Bronsstúlkan okkar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. desember 2015 07:00 Eygló með bronsverðlaunin fyrir 200 metra baksundið. vísir/afp Síðustu dagar renna sundkonunni Eygló Ósk Gústafsdóttur eflaust seint úr minni. Sem kunnugt er vann hún til bronsverðlauna í 100 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Netanya í Ísrael í fyrradag. Og í gær fylgdi hún því eftir með að því að ná aftur í bronsverðlaun – í 200 metra baksundi. „Mér líður eins og mig sé að dreyma, þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ sagði Eygló alsæl þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið eftir úrslitasundið í gær. Eygló setti Íslandsmet þegar hún synti á 2:03,96 mínútum í undanrásunum í gærmorgun. Það met stóð þó ekki nema í nokkra klukkutíma því í úrslitasundinu síðar um daginn kom hún í bakkann á 2:03,53 mínútum og bætti Íslandsmet sitt frá því um morguninn um 43 hundraðshluta úr sekúndu. Hin ungverska Katinka Hosszu varð hlutskörpust í úrslitasundinu en hún kom í bakkann á nýju mótsmeti; 1:59,84 mínútum. Hin 18 ára gamla Daria Ustinova frá Rússlandi vann silfur á tímanum 2:01,57 mínútum. Eygló segir að árangurinn í 100 metra baksundinu hafi komið sér á óvart og jafnframt gefið sér byr undir báða vængi fyrir 200 metra baksundið, sem er hennar aðalgrein. „Ég hafði aldrei búist við að ná þessum árangri í 100 metrunum en fyrst ég náði því ætlaði ég mér svo sannarlega að gera þetta í 200 metrunum,“ sagði Eygló sem setti stefnuna á að enda í einu af fimm efstu sætunum í 200 metra baksundi. „Markmiðið var að vera í efstu fimm í 200 metra baksundinu og komast í úrslit í 100 metrunum, þannig að ég fór langt fram úr mínum eigin væntingum,“ bætti Eygló við en hún lýkur leik á EM þegar hún keppir í 50 metra baksundi í dag. Eygló segir að árangurinn frábæri í Ísrael hvetji hana til dáða í framhaldinu. Hún segist hreinlega ekki geta beðið eftir því að byrja að æfa á ný og bæta sig. „Ég er svo meira en tilbúin að fara að æfa og bæta það sem ég þarf að bæta,“ sagði Eygló sem veit nákvæmlega hvaða þætti hún þarf að laga til að ná enn lengra. „Um daginn fór ég í sundgreiningu. Það var maður sem tók myndband af mér að synda og sýndi mér nákvæmlega hvað ég get bætt og hvernig ég get gert það. Þetta er það fyrsta á dagskrá eftir mótið.“ Eygló segir að bronsverðlaunin tvö á EM séu toppurinn á frábæru ári hennar sem nú er senn á enda. „Jú, klárlega. Ég keppi aftur um næstu helgi og svo byrja ég að æfa á fullu,“ sagði Eygló. En er búið að taka frá pláss í bikaraskápnum hennar fyrir bronsmedalíurnar tvær? „Þessar medalíur fara á sérstakan stað,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir og hló við.vísir/afp, grafík/garðar Sund Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira
Síðustu dagar renna sundkonunni Eygló Ósk Gústafsdóttur eflaust seint úr minni. Sem kunnugt er vann hún til bronsverðlauna í 100 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu í 25 metra laug í Netanya í Ísrael í fyrradag. Og í gær fylgdi hún því eftir með að því að ná aftur í bronsverðlaun – í 200 metra baksundi. „Mér líður eins og mig sé að dreyma, þetta er það skemmtilegasta sem ég hef gert,“ sagði Eygló alsæl þegar Fréttablaðið heyrði í henni hljóðið eftir úrslitasundið í gær. Eygló setti Íslandsmet þegar hún synti á 2:03,96 mínútum í undanrásunum í gærmorgun. Það met stóð þó ekki nema í nokkra klukkutíma því í úrslitasundinu síðar um daginn kom hún í bakkann á 2:03,53 mínútum og bætti Íslandsmet sitt frá því um morguninn um 43 hundraðshluta úr sekúndu. Hin ungverska Katinka Hosszu varð hlutskörpust í úrslitasundinu en hún kom í bakkann á nýju mótsmeti; 1:59,84 mínútum. Hin 18 ára gamla Daria Ustinova frá Rússlandi vann silfur á tímanum 2:01,57 mínútum. Eygló segir að árangurinn í 100 metra baksundinu hafi komið sér á óvart og jafnframt gefið sér byr undir báða vængi fyrir 200 metra baksundið, sem er hennar aðalgrein. „Ég hafði aldrei búist við að ná þessum árangri í 100 metrunum en fyrst ég náði því ætlaði ég mér svo sannarlega að gera þetta í 200 metrunum,“ sagði Eygló sem setti stefnuna á að enda í einu af fimm efstu sætunum í 200 metra baksundi. „Markmiðið var að vera í efstu fimm í 200 metra baksundinu og komast í úrslit í 100 metrunum, þannig að ég fór langt fram úr mínum eigin væntingum,“ bætti Eygló við en hún lýkur leik á EM þegar hún keppir í 50 metra baksundi í dag. Eygló segir að árangurinn frábæri í Ísrael hvetji hana til dáða í framhaldinu. Hún segist hreinlega ekki geta beðið eftir því að byrja að æfa á ný og bæta sig. „Ég er svo meira en tilbúin að fara að æfa og bæta það sem ég þarf að bæta,“ sagði Eygló sem veit nákvæmlega hvaða þætti hún þarf að laga til að ná enn lengra. „Um daginn fór ég í sundgreiningu. Það var maður sem tók myndband af mér að synda og sýndi mér nákvæmlega hvað ég get bætt og hvernig ég get gert það. Þetta er það fyrsta á dagskrá eftir mótið.“ Eygló segir að bronsverðlaunin tvö á EM séu toppurinn á frábæru ári hennar sem nú er senn á enda. „Jú, klárlega. Ég keppi aftur um næstu helgi og svo byrja ég að æfa á fullu,“ sagði Eygló. En er búið að taka frá pláss í bikaraskápnum hennar fyrir bronsmedalíurnar tvær? „Þessar medalíur fara á sérstakan stað,“ sagði Eygló Ósk Gústafsdóttir og hló við.vísir/afp, grafík/garðar
Sund Mest lesið Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Sjá meira