Slæmt fyrir komandi kynslóðir ef útlendingar kaupa bankana Höskuldur Kári Schram skrifar 18. nóvember 2015 18:45 Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að Íslendingar eigi alls ekki að sækjast eftir því að fá erlenda aðila til að fjárfesta í bönkum hér á land. Skiptar skoðanir eru málið meðal stjórnarþingmanna en fjármálaráðherra telur að erlend fjárfesting geti þjónað íslensku fjármálakerfi. Þrír lífeyrissjóðir hafa sýnt áhuga á því að kaupa Arionbanka sem er að mestu í eigu kröfuhafa Kaupþings. Ef ríkið tekur svo yfir Íslandsbanka þykir líklegt að sá banki verði seldur næst. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur að það væri gott fyrir íslenska fjármálamarkað að fá erlenda fjárfesta. „Við höfum aldrei fengið stóra erlenda fjárfestingu á fjármálamarkaðinn hjá okkur og það yrði að mínu mati styrkleikamerki fyrir markaðinn ef að erlendir aðilar myndu sýna því áhuga að kaupa hlut í fjármálafyrirtæki,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokks og formaður efnahags - og viðskiptanefndar Alþingis er hins vegar ekki sammála þessu. „Að mínu mati væri það stórkostleg mistök. Alveg sérstaklega vegna þess að ólíkt öðrum fyrirtækjum þá eru bankar í þeirri stöðu að öll fyrirtæki þurfa að vera í viðskiptum við þá. Þeir skila miklum hagnaði og ef að sá hagnaður þarf að breytast úr krónum yfir í gjaldeyri og renna úr landi í formi arðs þá er það mjög óheppilegt fyrir okkur til lengri tíma litið Það gæti verið skammgóður vermir en til lengri tíma litið mjög óhagkvæmt fyrir komandi kynslóðir,“ segir Frosti. Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Frosti Sigurjónsson formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir að Íslendingar eigi alls ekki að sækjast eftir því að fá erlenda aðila til að fjárfesta í bönkum hér á land. Skiptar skoðanir eru málið meðal stjórnarþingmanna en fjármálaráðherra telur að erlend fjárfesting geti þjónað íslensku fjármálakerfi. Þrír lífeyrissjóðir hafa sýnt áhuga á því að kaupa Arionbanka sem er að mestu í eigu kröfuhafa Kaupþings. Ef ríkið tekur svo yfir Íslandsbanka þykir líklegt að sá banki verði seldur næst. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur að það væri gott fyrir íslenska fjármálamarkað að fá erlenda fjárfesta. „Við höfum aldrei fengið stóra erlenda fjárfestingu á fjármálamarkaðinn hjá okkur og það yrði að mínu mati styrkleikamerki fyrir markaðinn ef að erlendir aðilar myndu sýna því áhuga að kaupa hlut í fjármálafyrirtæki,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Frosti Sigurjónsson þingmaður Framsóknarflokks og formaður efnahags - og viðskiptanefndar Alþingis er hins vegar ekki sammála þessu. „Að mínu mati væri það stórkostleg mistök. Alveg sérstaklega vegna þess að ólíkt öðrum fyrirtækjum þá eru bankar í þeirri stöðu að öll fyrirtæki þurfa að vera í viðskiptum við þá. Þeir skila miklum hagnaði og ef að sá hagnaður þarf að breytast úr krónum yfir í gjaldeyri og renna úr landi í formi arðs þá er það mjög óheppilegt fyrir okkur til lengri tíma litið Það gæti verið skammgóður vermir en til lengri tíma litið mjög óhagkvæmt fyrir komandi kynslóðir,“ segir Frosti.
Alþingi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira