Bjarki Þór og Sunna komin í úrslit Evrópumótsins Pétur Marinó Jónsson skrifar 21. nóvember 2015 22:30 Bjarki Þór er kominn í úrslit. Kjartan Páll Sæmundsson. Undanúrslit Evrópumótsins í MMA fóru fram í dag og átti Ísland þrjá fulltrúa þar. Bjarki Þór Pálsson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir eru bæði komin í úrslit. Bjarki Þór mætti Bretanum Hardeep Rai sem er sterkur glímumaður. Rai tókst að ná Bjarka niður í fyrstu lotu en Bjarki snéri stöðunni fljótt við. Bjarki hafði mikla yfirburði allan bardagann og stjórnaði Rai í gólfinu. Bjarka tókst að klára Rai með tæknilegu rothöggi í 3. lotu og er komin í úrslit Evrópumótsins. Frábær árangur hjá honum en þetta var fjórði bardaginn hans á þremur dögum. Sunna Rannveig Davíðsdóttir mætti hinni tékknesku Michaela Dostalova. Sunna var að hafa betur standandi og stökk hin tékkneska í „armbar“ en Sunna var fljót að verjast uppgjafartakinu og komst í yfirburðarstöðu í gólfinu. Þar raðaði hún inn höggunum þar til dómarinn stoppaði bardagann í fyrstu lotu. Sunna sigraði með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu og er komin í úrslit rétt eins og Bjarki. Síðastur af Íslendingunum í dag var Pétur Jóhannes Óskarsson. Hann mætti Irman Smajic frá Svíþjóð í þungavigt í undanúrslitum í dag. Eftir að hafa reynt að fara í fellu náði Smajic taki á hálsi Péturs og læsti standandi „guillotine“ hengingu. Pétur tappaði út og sigraði Svíinn eftir 1:56 í fyrstu lotu.Sjá einnig: Jón Viðar - Ástandið er óvenjugott miðað við alla bardagana Þau Sunna Rannveig og Bjarki Þór eru því komin í úrslit í sínum flokkum sem er ótrúlegt afrek. Bjarki Þór keppir í veltivigt sem er stærsti flokkur mótsins en Sunna Rannveig keppir í fluguvigt. Bjarki Þór mætir sterkum Búlgara sem hefur klárað alla bardaga sína á uppgjafartaki í 1. lotu. Sunna mætir Svía sem vann heimsmeistaramótið fyrr í sumar. MMA Tengdar fréttir Mjölnismenn með fjóra sigra á fyrsta degi Evrópumótsins Evrópumeistaramót áhugamanna í MMA fer fram þessa dagana í Birmingham. Átta Íslendingar eru skráðir til leiks og fór fyrsti keppnisdagurinn fram í dag. 19. nóvember 2015 22:15 Þrír Íslendingar í undanúrslit Evrópumótsins Seinni dagur Evrópumótsins í MMA fór fram í Birmingham í dag. Sjö Íslendingar kepptu í dag og eigum við þrjá fulltrúa í undanúrslitum eftir daginn. 20. nóvember 2015 20:45 Átta Íslendingar keppa á Evrópumótinu í MMA Evrópumeistaramót áhugamanna í MMA fer fram þessa dagana í Birmingham. Átta Íslendingar keppa á mótinu sem hefst í dag. 19. nóvember 2015 07:45 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Undanúrslit Evrópumótsins í MMA fóru fram í dag og átti Ísland þrjá fulltrúa þar. Bjarki Þór Pálsson og Sunna Rannveig Davíðsdóttir eru bæði komin í úrslit. Bjarki Þór mætti Bretanum Hardeep Rai sem er sterkur glímumaður. Rai tókst að ná Bjarka niður í fyrstu lotu en Bjarki snéri stöðunni fljótt við. Bjarki hafði mikla yfirburði allan bardagann og stjórnaði Rai í gólfinu. Bjarka tókst að klára Rai með tæknilegu rothöggi í 3. lotu og er komin í úrslit Evrópumótsins. Frábær árangur hjá honum en þetta var fjórði bardaginn hans á þremur dögum. Sunna Rannveig Davíðsdóttir mætti hinni tékknesku Michaela Dostalova. Sunna var að hafa betur standandi og stökk hin tékkneska í „armbar“ en Sunna var fljót að verjast uppgjafartakinu og komst í yfirburðarstöðu í gólfinu. Þar raðaði hún inn höggunum þar til dómarinn stoppaði bardagann í fyrstu lotu. Sunna sigraði með tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu og er komin í úrslit rétt eins og Bjarki. Síðastur af Íslendingunum í dag var Pétur Jóhannes Óskarsson. Hann mætti Irman Smajic frá Svíþjóð í þungavigt í undanúrslitum í dag. Eftir að hafa reynt að fara í fellu náði Smajic taki á hálsi Péturs og læsti standandi „guillotine“ hengingu. Pétur tappaði út og sigraði Svíinn eftir 1:56 í fyrstu lotu.Sjá einnig: Jón Viðar - Ástandið er óvenjugott miðað við alla bardagana Þau Sunna Rannveig og Bjarki Þór eru því komin í úrslit í sínum flokkum sem er ótrúlegt afrek. Bjarki Þór keppir í veltivigt sem er stærsti flokkur mótsins en Sunna Rannveig keppir í fluguvigt. Bjarki Þór mætir sterkum Búlgara sem hefur klárað alla bardaga sína á uppgjafartaki í 1. lotu. Sunna mætir Svía sem vann heimsmeistaramótið fyrr í sumar.
MMA Tengdar fréttir Mjölnismenn með fjóra sigra á fyrsta degi Evrópumótsins Evrópumeistaramót áhugamanna í MMA fer fram þessa dagana í Birmingham. Átta Íslendingar eru skráðir til leiks og fór fyrsti keppnisdagurinn fram í dag. 19. nóvember 2015 22:15 Þrír Íslendingar í undanúrslit Evrópumótsins Seinni dagur Evrópumótsins í MMA fór fram í Birmingham í dag. Sjö Íslendingar kepptu í dag og eigum við þrjá fulltrúa í undanúrslitum eftir daginn. 20. nóvember 2015 20:45 Átta Íslendingar keppa á Evrópumótinu í MMA Evrópumeistaramót áhugamanna í MMA fer fram þessa dagana í Birmingham. Átta Íslendingar keppa á mótinu sem hefst í dag. 19. nóvember 2015 07:45 Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Mjölnismenn með fjóra sigra á fyrsta degi Evrópumótsins Evrópumeistaramót áhugamanna í MMA fer fram þessa dagana í Birmingham. Átta Íslendingar eru skráðir til leiks og fór fyrsti keppnisdagurinn fram í dag. 19. nóvember 2015 22:15
Þrír Íslendingar í undanúrslit Evrópumótsins Seinni dagur Evrópumótsins í MMA fór fram í Birmingham í dag. Sjö Íslendingar kepptu í dag og eigum við þrjá fulltrúa í undanúrslitum eftir daginn. 20. nóvember 2015 20:45
Átta Íslendingar keppa á Evrópumótinu í MMA Evrópumeistaramót áhugamanna í MMA fer fram þessa dagana í Birmingham. Átta Íslendingar keppa á mótinu sem hefst í dag. 19. nóvember 2015 07:45