Vonskuveður fyrir austan: Vindhviður gætu náð 40 metrum á sekúndu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. desember 2015 10:15 Veðrinu í dag fylgir mikið skafrenningskóf á fjallvegum fyrir austan. vísir/vilhelm Veðurstofan varar við stormi á Norðaustur-og Austurlandi í dag en á vef Vegagerðarinnar segir að búast megi við vindhviðum allt að 40 metrum á sekúndu í fjarðarbotnum frá Hamarsfirði og austur á Borgarfjörð. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni segir að vonskuveður verði á á Norðaustur-og Austurlandi í dag, vestan hvassviðri eða stormur með snjókomu og skafrenningi, en það lægir í kvöld. Þessu veðri í dag fylgir mikið skafrenningskóf á fjallvegum á borð við Fjarðarheiði, Oddsskarð og á Mývatns-og Möðrudalsöræfum. Þá verður krapahríð norður með ströndinni, að Tjörnesi að telja, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar, og mikil lausamjöll er á leiðum frá Akureyri á Húsavík og Mývatn. Þar mun skafa með hvassri vestanáttinni í allan dag. Færð á vegum er annars sem hér segir:Það er hálka á Sandskeiði og Hellisheiði en snjóþekja í Þrengslunum. Á Suðurlandi er víðast snjóþekja eða þæfingur en hreinsun stendur yfir. Hálka er á Höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut og á Suðurnesjum.Snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi en þæfingur á fáeinum köflum og sumstaðar er éljagangur. Éljagangur er einnig á Vestfjörðum en mokstur er langt kominn.Talsverð ofankoma er á Norðurlandi og sumstaðar hvasst. Þæfingur er á Þverárfjalli og á köflum í Skagafirði. Þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði. Stórhríð er á Fljótsheiði og eins í Köldukinn, á Tjörnesi og í Öxarfirði - og þæfingsfærð á köflum. Hófaskarð er ófært.Stórhríð er víða á Austurlandi. Vegurinn yfir Fjöllin er lokaður vegna veðurs og veðurútlits. Ófært er á Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarði. einnig Vatnsskarði eystra, Breiðdalsheiði og Öxi.Nokkur hálka er á Suðausturlandi en víða hvasst og mjög hviðótt. Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Veðurstofan varar við stormi á Norðaustur-og Austurlandi í dag en á vef Vegagerðarinnar segir að búast megi við vindhviðum allt að 40 metrum á sekúndu í fjarðarbotnum frá Hamarsfirði og austur á Borgarfjörð. Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofunni segir að vonskuveður verði á á Norðaustur-og Austurlandi í dag, vestan hvassviðri eða stormur með snjókomu og skafrenningi, en það lægir í kvöld. Þessu veðri í dag fylgir mikið skafrenningskóf á fjallvegum á borð við Fjarðarheiði, Oddsskarð og á Mývatns-og Möðrudalsöræfum. Þá verður krapahríð norður með ströndinni, að Tjörnesi að telja, að því er fram kemur á vef Vegagerðarinnar, og mikil lausamjöll er á leiðum frá Akureyri á Húsavík og Mývatn. Þar mun skafa með hvassri vestanáttinni í allan dag. Færð á vegum er annars sem hér segir:Það er hálka á Sandskeiði og Hellisheiði en snjóþekja í Þrengslunum. Á Suðurlandi er víðast snjóþekja eða þæfingur en hreinsun stendur yfir. Hálka er á Höfuðborgarsvæðinu, Reykjanesbraut og á Suðurnesjum.Snjóþekja er á flestum vegum á Vesturlandi en þæfingur á fáeinum köflum og sumstaðar er éljagangur. Éljagangur er einnig á Vestfjörðum en mokstur er langt kominn.Talsverð ofankoma er á Norðurlandi og sumstaðar hvasst. Þæfingur er á Þverárfjalli og á köflum í Skagafirði. Þæfingsfærð er á Öxnadalsheiði. Stórhríð er á Fljótsheiði og eins í Köldukinn, á Tjörnesi og í Öxarfirði - og þæfingsfærð á köflum. Hófaskarð er ófært.Stórhríð er víða á Austurlandi. Vegurinn yfir Fjöllin er lokaður vegna veðurs og veðurútlits. Ófært er á Fjarðarheiði, Fagradal og Oddsskarði. einnig Vatnsskarði eystra, Breiðdalsheiði og Öxi.Nokkur hálka er á Suðausturlandi en víða hvasst og mjög hviðótt.
Veður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira