ÍBV harmar fyllerísummæli aðstoðarþjálfara Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. nóvember 2015 17:14 Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari ÍBV. Vísir/Pjetur ÍBV segir í yfirlýsingu sem birtist á mbl.is að ummæli sem Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍBV, lét falla í viðtali við fimmeinn.is eru í hæsta máta óviðeigandi. Í viðtalinu sakar Sigurður HSÍ um skammarleg vinnubrögð og að reglur sambandsins séu beygðar „trekk í trekk á okkar kostnað“. Sigurður setti sig í samband við HSÍ í fyrradag og lét vita að það væri slæmt útlit með siglingu á milli Eyja og Landeyjarhafnar fyrir leik Fram og ÍBV í Olísdeild karla í kvöld. Að sögn Sigurðar hefur mótanefnd HSÍ verið með þá reglu að ef sigla þarf með Herjólfi til Þorlákshafnar, ekki Landeyjahafnar, má fresta leiknum um einn dag gegn því að liðin komi sér á leiðarenda - hvort sem það á við um ÍBV eða lið sem eru að koma til Eyja. Mótanefnd HSÍ varð hins vegar ekki við þeirri ósk Eyjamanna og segir Sigurður í áðurnefndu viðtali að það hafi verið út af „fylleríi í öðrum sal í íþróttahúsinu [í Safamýri]“ en á föstudagskvöld mun Fram halda herrakvöld fyrir félagsmenn sína. „Þetta finnst mér skammarlegt. Í fyrsta lagi að íþróttasamband heimilar íþróttafélagi að fella niður íþróttaleik í efstu deild þar sem það fer fram veisla í húsinu og svo að það sé ekki unnið eftir reglum,“ sagði Sigurður við fimmeinn.is.Sigurður fagnar með sínum mönnum.VísirTveggja daga fjarvera ÍBV kom upp á land í gær fyrir leikinn í kvöld sem gerði það að verkum að menn þurftu að hætta fyrr í vinnu eða skóla og taka sér svo frí allan fimmtudaginn og stóran hluta föstudagsins. Róbert Geir Gíslason, starfsmaður mótanefndar HSÍ, sagði að það hafi verið alfarið ákvörðun Eyjamanna að fara upp á land í gær. Enginn hafi skikkað þá til þess. Róbert sagði enn fremur að HSÍ hafi boðið ÍBV að spila leikinn á laugardag eða 21. desember. Fram sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins og sagði að herrakvöldið hafi verið skipulagt með löngum fyrirvara. „Herrakvöld Knattspyrnufélagsins Fram hefur verið haldið annan föstudag í nóvember síðastliðin 35 ár [og er] eitt af stærstu fjáröflunarverkefnum aðalstjórnar.“ „Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Fram harmar það að Sigurður Bragason skuli kalla þessa samkomu okkar Framara og styrktaraðila eitthvað fyllerí og frábiður sér svona málflutning.“Arnar Pétursson er þjálfari ÍBV.VísirHöfum fullan skilning Sem fyrr segir sendi ÍBV frá sér yfirlýsingu sem formaður ÍBV og formaður handknattleiksdeildar undirrita. Þar eru ummæli Sigurðar sögð í hæsta máta óviðeigandi og endurspegli ekki afstöðu ÍBV. „Okkur þykir leitt að þessi ummæli hafi fallið og að þau skyldu rata í fjölmiðla. Við gerum okkur fyllilega ljós að allar fjáraflanir eru mikilvægar fyrir íþróttahreyfinguna og við höfum fullan skilning á því að ekki er hægt að færa til skipulagða dagskrá í íþróttamannvirkjum með svo stuttum fyrirvara,“ sagði í yfirlýsingunni. Leikur Fram og ÍBV er í beinni lýsingu Boltavaktar Vísis og Fréttablaðsins. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 26-21 | Sjötti sigurleikur Fram í röð Fram er að fara á kostum í Olís-deildinni, en þeir hafa nú unnið sex leiki í röð í deildinni. 12. nóvember 2015 20:15 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
ÍBV segir í yfirlýsingu sem birtist á mbl.is að ummæli sem Sigurður Bragason, aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá ÍBV, lét falla í viðtali við fimmeinn.is eru í hæsta máta óviðeigandi. Í viðtalinu sakar Sigurður HSÍ um skammarleg vinnubrögð og að reglur sambandsins séu beygðar „trekk í trekk á okkar kostnað“. Sigurður setti sig í samband við HSÍ í fyrradag og lét vita að það væri slæmt útlit með siglingu á milli Eyja og Landeyjarhafnar fyrir leik Fram og ÍBV í Olísdeild karla í kvöld. Að sögn Sigurðar hefur mótanefnd HSÍ verið með þá reglu að ef sigla þarf með Herjólfi til Þorlákshafnar, ekki Landeyjahafnar, má fresta leiknum um einn dag gegn því að liðin komi sér á leiðarenda - hvort sem það á við um ÍBV eða lið sem eru að koma til Eyja. Mótanefnd HSÍ varð hins vegar ekki við þeirri ósk Eyjamanna og segir Sigurður í áðurnefndu viðtali að það hafi verið út af „fylleríi í öðrum sal í íþróttahúsinu [í Safamýri]“ en á föstudagskvöld mun Fram halda herrakvöld fyrir félagsmenn sína. „Þetta finnst mér skammarlegt. Í fyrsta lagi að íþróttasamband heimilar íþróttafélagi að fella niður íþróttaleik í efstu deild þar sem það fer fram veisla í húsinu og svo að það sé ekki unnið eftir reglum,“ sagði Sigurður við fimmeinn.is.Sigurður fagnar með sínum mönnum.VísirTveggja daga fjarvera ÍBV kom upp á land í gær fyrir leikinn í kvöld sem gerði það að verkum að menn þurftu að hætta fyrr í vinnu eða skóla og taka sér svo frí allan fimmtudaginn og stóran hluta föstudagsins. Róbert Geir Gíslason, starfsmaður mótanefndar HSÍ, sagði að það hafi verið alfarið ákvörðun Eyjamanna að fara upp á land í gær. Enginn hafi skikkað þá til þess. Róbert sagði enn fremur að HSÍ hafi boðið ÍBV að spila leikinn á laugardag eða 21. desember. Fram sendi frá sér yfirlýsingu vegna málsins og sagði að herrakvöldið hafi verið skipulagt með löngum fyrirvara. „Herrakvöld Knattspyrnufélagsins Fram hefur verið haldið annan föstudag í nóvember síðastliðin 35 ár [og er] eitt af stærstu fjáröflunarverkefnum aðalstjórnar.“ „Aðalstjórn Knattspyrnufélagsins Fram harmar það að Sigurður Bragason skuli kalla þessa samkomu okkar Framara og styrktaraðila eitthvað fyllerí og frábiður sér svona málflutning.“Arnar Pétursson er þjálfari ÍBV.VísirHöfum fullan skilning Sem fyrr segir sendi ÍBV frá sér yfirlýsingu sem formaður ÍBV og formaður handknattleiksdeildar undirrita. Þar eru ummæli Sigurðar sögð í hæsta máta óviðeigandi og endurspegli ekki afstöðu ÍBV. „Okkur þykir leitt að þessi ummæli hafi fallið og að þau skyldu rata í fjölmiðla. Við gerum okkur fyllilega ljós að allar fjáraflanir eru mikilvægar fyrir íþróttahreyfinguna og við höfum fullan skilning á því að ekki er hægt að færa til skipulagða dagskrá í íþróttamannvirkjum með svo stuttum fyrirvara,“ sagði í yfirlýsingunni. Leikur Fram og ÍBV er í beinni lýsingu Boltavaktar Vísis og Fréttablaðsins.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 26-21 | Sjötti sigurleikur Fram í röð Fram er að fara á kostum í Olís-deildinni, en þeir hafa nú unnið sex leiki í röð í deildinni. 12. nóvember 2015 20:15 Mest lesið Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti „Við erum brothættir“ Fótbolti Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Fótbolti „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Fótbolti Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Körfubolti „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ Sport Porto lagði Val í Portúgal Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Porto lagði Val í Portúgal Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Fram - ÍBV 26-21 | Sjötti sigurleikur Fram í röð Fram er að fara á kostum í Olís-deildinni, en þeir hafa nú unnið sex leiki í röð í deildinni. 12. nóvember 2015 20:15