Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - ÍR 72-96 | Annar sigurinn í röð Símon B. Hjaltalín í Fjárhúsinu skrifar 3. desember 2015 22:15 Sveinbjörn Claessen lék sinn 200. leik fyrir ÍR í kvöld. vísir/stefán Snæfell náði ekki að vinna þriðja leikinn sinn í röð í Domino's-deild karla en liðið tapaði í kvöld fyrir ÍR á heimavelli. ÍR-ingar unnu þar með sinn annan leik í röð og virðast komnir á gott skrið eftir þjálfaraskipti fyrr í vetur. Snæfellingar komu andlausir í leik gegn ÍR í Stykkishólmi í kvöld en ÍR-ingar spiluðu af miklum krafti og ljóst frá fyrstu mínútu hvað þeir ætluðu sér úr leiknum. ÍR nældi sér í mjög verðskuldaðan og ekki síður miklvægan sigur og voru einfaldlega með yfirráð á báðum endum vallarins. Framkvæmd þeirra í vörn og sókn var eitthvað annað en hefur sést í fyrri leikjum en þjálfari þeirra Borce Ilievski er greinilega að setja mark sitt liðið. Snæfellingar voru fyrir leikinn í 6. sæti með 8 stig og ÍR ekki langt undan með 6 stig í 10. sæti. Það var því gríðalega mikilvægt fyrir bæði lið að fá stigin í hús. Liðin eru nú með sama stiga fjölda eða 8 stig í 7.–10. sæti. ÍR byrjuðu betur og settu markið hátt strax í upphafi og það var ljóst snemma í leiknum að Snæfellingar yrðu á hælunum miðað við hvernig spilamennskan var. ÍR leiddi, 29-18, eftir fyrsta leikhluta og varnaleikur heimamanna í molum. Jonathan Mitchell var þá kominn með 19 stig fyrir ÍR. Það var nokkuð sem bar í milli í skotnýtingu liðanna en Snæfellingar voru með 30% (11/36) á meðan ÍR var með 50% (17/33) og voru að halda sér um 10 stigum yfir annan leikhluta. Áfram leiddu gestirnir í hálfleik, 38-48. Snæfellingar hafa eflaust fengið einhverja ræðu í hálfleik um lausnir en allt kom fyrir ekki og ÍR hélt þeim í 11 stigum í þriðja leikhluta. Sjálfir skoruðu Breiðhyltingar 20 stig og virtust einfaldlega nokkrum númerum of stórir í kvöld fyrir Snæfell. Oddur Rúnar var ólseigur í stigaskori í seinni hálfleik og endaði með 24 stig í leiknum. Stigahæstur var þó Jonathan Mitchell með 32 stig fyrir ÍR. Sveinbjörn Claessen setti niður 14 stig í sínum 200. leik og spilaði vörn sem ætti að hafa sitt eigið námskeið. Liðsheild ÍR var jafngóð og hún var slæm hjá Snæfelli. Hjá heimamönnum var Sherrod Wright með 18 stig og Sigurður Þorvaldsson með 16 stig og 10 fráköst.Ilievski: Náðum að stöðva þá Borce Ilievski, þjálfari ÍR, var ánægður með góðan sigur á útivelli í kvöld. Hann hafði ekki yfir miklu af kvarta eftir frammistöðu hans manna. „Allt það sem við sammæltust um að gera á æfingum vikunnar var að virka mjög vel. Leikmenn eru að halda sig við þær reglur sem við erum að vinna eftir og átta sig á því að með góður sóknarleikur kemur út frá góðum varnarleik,“ sagði Borce eftir sigurinn í kvöld. „Fyrir okkur er mjög mikilvægt að geta haldið liðum í 65-75 stigum og það gekk upp hjá okkur í kvöld. Við vitum að Snæfell er hraðaupphlaupslið en okkur gekk ágætlega að stoppa þá, sérstaklega í þriggja stiga skotunum þeirra.“ Hann var ánægður með baráttu sinna manna og ætlar að byggja á því fyrir næstu leiki. „Það er alveg tvímælalaust öflug vinna fram undan. Ingi Þór: Þeir þurftu ekki að spila vörn Ingi Þór Steinþórsson var vægast sagt ósáttur við leik Snæfells í kvöld og sá eftir dýrmætum stigum í leiknum gegn ÍR í kvöld. „Það er vægt til orða tekið að ég sé ósáttur. Ég veit ekki hverskonar spaðar við höldum að við séum - alveg frá mér til síðasta manns. Þetta var tækifæri til að slíta okkur frá ÍR,“ sagði Ingi Þór. „Þeir þurftu ekki að spila vörn á móti okkur. Sóknarleikurinn okkar var í það miklu rugli og ekki skánaði það eftir að við misstum Óla Ragnar á sjúkrahúsið.“ „Ég sagði eftir síðasta leik að menn höfðu ekki efni á vanmati núna og þetta er erfiðasta sálfræðiatriðið í bókinni. Það er mjög slæmt að mæta svona til leiks eftir að áræðnin og eljan var allsráðandi í síðasta leik hjá okkur. Það var ekki vottur af því í kvöld.“ Sigurður Þorvaldsson kenndi sér meins eftir leikinn og Ingi Þór sagði að meiðsli hans í kálfa yrðu metin. En hann segir ljóst að sama hverjum liðið mætir þá hafi Snæfellingar ekki efni á að slaka á í eina sekúndu. „Þetta var allt of auðveldur leikur fyrir annars ágætislið ÍR.“Snæfell-ÍR 72-96 (18-29, 20-19, 11-20, 23-28)Snæfell: Sherrod Nigel Wright 18/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 16/10 fráköst, Austin Magnus Bracey 14/6 fráköst, Stefán Karel Torfason 10/10 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 4/4 fráköst, Jóhann Kristófer Sævarsson 3, Þorbergur Helgi Sæþórsson 1, Óli Ragnar Alexandersson 0, Jón Páll Gunnarsson 0, Óskar Hjartarson 0, Birkir Freyr Björgvinsson 0.ÍR: Jonathan Mitchell 32/13 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 24/8 fráköst, Sveinbjörn Claessen 14/10 fráköst/6 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 9, Vilhjálmur Theodór Jónsson 8, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4/6 fráköst/5 stoðsendingar, Daníel Freyr Friðriksson 3, Daði Berg Grétarsson 2, Trausti Eiríksson 0/5 fráköst.Tweets by @Visirkarfa3 Dominos-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira
Snæfell náði ekki að vinna þriðja leikinn sinn í röð í Domino's-deild karla en liðið tapaði í kvöld fyrir ÍR á heimavelli. ÍR-ingar unnu þar með sinn annan leik í röð og virðast komnir á gott skrið eftir þjálfaraskipti fyrr í vetur. Snæfellingar komu andlausir í leik gegn ÍR í Stykkishólmi í kvöld en ÍR-ingar spiluðu af miklum krafti og ljóst frá fyrstu mínútu hvað þeir ætluðu sér úr leiknum. ÍR nældi sér í mjög verðskuldaðan og ekki síður miklvægan sigur og voru einfaldlega með yfirráð á báðum endum vallarins. Framkvæmd þeirra í vörn og sókn var eitthvað annað en hefur sést í fyrri leikjum en þjálfari þeirra Borce Ilievski er greinilega að setja mark sitt liðið. Snæfellingar voru fyrir leikinn í 6. sæti með 8 stig og ÍR ekki langt undan með 6 stig í 10. sæti. Það var því gríðalega mikilvægt fyrir bæði lið að fá stigin í hús. Liðin eru nú með sama stiga fjölda eða 8 stig í 7.–10. sæti. ÍR byrjuðu betur og settu markið hátt strax í upphafi og það var ljóst snemma í leiknum að Snæfellingar yrðu á hælunum miðað við hvernig spilamennskan var. ÍR leiddi, 29-18, eftir fyrsta leikhluta og varnaleikur heimamanna í molum. Jonathan Mitchell var þá kominn með 19 stig fyrir ÍR. Það var nokkuð sem bar í milli í skotnýtingu liðanna en Snæfellingar voru með 30% (11/36) á meðan ÍR var með 50% (17/33) og voru að halda sér um 10 stigum yfir annan leikhluta. Áfram leiddu gestirnir í hálfleik, 38-48. Snæfellingar hafa eflaust fengið einhverja ræðu í hálfleik um lausnir en allt kom fyrir ekki og ÍR hélt þeim í 11 stigum í þriðja leikhluta. Sjálfir skoruðu Breiðhyltingar 20 stig og virtust einfaldlega nokkrum númerum of stórir í kvöld fyrir Snæfell. Oddur Rúnar var ólseigur í stigaskori í seinni hálfleik og endaði með 24 stig í leiknum. Stigahæstur var þó Jonathan Mitchell með 32 stig fyrir ÍR. Sveinbjörn Claessen setti niður 14 stig í sínum 200. leik og spilaði vörn sem ætti að hafa sitt eigið námskeið. Liðsheild ÍR var jafngóð og hún var slæm hjá Snæfelli. Hjá heimamönnum var Sherrod Wright með 18 stig og Sigurður Þorvaldsson með 16 stig og 10 fráköst.Ilievski: Náðum að stöðva þá Borce Ilievski, þjálfari ÍR, var ánægður með góðan sigur á útivelli í kvöld. Hann hafði ekki yfir miklu af kvarta eftir frammistöðu hans manna. „Allt það sem við sammæltust um að gera á æfingum vikunnar var að virka mjög vel. Leikmenn eru að halda sig við þær reglur sem við erum að vinna eftir og átta sig á því að með góður sóknarleikur kemur út frá góðum varnarleik,“ sagði Borce eftir sigurinn í kvöld. „Fyrir okkur er mjög mikilvægt að geta haldið liðum í 65-75 stigum og það gekk upp hjá okkur í kvöld. Við vitum að Snæfell er hraðaupphlaupslið en okkur gekk ágætlega að stoppa þá, sérstaklega í þriggja stiga skotunum þeirra.“ Hann var ánægður með baráttu sinna manna og ætlar að byggja á því fyrir næstu leiki. „Það er alveg tvímælalaust öflug vinna fram undan. Ingi Þór: Þeir þurftu ekki að spila vörn Ingi Þór Steinþórsson var vægast sagt ósáttur við leik Snæfells í kvöld og sá eftir dýrmætum stigum í leiknum gegn ÍR í kvöld. „Það er vægt til orða tekið að ég sé ósáttur. Ég veit ekki hverskonar spaðar við höldum að við séum - alveg frá mér til síðasta manns. Þetta var tækifæri til að slíta okkur frá ÍR,“ sagði Ingi Þór. „Þeir þurftu ekki að spila vörn á móti okkur. Sóknarleikurinn okkar var í það miklu rugli og ekki skánaði það eftir að við misstum Óla Ragnar á sjúkrahúsið.“ „Ég sagði eftir síðasta leik að menn höfðu ekki efni á vanmati núna og þetta er erfiðasta sálfræðiatriðið í bókinni. Það er mjög slæmt að mæta svona til leiks eftir að áræðnin og eljan var allsráðandi í síðasta leik hjá okkur. Það var ekki vottur af því í kvöld.“ Sigurður Þorvaldsson kenndi sér meins eftir leikinn og Ingi Þór sagði að meiðsli hans í kálfa yrðu metin. En hann segir ljóst að sama hverjum liðið mætir þá hafi Snæfellingar ekki efni á að slaka á í eina sekúndu. „Þetta var allt of auðveldur leikur fyrir annars ágætislið ÍR.“Snæfell-ÍR 72-96 (18-29, 20-19, 11-20, 23-28)Snæfell: Sherrod Nigel Wright 18/4 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Á. Þorvaldsson 16/10 fráköst, Austin Magnus Bracey 14/6 fráköst, Stefán Karel Torfason 10/10 fráköst, Sveinn Arnar Davíðsson 6/4 fráköst, Viktor Marínó Alexandersson 4/4 fráköst, Jóhann Kristófer Sævarsson 3, Þorbergur Helgi Sæþórsson 1, Óli Ragnar Alexandersson 0, Jón Páll Gunnarsson 0, Óskar Hjartarson 0, Birkir Freyr Björgvinsson 0.ÍR: Jonathan Mitchell 32/13 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 24/8 fráköst, Sveinbjörn Claessen 14/10 fráköst/6 stoðsendingar, Kristján Pétur Andrésson 9, Vilhjálmur Theodór Jónsson 8, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4/6 fráköst/5 stoðsendingar, Daníel Freyr Friðriksson 3, Daði Berg Grétarsson 2, Trausti Eiríksson 0/5 fráköst.Tweets by @Visirkarfa3
Dominos-deild karla Mest lesið Komnar í vinnu við að gagnrýna Þóri Handbolti Liverpool með fullt hús stiga á meðan Real er rjúkand rúst Fótbolti „Sem betur fer fór ég enn á ný í rétt horn“ Fótbolti Aþena lagði Grindavík Körfubolti Hákon Arnar kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Fótbolti Íslendingarnir allt í öllu í Meistaradeildinni Handbolti Haukar voru betri í dag Körfubolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Dramatík á Villa Park Fótbolti Fleiri fréttir Aþena lagði Grindavík Haukar voru betri í dag Uppgjörið: Haukar - Keflavík 100-83 | Þægilegur Haukasigur í stórleiknum „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Sjá meira