Hernáms Palestínu minnst 29. nóvember Sveinn Rúnar Hauksson skrifar 27. nóvember 2015 07:00 Hernám Ísraels yfir allri Palestínu hefur staðið í 48 ár, en 67 ár eru síðan það hófst með því að leggja undir sig fjóra fimmtu landsins, en Sameinuðu þjóðirnar höfðu ætlað þeim helming. Sú samþykkt var gerð á þessum degi, 29. nóvember 1947 og SÞ gerðu þennan dag að alþjóðlegum samstöðudegi með palestínsku þjóðinni í réttmætri baráttu hennar fyrir sínum þjóðarréttindum. Hernám Palestínu verður æ grimmilegra um leið og stöðugt verður ljósara að ráðandi öfl í Ísrael, zíonoisminn, sem er annars vegar rasismi, aðskilnaðarstefna og hins vegar nýlendustefna, ætla sér ekki að eftirláta Palestínumönnum neitt af landi sínu til að reisa sjálfstætt, lífvænlegt og fullvalda ríki. Umheimurinn horfir upp á þjóðarmorð í Palestínu með bæði augu lokuð og heldur fyrir eyru. Stríðsglæpir Ísraels í árásarstríði gegn íbúum Gaza í fyrrasumar virðast gleymdir, þótt yfir 2.200 hafi verið drepin og þar af 551 barn. Drápin sem nú eiga sér stað, einkum í Austur-Jerúsalem og á Vesturbakkanum, eru grimmilegri en um langt skeið. Vestrænir fjölmiðlar, þar á meðal RÚV og BBC, tala einkum um hnífastunguárásir, en 16 Ísraelsmenn hafa fallið síðan 1. október. Á sama tíma hafa 94 Palestínumenn verið drepnir, flest ungt fólk og börn, og margir teknir af lífi með köldu blóði af her og lögreglu, þótt auðvelt væri að afvopna og handtaka viðkomandi og færa fyrir dómstól. Nei, stefna Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, er að drepa fólk á staðnum, án dóms og laga.Landtökuliðið ræður ferðinni Palestínumenn berjast fyrir sjálfstæði og mannréttindum, friði og fyrst og fremst frelsi. Frá því að sjálfstæði Palestínu var lýst yfir 1988 hafa leiðtogar allra stjórnmálasamtaka, þar á meðal Hamas, lýst yfir vilja til að semja um frið við Ísrael svo fremi að árásum á Palestínu verði hætt og Ísrael viðurkenni og haldi sér innan við landamærin frá 1967. Palestínumenn hafa sumsé fyrir löngu viðurkennt Ísrael og tilvist þessara nágranna á 78% upphaflegrar Palestínu. Það dugir zíonistunum hins vegar ekki, þótt margir Ísraelsmenn vilji binda enda á hernámið og semja um frið. En það er landtökuliðið sem ræður ferðinni í Ísraelsstjórn og Netanyahu hefur alltaf verið í þeim flokki. Aðrir í ríkisstjórninni eins og dómsmálaráðherrann Ayelet Shakir, heimta nú víðtækt stríð og að herinn ráðist inn í borgir, bæi og þorp á Vesturbakkanum, líkt og gert var árið 2002. Það horfir því ekki friðvænlega í Palestínu um þessar mundir, en því mikilvægara er að sýna palestínsku þjóðinni samstöðu. Hún er þrátt fyrir allt sem á undan er gengið reiðubúin að semja um réttlátan frið á grundvelli alþjóðalaga og samþykkta Sameinuðu þjóðanna. Það er engin önnur leið ef stefna á að lífvænlegri framtíð í Palestínu og Ísrael. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveinn Rúnar Hauksson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Sjá meira
Hernám Ísraels yfir allri Palestínu hefur staðið í 48 ár, en 67 ár eru síðan það hófst með því að leggja undir sig fjóra fimmtu landsins, en Sameinuðu þjóðirnar höfðu ætlað þeim helming. Sú samþykkt var gerð á þessum degi, 29. nóvember 1947 og SÞ gerðu þennan dag að alþjóðlegum samstöðudegi með palestínsku þjóðinni í réttmætri baráttu hennar fyrir sínum þjóðarréttindum. Hernám Palestínu verður æ grimmilegra um leið og stöðugt verður ljósara að ráðandi öfl í Ísrael, zíonoisminn, sem er annars vegar rasismi, aðskilnaðarstefna og hins vegar nýlendustefna, ætla sér ekki að eftirláta Palestínumönnum neitt af landi sínu til að reisa sjálfstætt, lífvænlegt og fullvalda ríki. Umheimurinn horfir upp á þjóðarmorð í Palestínu með bæði augu lokuð og heldur fyrir eyru. Stríðsglæpir Ísraels í árásarstríði gegn íbúum Gaza í fyrrasumar virðast gleymdir, þótt yfir 2.200 hafi verið drepin og þar af 551 barn. Drápin sem nú eiga sér stað, einkum í Austur-Jerúsalem og á Vesturbakkanum, eru grimmilegri en um langt skeið. Vestrænir fjölmiðlar, þar á meðal RÚV og BBC, tala einkum um hnífastunguárásir, en 16 Ísraelsmenn hafa fallið síðan 1. október. Á sama tíma hafa 94 Palestínumenn verið drepnir, flest ungt fólk og börn, og margir teknir af lífi með köldu blóði af her og lögreglu, þótt auðvelt væri að afvopna og handtaka viðkomandi og færa fyrir dómstól. Nei, stefna Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, er að drepa fólk á staðnum, án dóms og laga.Landtökuliðið ræður ferðinni Palestínumenn berjast fyrir sjálfstæði og mannréttindum, friði og fyrst og fremst frelsi. Frá því að sjálfstæði Palestínu var lýst yfir 1988 hafa leiðtogar allra stjórnmálasamtaka, þar á meðal Hamas, lýst yfir vilja til að semja um frið við Ísrael svo fremi að árásum á Palestínu verði hætt og Ísrael viðurkenni og haldi sér innan við landamærin frá 1967. Palestínumenn hafa sumsé fyrir löngu viðurkennt Ísrael og tilvist þessara nágranna á 78% upphaflegrar Palestínu. Það dugir zíonistunum hins vegar ekki, þótt margir Ísraelsmenn vilji binda enda á hernámið og semja um frið. En það er landtökuliðið sem ræður ferðinni í Ísraelsstjórn og Netanyahu hefur alltaf verið í þeim flokki. Aðrir í ríkisstjórninni eins og dómsmálaráðherrann Ayelet Shakir, heimta nú víðtækt stríð og að herinn ráðist inn í borgir, bæi og þorp á Vesturbakkanum, líkt og gert var árið 2002. Það horfir því ekki friðvænlega í Palestínu um þessar mundir, en því mikilvægara er að sýna palestínsku þjóðinni samstöðu. Hún er þrátt fyrir allt sem á undan er gengið reiðubúin að semja um réttlátan frið á grundvelli alþjóðalaga og samþykkta Sameinuðu þjóðanna. Það er engin önnur leið ef stefna á að lífvænlegri framtíð í Palestínu og Ísrael.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun