Fyrrum NFL-stjarna vill komast til Ríó sem þrístökkvari | Myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 24. nóvember 2015 22:45 David Wilson. Vísir/Getty David Wilson, fyrrum leikmaður New York Giants í NFL-deildinni, hefur sett sér það markmið að komast í keppnislið Bandaríkjanna í þrístökki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Wilson var aðeins 23 ára þegar hann neyddist til að hætta í NFL-deildinni vegna alvarlegra meiðsla á háls og hrygg. Hann hlaut meiðslin í leik gegn Philadelphia Eagles snemma á sínu öðru tímabili í deildinni, haustið 2013. Fylgst er með Wilson í heimildamynd sem má sjá hér en þar segir hann að frjálsíþróttir hafi ávallt verið í miklum metum hjá sér og hann dreymir nú um að verða einn besti þrístökkvari Bandaríkjanna og keppa fyrir hönd þjóðar sinnar á Ólympíuleikum. Úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana fer fram í Bandaríkjunum næsta sumar, um mánuði fyrir leikana í Ríó sem hefjast í byrjun ágúst. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi fer Wilson vel af stað en ljóst er að hann þarf þó að bæta sig mikið til að eiga möguleika á að komast alla leið til Brasilíu. Goodwin stekkur á leikunum í Lundúnum.Vísir/Getty Hann er ekki eini NFL-leikmaðurinn sem hefur einnig látið til sín taka í frjálsíþróttum en Marquise Goodwin, útherji hjá Buffalo Bills, keppti fyrir Bandaríkin í langstökki á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Goodwin endaði í tíunda sæti í greininni en hann setti frjálsíþróttirnar til hliðar þegar NFL-ferillinn hófst árið 2013. Hann reyndi fyrir sér aftur í langstökki síðastliðið sumar og freistaði þess að komast í lið Bandaríkjanna fyrir HM en það tókst ekki. Hann vann engu síður til silfurverðlauna á Ameríkuleikunum stuttu síðar þegar hann stökk 8,27 m. NFL Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira
David Wilson, fyrrum leikmaður New York Giants í NFL-deildinni, hefur sett sér það markmið að komast í keppnislið Bandaríkjanna í þrístökki fyrir Ólympíuleikana í Ríó á næsta ári. Wilson var aðeins 23 ára þegar hann neyddist til að hætta í NFL-deildinni vegna alvarlegra meiðsla á háls og hrygg. Hann hlaut meiðslin í leik gegn Philadelphia Eagles snemma á sínu öðru tímabili í deildinni, haustið 2013. Fylgst er með Wilson í heimildamynd sem má sjá hér en þar segir hann að frjálsíþróttir hafi ávallt verið í miklum metum hjá sér og hann dreymir nú um að verða einn besti þrístökkvari Bandaríkjanna og keppa fyrir hönd þjóðar sinnar á Ólympíuleikum. Úrtökumótið fyrir Ólympíuleikana fer fram í Bandaríkjunum næsta sumar, um mánuði fyrir leikana í Ríó sem hefjast í byrjun ágúst. Eins og sjá má í meðfylgjandi myndbandi fer Wilson vel af stað en ljóst er að hann þarf þó að bæta sig mikið til að eiga möguleika á að komast alla leið til Brasilíu. Goodwin stekkur á leikunum í Lundúnum.Vísir/Getty Hann er ekki eini NFL-leikmaðurinn sem hefur einnig látið til sín taka í frjálsíþróttum en Marquise Goodwin, útherji hjá Buffalo Bills, keppti fyrir Bandaríkin í langstökki á Ólympíuleikunum í Lundúnum árið 2012. Goodwin endaði í tíunda sæti í greininni en hann setti frjálsíþróttirnar til hliðar þegar NFL-ferillinn hófst árið 2013. Hann reyndi fyrir sér aftur í langstökki síðastliðið sumar og freistaði þess að komast í lið Bandaríkjanna fyrir HM en það tókst ekki. Hann vann engu síður til silfurverðlauna á Ameríkuleikunum stuttu síðar þegar hann stökk 8,27 m.
NFL Ólympíuleikar 2016 í Ríó Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Sjá meira