Hernáms Palestínu minnst 29. nóvember Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Hernám Ísraels yfir allri Palestínu hefur staðið í 48 ár, en 67 ár eru síðan það hófst með því að leggja undir sig fjóra fimmtu landsins, en Sameinuðu þjóðirnar höfðu ætlað þeim helming. Sú samþykkt var gerð á þessum degi, 29. nóvember 1947 og SÞ gerðu þennan dag að alþjóðlegum samstöðudegi með palestínsku þjóðinni í réttmætri baráttu hennar fyrir sínum þjóðarréttindum. Hernám Palestínu verður æ grimmilegra um leið og stöðugt verður ljósara að ráðandi öfl í Ísrael, zíonoisminn, sem er annars vegar rasismi, aðskilnaðarstefna og hins vegar nýlendustefna, ætla sér ekki að eftirláta Palestínumönnum neitt af landi sínu til að reisa sjálfstætt, lífvænlegt og fullvalda ríki. Umheimurinn horfir upp á þjóðarmorð í Palestínu með bæði augu lokuð og heldur fyrir eyru. Stríðsglæpir Ísraels í árásarstríði gegn íbúum Gaza í fyrrasumar virðast gleymdir, þótt yfir 2.200 hafi verið drepin og þar af 551 barn. Drápin sem nú eiga sér stað, einkum í Austur-Jerúsalem og á Vesturbakkanum, eru grimmilegri en um langt skeið. Vestrænir fjölmiðlar, þar á meðal RÚV og BBC, tala einkum um hnífastunguárásir, en 16 Ísraelsmenn hafa fallið síðan 1. október. Á sama tíma hafa 94 Palestínumenn verið drepnir, flest ungt fólk og börn, og margir teknir af lífi með köldu blóði af her og lögreglu, þótt auðvelt væri að afvopna og handtaka viðkomandi og færa fyrir dómstól. Nei, stefna Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, er að drepa fólk á staðnum, án dóms og laga.Landtökuliðið ræður ferðinni Palestínumenn berjast fyrir sjálfstæði og mannréttindum, friði og fyrst og fremst frelsi. Frá því að sjálfstæði Palestínu var lýst yfir 1988 hafa leiðtogar allra stjórnmálasamtaka, þar á meðal Hamas, lýst yfir vilja til að semja um frið við Ísrael svo fremi að árásum á Palestínu verði hætt og Ísrael viðurkenni og haldi sér innan við landamærin frá 1967. Palestínumenn hafa sumsé fyrir löngu viðurkennt Ísrael og tilvist þessara nágranna á 78% upphaflegrar Palestínu. Það dugir zíonistunum hins vegar ekki, þótt margir Ísraelsmenn vilji binda enda á hernámið og semja um frið. En það er landtökuliðið sem ræður ferðinni í Ísraelsstjórn og Netanyahu hefur alltaf verið í þeim flokki. Aðrir í ríkisstjórninni eins og dómsmálaráðherrann Ayelet Shakir, heimta nú víðtækt stríð og að herinn ráðist inn í borgir, bæi og þorp á Vesturbakkanum, líkt og gert var árið 2002. Það horfir því ekki friðvænlega í Palestínu um þessar mundir, en því mikilvægara er að sýna palestínsku þjóðinni samstöðu. Hún er þrátt fyrir allt sem á undan er gengið reiðubúin að semja um réttlátan frið á grundvelli alþjóðalaga og samþykkta Sameinuðu þjóðanna. Það er engin önnur leið ef stefna á að lífvænlegri framtíð í Palestínu og Ísrael. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Skoðun Tryggjum breytingar í málefnum eldri borgara Alma D. Möller skrifar Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn stendur með landsbyggðinni Hildur Sólveig Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ísland - land tækifæranna Ragnhildur Jónsdóttir skrifar Skoðun Fimm forgangsatriði í málefnum fatlaðs fólks Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Íslenska, hvað? Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Óður til kennara María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar Skoðun Réttlætismál fyrir eldri borgara Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar Sjá meira
Hernám Ísraels yfir allri Palestínu hefur staðið í 48 ár, en 67 ár eru síðan það hófst með því að leggja undir sig fjóra fimmtu landsins, en Sameinuðu þjóðirnar höfðu ætlað þeim helming. Sú samþykkt var gerð á þessum degi, 29. nóvember 1947 og SÞ gerðu þennan dag að alþjóðlegum samstöðudegi með palestínsku þjóðinni í réttmætri baráttu hennar fyrir sínum þjóðarréttindum. Hernám Palestínu verður æ grimmilegra um leið og stöðugt verður ljósara að ráðandi öfl í Ísrael, zíonoisminn, sem er annars vegar rasismi, aðskilnaðarstefna og hins vegar nýlendustefna, ætla sér ekki að eftirláta Palestínumönnum neitt af landi sínu til að reisa sjálfstætt, lífvænlegt og fullvalda ríki. Umheimurinn horfir upp á þjóðarmorð í Palestínu með bæði augu lokuð og heldur fyrir eyru. Stríðsglæpir Ísraels í árásarstríði gegn íbúum Gaza í fyrrasumar virðast gleymdir, þótt yfir 2.200 hafi verið drepin og þar af 551 barn. Drápin sem nú eiga sér stað, einkum í Austur-Jerúsalem og á Vesturbakkanum, eru grimmilegri en um langt skeið. Vestrænir fjölmiðlar, þar á meðal RÚV og BBC, tala einkum um hnífastunguárásir, en 16 Ísraelsmenn hafa fallið síðan 1. október. Á sama tíma hafa 94 Palestínumenn verið drepnir, flest ungt fólk og börn, og margir teknir af lífi með köldu blóði af her og lögreglu, þótt auðvelt væri að afvopna og handtaka viðkomandi og færa fyrir dómstól. Nei, stefna Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, er að drepa fólk á staðnum, án dóms og laga.Landtökuliðið ræður ferðinni Palestínumenn berjast fyrir sjálfstæði og mannréttindum, friði og fyrst og fremst frelsi. Frá því að sjálfstæði Palestínu var lýst yfir 1988 hafa leiðtogar allra stjórnmálasamtaka, þar á meðal Hamas, lýst yfir vilja til að semja um frið við Ísrael svo fremi að árásum á Palestínu verði hætt og Ísrael viðurkenni og haldi sér innan við landamærin frá 1967. Palestínumenn hafa sumsé fyrir löngu viðurkennt Ísrael og tilvist þessara nágranna á 78% upphaflegrar Palestínu. Það dugir zíonistunum hins vegar ekki, þótt margir Ísraelsmenn vilji binda enda á hernámið og semja um frið. En það er landtökuliðið sem ræður ferðinni í Ísraelsstjórn og Netanyahu hefur alltaf verið í þeim flokki. Aðrir í ríkisstjórninni eins og dómsmálaráðherrann Ayelet Shakir, heimta nú víðtækt stríð og að herinn ráðist inn í borgir, bæi og þorp á Vesturbakkanum, líkt og gert var árið 2002. Það horfir því ekki friðvænlega í Palestínu um þessar mundir, en því mikilvægara er að sýna palestínsku þjóðinni samstöðu. Hún er þrátt fyrir allt sem á undan er gengið reiðubúin að semja um réttlátan frið á grundvelli alþjóðalaga og samþykkta Sameinuðu þjóðanna. Það er engin önnur leið ef stefna á að lífvænlegri framtíð í Palestínu og Ísrael.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson skrifar
Skoðun Að kjósa annað en Framsókn er að kjósa kyrrstöðu eða afturför í heilbrigðismálum Jóhann F. K. Arinbjarnarson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun