Viðar Örn: Þetta var óboðlegt Gunnar Gunnarsson skrifar 6. nóvember 2015 22:29 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, með Bandaríkjamanninum Tobin Carberry. Vísir/Stefán Nýliðar Hattar töpuðu í kvöld fimmta leiknum í röð í Domino´s deild karla í körfubolta þegar þeir töpuðu með 35 stiga mun á heimavelli á móti KR. Hattarliðið hefur þar með tapað síðustu tveimur leikjum sínum með samtals 65 stigum. Þjálfari Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson, sá fátt jákvætt hjá sínu liði á móti KR í kvöld. „Þetta var óboðlegt, hörmung. Við höfum verið í vandræðum, vorum vondir í Keflavík og mættum ekki til leiks í kvöld," sagði Viðar Örn. „Sóknarleikurinn var hryllingur, varnarleikurinn skulum við segja aðeins skárri og við fengum ekki framlag frá lykilmönnum," sagði Viðar Örn en Hattarliðið skoraði bara 50 stig í öllum leiknum. „Ég þarf að fara yfir þennan leik. Kannski getum við breytt til í okkar leikskipulagi. Það er margt sem gengur ekki upp," sagði Viðar en Hattarliðið hefur tapað fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. „Við lögðum upp með að spila agaðan sóknarleik og fá góð skot úr teignum. Það gerðist 1-2 sinnum í fyrri hálfleik. Í þeim seinni vorum við lélegir í teignum. Við kláruðum ekki færin eða fórum einir á móti 3-4 andstæðingum frekar en senda boltann út aftur," sagði Viðar. „Kannski var leikskipulagið ekki nógu vel sett upp og ég verð að taka það á mig en það var margt sem gekk ekki upp í kvöld," sagði Viðar. Það var meira en skipulagið sem gekk ekki upp. Hattarliðið virkaði stressað og gerði sig sekt um mörg sóknarmistök. Leikurinn í kvöld var sá fyrsti sem sendur er í beinni útsendingu frá Egilsstöðum auk þess sem Íslandsmeistararnir voru í heimsókn. Aðspurður sagðist Viðar ekki getað útilokað að það hefði haft áhrif. Lokað verður fyrir leikmannaskipti um miðjan mánuði. Viðar á ekki von á breytingum á Hattarliðinu fyrir þann tíma þótt fyrsta svar hans væri „áttu skó“ þegar hann var spurður út í möguleg félagaskipti. „Ef einhverjir leikmenn eru á laus þá skoðum við málin en við kaupum ekki tíu nýja menn. Við þurfum að fá menn til að vinna saman að einu markmiði," sagði Viðar. Næsti leikur Hattar er á útivelli gegn Tindastóli á fimmtudag. Þar mætast tvö lið sem hefðu kosið að byrja Íslandsmótið öðruvísi en raunin hefur orðið. „Ég þarf að fara yfir þennan leik sem var að klárast og setja upp leikplan fyrir næsta. Ég er ekki byrjaður að huga að honum þótt það líti út fyrir að ég hafi gert það alla vikuna," sagði Viðar að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 50-85 | Yfirburðir KR-inga á Egilsstöðum Íslandsmeistarar KR burstuðu nýliða Hattar 50-85 en liðin mættust á Egilsstöðum í 5. umferð Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Meistararnir mættu grimmir til leiks og nýliðarnir áttu aldrei roð í þá. 6. nóvember 2015 20:45 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Nýliðar Hattar töpuðu í kvöld fimmta leiknum í röð í Domino´s deild karla í körfubolta þegar þeir töpuðu með 35 stiga mun á heimavelli á móti KR. Hattarliðið hefur þar með tapað síðustu tveimur leikjum sínum með samtals 65 stigum. Þjálfari Hattar, Viðar Örn Hafsteinsson, sá fátt jákvætt hjá sínu liði á móti KR í kvöld. „Þetta var óboðlegt, hörmung. Við höfum verið í vandræðum, vorum vondir í Keflavík og mættum ekki til leiks í kvöld," sagði Viðar Örn. „Sóknarleikurinn var hryllingur, varnarleikurinn skulum við segja aðeins skárri og við fengum ekki framlag frá lykilmönnum," sagði Viðar Örn en Hattarliðið skoraði bara 50 stig í öllum leiknum. „Ég þarf að fara yfir þennan leik. Kannski getum við breytt til í okkar leikskipulagi. Það er margt sem gengur ekki upp," sagði Viðar en Hattarliðið hefur tapað fyrstu fimm leikjum sínum á tímabilinu. „Við lögðum upp með að spila agaðan sóknarleik og fá góð skot úr teignum. Það gerðist 1-2 sinnum í fyrri hálfleik. Í þeim seinni vorum við lélegir í teignum. Við kláruðum ekki færin eða fórum einir á móti 3-4 andstæðingum frekar en senda boltann út aftur," sagði Viðar. „Kannski var leikskipulagið ekki nógu vel sett upp og ég verð að taka það á mig en það var margt sem gekk ekki upp í kvöld," sagði Viðar. Það var meira en skipulagið sem gekk ekki upp. Hattarliðið virkaði stressað og gerði sig sekt um mörg sóknarmistök. Leikurinn í kvöld var sá fyrsti sem sendur er í beinni útsendingu frá Egilsstöðum auk þess sem Íslandsmeistararnir voru í heimsókn. Aðspurður sagðist Viðar ekki getað útilokað að það hefði haft áhrif. Lokað verður fyrir leikmannaskipti um miðjan mánuði. Viðar á ekki von á breytingum á Hattarliðinu fyrir þann tíma þótt fyrsta svar hans væri „áttu skó“ þegar hann var spurður út í möguleg félagaskipti. „Ef einhverjir leikmenn eru á laus þá skoðum við málin en við kaupum ekki tíu nýja menn. Við þurfum að fá menn til að vinna saman að einu markmiði," sagði Viðar. Næsti leikur Hattar er á útivelli gegn Tindastóli á fimmtudag. Þar mætast tvö lið sem hefðu kosið að byrja Íslandsmótið öðruvísi en raunin hefur orðið. „Ég þarf að fara yfir þennan leik sem var að klárast og setja upp leikplan fyrir næsta. Ég er ekki byrjaður að huga að honum þótt það líti út fyrir að ég hafi gert það alla vikuna," sagði Viðar að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 50-85 | Yfirburðir KR-inga á Egilsstöðum Íslandsmeistarar KR burstuðu nýliða Hattar 50-85 en liðin mættust á Egilsstöðum í 5. umferð Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Meistararnir mættu grimmir til leiks og nýliðarnir áttu aldrei roð í þá. 6. nóvember 2015 20:45 Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Höttur - KR 50-85 | Yfirburðir KR-inga á Egilsstöðum Íslandsmeistarar KR burstuðu nýliða Hattar 50-85 en liðin mættust á Egilsstöðum í 5. umferð Domino´s deild karla í körfubolta í kvöld. Meistararnir mættu grimmir til leiks og nýliðarnir áttu aldrei roð í þá. 6. nóvember 2015 20:45