Hættuástand skapast á suðvesturhorninu í kvöld Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. desember 2015 15:45 Grýlukerti og snjóhengjur gætu farið af stað í kvöld og nótt. Vísir/Vilhelm „Fólk á aldrei að setja sig í hættu en það er ótrúlega mikilvægt að fólk reyni að hreinsa ef það er hægt,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, sem varar við hugsanlegum vatnstjónum vegna þíðu í kvöld og í nótt. „Ef við horfum til dæmis á suðvesturhornið er aðeins byrjað að blota í snjónum og það á eftir að aukast núna fram eftir kvöldi og fram undir morgun í fyrramálið að það fer að frysta aftur,“ segir Sigrún. Þegar snjórinn blotni sé voðinn vís. „Þar sem er halli á þökum kemur einhver hluti af þessu niður í kvöld og nótt og þá er mikilvægt að ekki sé hætta á að einhverjir séu þar undir og að fólk sé ekki að leggja bílunum sínum beint undir þakinu. Og ef fólk nær ekki að hreinsa þetta niður og er hrætt um að einhver geti verið undir að það afmarki þá svæðið með borðum eða öðru því um líku,“ ráðleggur Sigrún. Þá segir Sigrún skipta miklu máli að fólk hreinsi strax frá niðurföllum og geri vatnsrásir í snjóinn þannig að snjórinn liggi ekki blautur upp við húsin. Vatni geti leitað inn i hús með sprungum í veggjum. Ef fólk geti ekki sjálft hreinsað snjó og klaka frá rennum og niðurföllum og öðrum stöðum þar sem byrjað er að leka ætti það að leita til vertaka sem geti komið til aðstoðar með þar til gerð tæki og tól.Sigrún A. Þorsteinsdóttir er sérfræðingur í forvörnum hjá VíS.Að neðan má sjá tilkynningu frá Vísi vegna ástandsinsVÍS varar íbúa suðvestanlands við að í kvöld má búast við að snjóhlöss og grýlukerti falli af þökum. Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni segir spár gefa til kynna að hiti fari upp fyrir frostmark síðdegis og búast megi við að svo verði fram undir morgun þegar frysti aftur. Mikill snjór og stór grýlukerti hanga víða fram af þökum. Ef slík hlöss falla niður getur fólk slasast alvarlega og mikið tjón orðið t.d. á bílum ef þeim er lagt við hús. Ábyrgðin getur verið húseigenda og mikilvægt að hann hugi að forvörnum. Nauðsynlegt er að brjóta grýlukertin af þakköntum og hreinsa snjó af þökum ef þess er kostur áður en í óefni kemur. Gæta þarf ýtrustu varkárni við hreinsunina. Ef ekki er mögulegt að fyrirbyggja hrun af þaki þarf að afmarka hættusvæði á jörðu niðri með borða eða öðru svo enginn verði undir þegar snjór og klaki rennur niður. Samhliða þessu brýnir VÍS fyrir vegfarendum að taka fullt mark á viðvörunum sem gefnar hafa verið út í dag. Ekkert ferðaveður er eða verður víða um land í dag og á morgun. Þegar er búið að loka nokkrum leiðum og fleiri lokanir yfirvofandi. Nauðsynlegt er að kynna sér vel færð,lokanir og veður áður en lagt er í hann. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
„Fólk á aldrei að setja sig í hættu en það er ótrúlega mikilvægt að fólk reyni að hreinsa ef það er hægt,“ segir Sigrún A. Þorsteinsdóttir, sérfræðingur í forvörnum hjá VÍS, sem varar við hugsanlegum vatnstjónum vegna þíðu í kvöld og í nótt. „Ef við horfum til dæmis á suðvesturhornið er aðeins byrjað að blota í snjónum og það á eftir að aukast núna fram eftir kvöldi og fram undir morgun í fyrramálið að það fer að frysta aftur,“ segir Sigrún. Þegar snjórinn blotni sé voðinn vís. „Þar sem er halli á þökum kemur einhver hluti af þessu niður í kvöld og nótt og þá er mikilvægt að ekki sé hætta á að einhverjir séu þar undir og að fólk sé ekki að leggja bílunum sínum beint undir þakinu. Og ef fólk nær ekki að hreinsa þetta niður og er hrætt um að einhver geti verið undir að það afmarki þá svæðið með borðum eða öðru því um líku,“ ráðleggur Sigrún. Þá segir Sigrún skipta miklu máli að fólk hreinsi strax frá niðurföllum og geri vatnsrásir í snjóinn þannig að snjórinn liggi ekki blautur upp við húsin. Vatni geti leitað inn i hús með sprungum í veggjum. Ef fólk geti ekki sjálft hreinsað snjó og klaka frá rennum og niðurföllum og öðrum stöðum þar sem byrjað er að leka ætti það að leita til vertaka sem geti komið til aðstoðar með þar til gerð tæki og tól.Sigrún A. Þorsteinsdóttir er sérfræðingur í forvörnum hjá VíS.Að neðan má sjá tilkynningu frá Vísi vegna ástandsinsVÍS varar íbúa suðvestanlands við að í kvöld má búast við að snjóhlöss og grýlukerti falli af þökum. Einar Sveinbjörnsson hjá Veðurvaktinni segir spár gefa til kynna að hiti fari upp fyrir frostmark síðdegis og búast megi við að svo verði fram undir morgun þegar frysti aftur. Mikill snjór og stór grýlukerti hanga víða fram af þökum. Ef slík hlöss falla niður getur fólk slasast alvarlega og mikið tjón orðið t.d. á bílum ef þeim er lagt við hús. Ábyrgðin getur verið húseigenda og mikilvægt að hann hugi að forvörnum. Nauðsynlegt er að brjóta grýlukertin af þakköntum og hreinsa snjó af þökum ef þess er kostur áður en í óefni kemur. Gæta þarf ýtrustu varkárni við hreinsunina. Ef ekki er mögulegt að fyrirbyggja hrun af þaki þarf að afmarka hættusvæði á jörðu niðri með borða eða öðru svo enginn verði undir þegar snjór og klaki rennur niður. Samhliða þessu brýnir VÍS fyrir vegfarendum að taka fullt mark á viðvörunum sem gefnar hafa verið út í dag. Ekkert ferðaveður er eða verður víða um land í dag og á morgun. Þegar er búið að loka nokkrum leiðum og fleiri lokanir yfirvofandi. Nauðsynlegt er að kynna sér vel færð,lokanir og veður áður en lagt er í hann.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira