Aron Elís skoraði sigurmark í uppbótartíma og reddaði Guðmundi fyrir horn Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. nóvember 2015 18:59 Aron Elís skoraði sitt fimmta mark í deildinni. mynd/aafk.no Tveir fyrrverandi leikmenn FH; Matthías Vilhjálmsson og Björn Daníel Sverrison, voru báðir á skotskónum í 29. og næst síðustu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Hólmar Örn Eyjólfsson var í byrjunarliði Noregsmeistara Rosenborg sem virðast vera hættir að spila vörn eftir að liðið tryggði sér titilinn. Það fékk á sig þrjú mörk í síðustu umferð og þrjú mörk í kvöld á heimavelli gegn Haugesund, en Matthías bjargaði meisturunum með sigurmarki á 83. mínútu, 4-3, eftir að koma inn á sem varamaður aðeins tveimur mínútum áður. Rosenborg er með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar og fyrir löngu búið að tryggja sér Noregsmeistaratitilinn.Björn að skríða saman Björn Daníel Sverrisson missti af stærstum hluta tímabilsins hjá Viking Stavanger vegna meiðsla, en hann hefur komið ágætlega inn í liðið undir lok tímabilsins. Viking tapaði gegn Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum í Molde á útivelli, 4-1. Heimamenn komust í 3-0 á fyrstu 55 mínútum leiksins áður en Björn Daníel minnkaði muninn með fallegu marki á 81. mínútu. Jón Daði Böðvarsson og Indriði Sigurðsson voru einnig í byrjunarliði norsku Víkinganna sem eru í fimmta sæti deildarinnar með 50 stig.Árni í stuði Árni Vilhjálmsson er heldur betur að minna á sig undir lok tímabilsins með Lilleström eftir að hafa verið meiddur stóran hluta þess. Eftir að skora í síðustu tveimur leikjum lagði hann upp mark fyrir Freddy Friday í 3-1 sigri Lilleström á Sarpsborg í kvöld. Finnur Orri Margeirsson var kominn aftur í byrjunarlið Lilleström sem siglir lygnan sjó í áttunda sæti deildarinnar með 44 stig á fyrstu leiktíð Rúnars Kristjánssonar sem þjálfari liðsins.Aron Elís hetjan Aron Elís Þrándarson var hetja Álasunds, en hann tryggði sínu liði sætan sigur á útivelli gegn Mjöndalen, 2-1, með marki á 94. mínútu. Mjöndalen hafði jafnað leikinn á fyrstu mínútu í uppbótartíma. Þetta er fimmta mark Arons Elís í 16 leikjum í deildinni en hann er að spila sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku. Álasund er með 38 stig í níunda sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir, en markið gerði Guðmundi Kristjánssyni og félögum hans í Start mikinn greiða.Einn séns enn Eina Íslendingaliðið sem er í vandræðum er nefnilega start Start, en þar á bæ hefur ekkert gengið síðan Matthías Vilhjálmsson hvarf á braut um mitt tímabil og samdi við meistara Rosenborg. Guðmundur Kristjánsson var ekki í leikmannahópi Start í kvöld sem tapaði fyrir Stabæk, 3-2, á útivelli. Á sama tíma vann Tromsö sigur á Bodö/Glimt, 3-1, og hélt sæti sínu í deildinni. Guðmundur og félagar eru í umspilssætinu með eins stigs forskot á Mjöndalen fyrir lokaumferðina þökk sé Aroni Elís. Annað liðið mun falla og hitt þarf að bjarga sæti sínu í einvígi heima og að heiman gegn liði úr B-deildinni. Mjöndalen heimsækir Viking í lokaumferðinni en Start fær Molde í heimsókn. Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Sjá meira
Tveir fyrrverandi leikmenn FH; Matthías Vilhjálmsson og Björn Daníel Sverrison, voru báðir á skotskónum í 29. og næst síðustu umferð norsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld. Hólmar Örn Eyjólfsson var í byrjunarliði Noregsmeistara Rosenborg sem virðast vera hættir að spila vörn eftir að liðið tryggði sér titilinn. Það fékk á sig þrjú mörk í síðustu umferð og þrjú mörk í kvöld á heimavelli gegn Haugesund, en Matthías bjargaði meisturunum með sigurmarki á 83. mínútu, 4-3, eftir að koma inn á sem varamaður aðeins tveimur mínútum áður. Rosenborg er með tíu stiga forskot á toppi deildarinnar og fyrir löngu búið að tryggja sér Noregsmeistaratitilinn.Björn að skríða saman Björn Daníel Sverrisson missti af stærstum hluta tímabilsins hjá Viking Stavanger vegna meiðsla, en hann hefur komið ágætlega inn í liðið undir lok tímabilsins. Viking tapaði gegn Ole Gunnar Solskjær og lærisveinum í Molde á útivelli, 4-1. Heimamenn komust í 3-0 á fyrstu 55 mínútum leiksins áður en Björn Daníel minnkaði muninn með fallegu marki á 81. mínútu. Jón Daði Böðvarsson og Indriði Sigurðsson voru einnig í byrjunarliði norsku Víkinganna sem eru í fimmta sæti deildarinnar með 50 stig.Árni í stuði Árni Vilhjálmsson er heldur betur að minna á sig undir lok tímabilsins með Lilleström eftir að hafa verið meiddur stóran hluta þess. Eftir að skora í síðustu tveimur leikjum lagði hann upp mark fyrir Freddy Friday í 3-1 sigri Lilleström á Sarpsborg í kvöld. Finnur Orri Margeirsson var kominn aftur í byrjunarlið Lilleström sem siglir lygnan sjó í áttunda sæti deildarinnar með 44 stig á fyrstu leiktíð Rúnars Kristjánssonar sem þjálfari liðsins.Aron Elís hetjan Aron Elís Þrándarson var hetja Álasunds, en hann tryggði sínu liði sætan sigur á útivelli gegn Mjöndalen, 2-1, með marki á 94. mínútu. Mjöndalen hafði jafnað leikinn á fyrstu mínútu í uppbótartíma. Þetta er fimmta mark Arons Elís í 16 leikjum í deildinni en hann er að spila sitt fyrsta tímabil í atvinnumennsku. Álasund er með 38 stig í níunda sæti deildarinnar þegar ein umferð er eftir, en markið gerði Guðmundi Kristjánssyni og félögum hans í Start mikinn greiða.Einn séns enn Eina Íslendingaliðið sem er í vandræðum er nefnilega start Start, en þar á bæ hefur ekkert gengið síðan Matthías Vilhjálmsson hvarf á braut um mitt tímabil og samdi við meistara Rosenborg. Guðmundur Kristjánsson var ekki í leikmannahópi Start í kvöld sem tapaði fyrir Stabæk, 3-2, á útivelli. Á sama tíma vann Tromsö sigur á Bodö/Glimt, 3-1, og hélt sæti sínu í deildinni. Guðmundur og félagar eru í umspilssætinu með eins stigs forskot á Mjöndalen fyrir lokaumferðina þökk sé Aroni Elís. Annað liðið mun falla og hitt þarf að bjarga sæti sínu í einvígi heima og að heiman gegn liði úr B-deildinni. Mjöndalen heimsækir Viking í lokaumferðinni en Start fær Molde í heimsókn.
Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Enski boltinn Kristinn: Við vorum geggjaðir Körfubolti Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Sport Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Körfubolti Uppgjör: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Körfubolti Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Fótbolti Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Fleiri fréttir Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Atli og Eiður í KR Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Sjá meira