Selfyssingarnir sér á báti í markaskorun Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2015 06:45 Hrafnhildur Hanna er mikil markavél. vísir/stefán Handbolti. Tveir leikmenn Olís-deildar kvenna náðu að rjúfa hundrað marka múrinn áður en deildin fór í jólafrí en síðustu leikirnir í tæpar sjö vikur fóru fram um síðustu helgi. Leikmennirnir sem um ræðir eru Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Díana Kristín Sigmarsdóttir sem spila reyndar ekki með sama félagi í deildinni en eiga það sameiginlegt að vera báðar tvítugar og frá Selfossi. Hrafnhildur Hanna hefur nú átján marka forskot á toppnum en hún hefur skorað 118 mörk eða yfir níu mörk að meðaltali í leik. Díana Kristín skoraði fjórtán mörk í lokaleiknum og komst þar með upp í 100 mörkin. Hún hefur skorað þau í 12 leikjum og er því með 8,3 mörk að meðaltali í leik. Báðar hafa þær fimm sinnum skorað tíu mörk eða fleiri í einum leik en Hrafnhildur Hanna á besta leikinn þegar hún skoraði 18 mörk á móti Fylki. Þær Hrafnhildur Hanna og Díana spiluðu ekki saman með Selfossi í efstu deild því Díana fór snemma í Hauka og spilaði einnig með Fylki áður en hún samdi við Fjölni síðasta sumar. Hrafnhildur skipti í annan gír eftir þrjá fyrstu leikina þar sem hún var með 6,3 mörk að meðaltali. Síðan þá hefur hún skorað 9,9 mörk að meðaltali og aðeins einu sinni undir sjö mörkum. Frammistaða Hrafnhildar Hönnu á móti efstu liðunum er vissulega athyglisverð. Hún skoraði ellefu mörk á móti báðum efstu liðunum, Gróttu og ÍBV, og þá er hún með 10,4 mörk í leik á móti þeim liðum sem væru inni í úrslitakeppninni ef deildin endaði eins og hún er í dag. Hrafnhildur hefur á móti „aðeins“ skorað 7,5 mörk í leik á móti sex neðstu liðunum. Hrafnhildur er á góðri leið með að bæta sitt persónulega met frá því í fyrra þegar hún skoraði 159 mörk í 22 leikjum, 7,2 mörk í leik, og varð markadrottning deildarinnar. Hrafnhildur skoraði 5,5 mörk í leik veturinn 2013-14 og er því að taka sitt annað stóra stökk í röð. Fleiri ungar og stórefnilegar stúlkur eru ofarlega á listanum eins og þær Thea Imani Sturludóttir úr Fylki og Ragnheiður Júlíusdóttir úr Fram en þar eru einnig reynsluboltar eins og þær Kristín Guðmundsdóttir úr Val, Ramune Pekarskyte úr Haukum og Hekla Daðadóttir úr Aftureldingu.Markaskor Hrafnhildar Hönnu eftir leikjum: Haukar (úti) 7 mörk KA/Þór (heima) 5 mörk Fjölnir (úti) 7 mörk Fylkir (heima) 18 mörk Fram (úti) 12 mörk Grótta (heima) 11 mörk Afturelding (úti) 7 mörk Valur (heima) 4 mörk ÍR (úti) 9 mörk ÍBV (heima) 11 mörk Stjarnan (úti) 10 mörk HK (heima) 9 mörk FH (úti) 8 mörk Olís-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Handbolti. Tveir leikmenn Olís-deildar kvenna náðu að rjúfa hundrað marka múrinn áður en deildin fór í jólafrí en síðustu leikirnir í tæpar sjö vikur fóru fram um síðustu helgi. Leikmennirnir sem um ræðir eru Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir og Díana Kristín Sigmarsdóttir sem spila reyndar ekki með sama félagi í deildinni en eiga það sameiginlegt að vera báðar tvítugar og frá Selfossi. Hrafnhildur Hanna hefur nú átján marka forskot á toppnum en hún hefur skorað 118 mörk eða yfir níu mörk að meðaltali í leik. Díana Kristín skoraði fjórtán mörk í lokaleiknum og komst þar með upp í 100 mörkin. Hún hefur skorað þau í 12 leikjum og er því með 8,3 mörk að meðaltali í leik. Báðar hafa þær fimm sinnum skorað tíu mörk eða fleiri í einum leik en Hrafnhildur Hanna á besta leikinn þegar hún skoraði 18 mörk á móti Fylki. Þær Hrafnhildur Hanna og Díana spiluðu ekki saman með Selfossi í efstu deild því Díana fór snemma í Hauka og spilaði einnig með Fylki áður en hún samdi við Fjölni síðasta sumar. Hrafnhildur skipti í annan gír eftir þrjá fyrstu leikina þar sem hún var með 6,3 mörk að meðaltali. Síðan þá hefur hún skorað 9,9 mörk að meðaltali og aðeins einu sinni undir sjö mörkum. Frammistaða Hrafnhildar Hönnu á móti efstu liðunum er vissulega athyglisverð. Hún skoraði ellefu mörk á móti báðum efstu liðunum, Gróttu og ÍBV, og þá er hún með 10,4 mörk í leik á móti þeim liðum sem væru inni í úrslitakeppninni ef deildin endaði eins og hún er í dag. Hrafnhildur hefur á móti „aðeins“ skorað 7,5 mörk í leik á móti sex neðstu liðunum. Hrafnhildur er á góðri leið með að bæta sitt persónulega met frá því í fyrra þegar hún skoraði 159 mörk í 22 leikjum, 7,2 mörk í leik, og varð markadrottning deildarinnar. Hrafnhildur skoraði 5,5 mörk í leik veturinn 2013-14 og er því að taka sitt annað stóra stökk í röð. Fleiri ungar og stórefnilegar stúlkur eru ofarlega á listanum eins og þær Thea Imani Sturludóttir úr Fylki og Ragnheiður Júlíusdóttir úr Fram en þar eru einnig reynsluboltar eins og þær Kristín Guðmundsdóttir úr Val, Ramune Pekarskyte úr Haukum og Hekla Daðadóttir úr Aftureldingu.Markaskor Hrafnhildar Hönnu eftir leikjum: Haukar (úti) 7 mörk KA/Þór (heima) 5 mörk Fjölnir (úti) 7 mörk Fylkir (heima) 18 mörk Fram (úti) 12 mörk Grótta (heima) 11 mörk Afturelding (úti) 7 mörk Valur (heima) 4 mörk ÍR (úti) 9 mörk ÍBV (heima) 11 mörk Stjarnan (úti) 10 mörk HK (heima) 9 mörk FH (úti) 8 mörk
Olís-deild kvenna Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport Hareide hættur með landsliðið Fótbolti „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira