyrr í dag.Sjá einnig:Njarðvík og ÍR ræddu við Björn án leyfis: „Þetta er bara óvirðing“ Teitur Örlygsson var í viðtali í Domino's-körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem hann tjáði sig um málið og sagði fullyrðingar Böðvars rangar. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég var ekki sáttur við að Böddi fari með svona í blöðin. Þetta gekk ekki alveg svona fyrir sig. Þetta er bara ekki rétt,“ sagði Teitur við þáttarstjórnandann Kjartan Atla Kjartansson.Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Tindastóls.VísirTeitur segir að allt hafi farið á fullt hjá Njarðvík í haust þegar leikstjórnandinn Stefan Bonneau meiddist illa. Þá hafi þeir haft samband við nokkra leikmenn sem þeir töldu vera samningslausa - þeirra á meðal Björn Kristjánsson og Ægi Þór Steinarsson, leikmenn KR. „Ægir var ekki búinn að skrifa undir við KR þá en gerði það á endanum. Bjössi var þá nýbúinn að skrifa undir sinn samning,“ sagði Teitur. „Við erum ósáttir að það sé fullyrt að við höfðum samband við hann af fyrra bragði í vikunni. Það gerði ekki nokkur maður hjá Njarðvík.“Böðvar Guðjónsson.VísirTeitur segir það rétt sem Böðvar sagði, að öll samskipti um samningsbundna leikmenn eigi að fara fram í gegnum forráðamanna félaganna. Til hafi staðið að funda eftir leik liðanna í kvöld, sem KR vann örugglega, en ekkert hafi orðið að því. „Ég veit ekki hvort að það sé út af þessu viðtali. Við lásum allavega úr því að þessi fundur væri líklegast ekki að fara fram.“ „Mér finnst þeiðinlegt að það sé verið að stilla Bjössa upp við vegg. Það er óþægilegt fyrir unga leikmenn,“ sagði Teitur Örlygsson. Dominos-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Njarðvíkur, vísaði fullyrðinum Böðvars Guðjónssonar, formanns meistaraflokksráðs KR, á Vísi í dag til föðurhúsanna. Böðvar sagði í viðtali fyrr í dag að tvö félög í Domino's-deild karla, Njarðvík og ÍR, ræddu við leikmann KR í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis var um leikstjórnandann Björn Kristjánsson að ræða. „Það hafði enginn forráðamaður Njarðvíkur eða ÍR samband við okkur eða mig. Ég frétti þetta úr annarri átt og var alveg gáttaður á þessu eins og leikmaðurinn. Sem betur fer sagði leikmaðurinn mér frá þessu,“ sagði Böðvar við Vísi fyrr í dag.Sjá einnig:Njarðvík og ÍR ræddu við Björn án leyfis: „Þetta er bara óvirðing“ Teitur Örlygsson var í viðtali í Domino's-körfuboltakvöldi á Stöð 2 Sport í kvöld þar sem hann tjáði sig um málið og sagði fullyrðingar Böðvars rangar. Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég var ekki sáttur við að Böddi fari með svona í blöðin. Þetta gekk ekki alveg svona fyrir sig. Þetta er bara ekki rétt,“ sagði Teitur við þáttarstjórnandann Kjartan Atla Kjartansson.Teitur Örlygsson, aðstoðarþjálfari Tindastóls.VísirTeitur segir að allt hafi farið á fullt hjá Njarðvík í haust þegar leikstjórnandinn Stefan Bonneau meiddist illa. Þá hafi þeir haft samband við nokkra leikmenn sem þeir töldu vera samningslausa - þeirra á meðal Björn Kristjánsson og Ægi Þór Steinarsson, leikmenn KR. „Ægir var ekki búinn að skrifa undir við KR þá en gerði það á endanum. Bjössi var þá nýbúinn að skrifa undir sinn samning,“ sagði Teitur. „Við erum ósáttir að það sé fullyrt að við höfðum samband við hann af fyrra bragði í vikunni. Það gerði ekki nokkur maður hjá Njarðvík.“Böðvar Guðjónsson.VísirTeitur segir það rétt sem Böðvar sagði, að öll samskipti um samningsbundna leikmenn eigi að fara fram í gegnum forráðamanna félaganna. Til hafi staðið að funda eftir leik liðanna í kvöld, sem KR vann örugglega, en ekkert hafi orðið að því. „Ég veit ekki hvort að það sé út af þessu viðtali. Við lásum allavega úr því að þessi fundur væri líklegast ekki að fara fram.“ „Mér finnst þeiðinlegt að það sé verið að stilla Bjössa upp við vegg. Það er óþægilegt fyrir unga leikmenn,“ sagði Teitur Örlygsson.
Dominos-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira