Vaxandi vá í vetrarríki Garðar Örn Úlfarsson skrifar 5. desember 2015 07:00 Harry Þór Hólmgeirsson hreinsaði snjó af þaki hótelsins 1919 í Hafnarstræti í Reykjavík í gær. vísir/Vilhelm „Það er skelfilegt ástand í Reykjavík,“ segir Harry Þór Hólmgeirsson hjá Körfubílum ehf. Undanfarna daga hafa Harry og félagar þeyst um og aðstoðað vegna snjó- og klakafargansins sem liggur yfir öllu.Gríðarleg grýlukerti utan á húsi á Miklubraut gætu fallið með tilheyrandi hættu fyrir þá og það sem undir er.vísir/vilhelmMargir hafa lent í vatnsleka og þeim virðist vera að fjölga. „Ég er búinn að vera í þessu í 25 ár, eins og leigubílstjórinn sagði um árið, og ég hef ekki séð svona ástand áður. Það eru einhver mjög skrítin skilyrði með miklum snjó og frosti,“ segir Harry sem hefur ekki tölu á símtölunum síðustu daga. „Það er bara allt á fullu.“ Hitinn frá húsum nær hjá sumum að þíða undan snjónum á þökunum og vatnið sem þá myndast kemst ekki burt því niðurföllin er stífluð af frosti. Vatnið leitar því inn í húsin. Harry segir mikið tjón víða en engin leið sé að anna öllum sem leiti aðstoðar. „Það er ekkert hægt að berja því þá eyðileggur maður bara rennurnar. Það þarf bara að bíða eftir þíðu. Við brjótum niður grýlukerti og mokum snjó frá rennum og inn á þökin til að létta á. Sum staðar tökum við rennur sundur svo vatnið komist sína leið,“ segir Harry. Ekki sé notað heitt vatn en stundum salt sem virki hægt og rólega. Harry kveðst gáttaður á því hvernig sum hús séu byggð. „Maður er búinn að sjá sorgleg dæmi um hús sem eru á floti,“ segir hann og nefnir sem dæmi hús með valmaþökum og hús í Hlíðunum og miðbænum. „Þetta er bara úti um allt.“ Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir reynt að komast hjá útköllum vegna snjóvanda og lekamála til að liðið geti verið tilbúið í það sem að því snýr fyrst og fremst, eldsvoða. Slökkviliðið vísi þess í stað á körfubílaþjónustur.Sigrún Þorsteinsdóttir„En auðvitað reynum við að hjálpa fólki ef það er komið í einhverja neyð. Og ef þessi fyrirtæki eru öll bundin í verkefnum þá höfum við verið að hjálpa örlítið til.“ Sigurbjörn segir að þótt það sé hægara sagt en gert sé mjög mikilvægt að hreinsa frá rennunum og niðurföllum og af þökum. „En það er um að gera að fara varlega og vera ekki að stefna sér í hættu uppi á efri hæðum, það er aðalmálið. Fólk á ekki að standa uppi á svalahandriðum og þess háttar.“ Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, tekur í sama streng og Sigurbjörn varðstjóri. „Fólk á ekki að rjúka upp í stiga eða upp á bratt þak í þessu umhverfi sem er núna þar sem er slysahætta. Það verður að fá einhvern sem er með rétt tæki og tól.“ Sigrún varar jafnframt við hættu sem skapast þegar hitinn fer yfir frostmark eins og í stefndi í gærkvöld. Þá sé viðbúið að snjóhengjur og grýlukerti falli niður. „Þá er mikilvægt að ekki sé hætta á að einhverjir séu þar undir og að fólk sé ekki að leggja bílunum sínum beint undir þakinu. Og ef fólk nær ekki að hreinsa þetta niður og er hrætt um að einhver geti verið undir, að það afmarki þá svæðið með borðum eða öðru því um líku,“ ráðleggur Sigrún Þorsteinsdóttir. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira
„Það er skelfilegt ástand í Reykjavík,“ segir Harry Þór Hólmgeirsson hjá Körfubílum ehf. Undanfarna daga hafa Harry og félagar þeyst um og aðstoðað vegna snjó- og klakafargansins sem liggur yfir öllu.Gríðarleg grýlukerti utan á húsi á Miklubraut gætu fallið með tilheyrandi hættu fyrir þá og það sem undir er.vísir/vilhelmMargir hafa lent í vatnsleka og þeim virðist vera að fjölga. „Ég er búinn að vera í þessu í 25 ár, eins og leigubílstjórinn sagði um árið, og ég hef ekki séð svona ástand áður. Það eru einhver mjög skrítin skilyrði með miklum snjó og frosti,“ segir Harry sem hefur ekki tölu á símtölunum síðustu daga. „Það er bara allt á fullu.“ Hitinn frá húsum nær hjá sumum að þíða undan snjónum á þökunum og vatnið sem þá myndast kemst ekki burt því niðurföllin er stífluð af frosti. Vatnið leitar því inn í húsin. Harry segir mikið tjón víða en engin leið sé að anna öllum sem leiti aðstoðar. „Það er ekkert hægt að berja því þá eyðileggur maður bara rennurnar. Það þarf bara að bíða eftir þíðu. Við brjótum niður grýlukerti og mokum snjó frá rennum og inn á þökin til að létta á. Sum staðar tökum við rennur sundur svo vatnið komist sína leið,“ segir Harry. Ekki sé notað heitt vatn en stundum salt sem virki hægt og rólega. Harry kveðst gáttaður á því hvernig sum hús séu byggð. „Maður er búinn að sjá sorgleg dæmi um hús sem eru á floti,“ segir hann og nefnir sem dæmi hús með valmaþökum og hús í Hlíðunum og miðbænum. „Þetta er bara úti um allt.“ Sigurbjörn Guðmundsson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, segir reynt að komast hjá útköllum vegna snjóvanda og lekamála til að liðið geti verið tilbúið í það sem að því snýr fyrst og fremst, eldsvoða. Slökkviliðið vísi þess í stað á körfubílaþjónustur.Sigrún Þorsteinsdóttir„En auðvitað reynum við að hjálpa fólki ef það er komið í einhverja neyð. Og ef þessi fyrirtæki eru öll bundin í verkefnum þá höfum við verið að hjálpa örlítið til.“ Sigurbjörn segir að þótt það sé hægara sagt en gert sé mjög mikilvægt að hreinsa frá rennunum og niðurföllum og af þökum. „En það er um að gera að fara varlega og vera ekki að stefna sér í hættu uppi á efri hæðum, það er aðalmálið. Fólk á ekki að standa uppi á svalahandriðum og þess háttar.“ Sigrún Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, tekur í sama streng og Sigurbjörn varðstjóri. „Fólk á ekki að rjúka upp í stiga eða upp á bratt þak í þessu umhverfi sem er núna þar sem er slysahætta. Það verður að fá einhvern sem er með rétt tæki og tól.“ Sigrún varar jafnframt við hættu sem skapast þegar hitinn fer yfir frostmark eins og í stefndi í gærkvöld. Þá sé viðbúið að snjóhengjur og grýlukerti falli niður. „Þá er mikilvægt að ekki sé hætta á að einhverjir séu þar undir og að fólk sé ekki að leggja bílunum sínum beint undir þakinu. Og ef fólk nær ekki að hreinsa þetta niður og er hrætt um að einhver geti verið undir, að það afmarki þá svæðið með borðum eða öðru því um líku,“ ráðleggur Sigrún Þorsteinsdóttir.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Innlent Fleiri fréttir Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Sjá meira