Jólaneglurnar verða vínrauðar Elín Albertsdóttir skrifar 25. nóvember 2015 06:00 Margar konur hugsa vel um neglurnar. Hér er Selma að snyrta neglur sem síðan verða lakkaðar fallega. Vísir/GVA Selma Margrét Sverrisdóttir naglafræðingur hjá SoS Neglur og Förðun segir að dökkvínrauðar neglur séu vinsælastar um þessar mundir. Minna sé aftur á móti um ásett skraut. Selma segir að það sé alltaf vinsælt meðal kvenna að fá sér gervineglur. Neglurnar hafa lítillega breyst í lögun og lengst. Sérstök tilefni kalla á fallegar neglur, eins og brúðkaup, stórafmæli eða jafnvel nýárshátíð. Þessi dökkvínrauði litur er sá vinsælasti um þessar mundir. Selma segir að rauðu neglurnar henti ágætlega um jólin en um áramót vilji konur fá smávegis glimmer líka. „Reyndar eru dökku vetrarlitirnir mjög vinsælir um þessar mundir en það eru alltaf einhverjar konur sem halda sig við ljósa liti. Það má því segja að hvíti liturinn sé alveg með líka,“ segir hún. Dökkir bláir tónar eru einnig vinsælir. Naglasnyrting hefur lengi tíðkast og litir á naglalökkum breytast með tískustraumum. Undanfarin ár hafa ljósir litir verið langvinsælastir en nú er þetta að breytast og dökkir litir eru allsráðandi. „Það hafa ekki verið miklar breytingar í þessu fagi undanfarið en þó get ég nefnt að minna er um skrautsteina og þess háttar. Dökkir vetrarlitir hafa verið áberandi undanfarið, vínrauður, navy blár, dökkgrænn og grár. Ljósbleikur kemur svo inn á milli fyrir þær sem vilja það frekar. Það hefur líka verið vinsælt að hafa matta tóna og svo alveg náttúrulegan lit,“ útskýrir Selma. Fölbleikur. Þótt dökkir litir séu allsráðandi eru enn margar konur sem vilja hafa neglurnar í ljósum lit. „Um jólin verður sem sagt dökkvínrauði liturinn að öllum líkindum mjög vinsæll og svo má bæta glimmerinu inn fyrir áramótin,“ segir Selma. „Næsta vor koma svo inn skemmtilega ljósir litir og þá tökum við táneglurnar líka. Það er minna um það á veturna,“ segir Selma og minnir á að það þurfi þó alltaf að halda nöglunum við svo þær séu fallegar. Minna er um listrænar neglur en oft áður, það er í mörgum litum. Þessar eru þó óneitanlega jólalegar. Jólaneglurnar eru þó ekki eftir Selmu. Litrík og skemmtileg útgáfa af jólanöglum. Jólafréttir Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Hó, hó, hó í Hafnarfirði Jól Var stundum kallaður Jesús Jólin Frá ljósanna hásal Jól Jól Jól Gömul þula um Grýlubörn Jól Fyrsta jólatré heimsins Jólin Ekki gleyma að drekka vatn Jól Búa til eigin jólabjór Jól Fyrstu skíðin Jól
Selma Margrét Sverrisdóttir naglafræðingur hjá SoS Neglur og Förðun segir að dökkvínrauðar neglur séu vinsælastar um þessar mundir. Minna sé aftur á móti um ásett skraut. Selma segir að það sé alltaf vinsælt meðal kvenna að fá sér gervineglur. Neglurnar hafa lítillega breyst í lögun og lengst. Sérstök tilefni kalla á fallegar neglur, eins og brúðkaup, stórafmæli eða jafnvel nýárshátíð. Þessi dökkvínrauði litur er sá vinsælasti um þessar mundir. Selma segir að rauðu neglurnar henti ágætlega um jólin en um áramót vilji konur fá smávegis glimmer líka. „Reyndar eru dökku vetrarlitirnir mjög vinsælir um þessar mundir en það eru alltaf einhverjar konur sem halda sig við ljósa liti. Það má því segja að hvíti liturinn sé alveg með líka,“ segir hún. Dökkir bláir tónar eru einnig vinsælir. Naglasnyrting hefur lengi tíðkast og litir á naglalökkum breytast með tískustraumum. Undanfarin ár hafa ljósir litir verið langvinsælastir en nú er þetta að breytast og dökkir litir eru allsráðandi. „Það hafa ekki verið miklar breytingar í þessu fagi undanfarið en þó get ég nefnt að minna er um skrautsteina og þess háttar. Dökkir vetrarlitir hafa verið áberandi undanfarið, vínrauður, navy blár, dökkgrænn og grár. Ljósbleikur kemur svo inn á milli fyrir þær sem vilja það frekar. Það hefur líka verið vinsælt að hafa matta tóna og svo alveg náttúrulegan lit,“ útskýrir Selma. Fölbleikur. Þótt dökkir litir séu allsráðandi eru enn margar konur sem vilja hafa neglurnar í ljósum lit. „Um jólin verður sem sagt dökkvínrauði liturinn að öllum líkindum mjög vinsæll og svo má bæta glimmerinu inn fyrir áramótin,“ segir Selma. „Næsta vor koma svo inn skemmtilega ljósir litir og þá tökum við táneglurnar líka. Það er minna um það á veturna,“ segir Selma og minnir á að það þurfi þó alltaf að halda nöglunum við svo þær séu fallegar. Minna er um listrænar neglur en oft áður, það er í mörgum litum. Þessar eru þó óneitanlega jólalegar. Jólaneglurnar eru þó ekki eftir Selmu. Litrík og skemmtileg útgáfa af jólanöglum.
Jólafréttir Mest lesið Sálmur 84 - Signuð skín réttlætis sólin Jól Hó, hó, hó í Hafnarfirði Jól Var stundum kallaður Jesús Jólin Frá ljósanna hásal Jól Jól Jól Gömul þula um Grýlubörn Jól Fyrsta jólatré heimsins Jólin Ekki gleyma að drekka vatn Jól Búa til eigin jólabjór Jól Fyrstu skíðin Jól