Matreiðslumaður hjólaði í vinnuna: Þreyttur á umræðu að ekki sé hægt að hjóla á Íslandi allan ársins hring Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2015 16:31 Fleiri en Elvar Örn hjóluðu til vinnu í morgun. Vísir/Pjetur „ Það er ekki raunhæft að hjóla á íslandi allann ársins hring er umræða sem ég þarf að taka á hverju ári, jafnvel oft á ári,“ segir matreiðslumaðurinn Elvar Örn Reynisson. Elvar Örn hjólaði til vinnu í dag eins og alla aðra daga þrátt fyrir spá um vonskuveður þar sem foreldrum var meðal annars í sjálfsvald sett hvort börn þeirra ættu að fara í skóla. Fjölmargir skildu héldu ekki til vinnu heldur unnu að heiman í dag, notuðu almenningssamgöngur í stað einkabílsins eða fengu far með samstarfsfélaga á vel búnum bíl. En svo eru hjólreiðagarpar eins og Elvar Örn sem var langt í frá eini kappinn sem fór til vinnu á hjóli í morgun. Þessi barðist í gegnum snjóinn í dag.vísir/ernir „Skiljanlega viljum við ekki senda börnin okkar út í hvaða veður sem er en aldrei mætti líka vanbúnum bílum við hágæða reiðhjól. Í morgun hjólaði ég til vinnu á Trek Superfly hjólinu mínu, ég er ekki með negld dekk á því en breið dekk og slöngulaust þannig að ég get hleypt ögn meira úr dekkjunum til að fá meira grip í snjónum,“ segir Elvar Örn. Hjólið er létt og gírarnir góðir. Það skemmtilega við þetta er að þetta hjól kostar brot af nývirði bíls í dag þó það sé vissulega ekki af ódýrustu sort,“ segir kappinn sem tók rækilega til í eigin málum fyrir fjórum árum síðar. Hafði hann þó hjólað lengi þegar þar var komið við sögu.Ferðalag Elvars Arnar til vinnu í morgun má sjá hér að neðan.Var 146 kíló fyrir fjórum árumÁ bloggi hans, Ísmaðurinn.net, upplýsir hann að árið 2011 hafi hann ákveðið að tímabært væri að breyta um lífsstíl og ná aftur kjörþyngd. Hann var þá 146 kíló en er greinilega öllu léttari í dag enda orðinn mikill hjólreiðagarpur. Á hann meðal annars að baki sigur í keppninni Gullhringurinn, einni stærstu hjólreiðakeppni landsins.Ferðalagið í morgun gekk án vandræða og Elvar Örn segist ekki hafa verið mikið lengur á leiðinni en vanalega.„Í raun finnst mér það forréttindi að geta hjólað svona fallega leið, fjarri stressi bílaumferðar og tilheyrandi hættu sem því fylgir.“Ekki fór þó vel hjá öllum sem hjóluðu til vinnu í morgun eins og Vísir fjallaði um fyrr í dag.Ekki náðist í Elvar Örn við vinnslu fréttarinnar. Veður Tengdar fréttir Segir glerbrot hamla för hjólreiðamanna Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk. 20. september 2007 13:12 María Ögn og Elvar Örn sigurvegarar Kia Gullhringsins Kia Gullhringurinn var haldin í fjórða sinn á Laugarvatni í gær en um 700 manns tóku þátt í ár. 12. júlí 2015 11:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
„ Það er ekki raunhæft að hjóla á íslandi allann ársins hring er umræða sem ég þarf að taka á hverju ári, jafnvel oft á ári,“ segir matreiðslumaðurinn Elvar Örn Reynisson. Elvar Örn hjólaði til vinnu í dag eins og alla aðra daga þrátt fyrir spá um vonskuveður þar sem foreldrum var meðal annars í sjálfsvald sett hvort börn þeirra ættu að fara í skóla. Fjölmargir skildu héldu ekki til vinnu heldur unnu að heiman í dag, notuðu almenningssamgöngur í stað einkabílsins eða fengu far með samstarfsfélaga á vel búnum bíl. En svo eru hjólreiðagarpar eins og Elvar Örn sem var langt í frá eini kappinn sem fór til vinnu á hjóli í morgun. Þessi barðist í gegnum snjóinn í dag.vísir/ernir „Skiljanlega viljum við ekki senda börnin okkar út í hvaða veður sem er en aldrei mætti líka vanbúnum bílum við hágæða reiðhjól. Í morgun hjólaði ég til vinnu á Trek Superfly hjólinu mínu, ég er ekki með negld dekk á því en breið dekk og slöngulaust þannig að ég get hleypt ögn meira úr dekkjunum til að fá meira grip í snjónum,“ segir Elvar Örn. Hjólið er létt og gírarnir góðir. Það skemmtilega við þetta er að þetta hjól kostar brot af nývirði bíls í dag þó það sé vissulega ekki af ódýrustu sort,“ segir kappinn sem tók rækilega til í eigin málum fyrir fjórum árum síðar. Hafði hann þó hjólað lengi þegar þar var komið við sögu.Ferðalag Elvars Arnar til vinnu í morgun má sjá hér að neðan.Var 146 kíló fyrir fjórum árumÁ bloggi hans, Ísmaðurinn.net, upplýsir hann að árið 2011 hafi hann ákveðið að tímabært væri að breyta um lífsstíl og ná aftur kjörþyngd. Hann var þá 146 kíló en er greinilega öllu léttari í dag enda orðinn mikill hjólreiðagarpur. Á hann meðal annars að baki sigur í keppninni Gullhringurinn, einni stærstu hjólreiðakeppni landsins.Ferðalagið í morgun gekk án vandræða og Elvar Örn segist ekki hafa verið mikið lengur á leiðinni en vanalega.„Í raun finnst mér það forréttindi að geta hjólað svona fallega leið, fjarri stressi bílaumferðar og tilheyrandi hættu sem því fylgir.“Ekki fór þó vel hjá öllum sem hjóluðu til vinnu í morgun eins og Vísir fjallaði um fyrr í dag.Ekki náðist í Elvar Örn við vinnslu fréttarinnar.
Veður Tengdar fréttir Segir glerbrot hamla för hjólreiðamanna Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk. 20. september 2007 13:12 María Ögn og Elvar Örn sigurvegarar Kia Gullhringsins Kia Gullhringurinn var haldin í fjórða sinn á Laugarvatni í gær en um 700 manns tóku þátt í ár. 12. júlí 2015 11:53 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Fleiri fréttir Söngelskir nemendur í Menntaskólanum að Laugarvatni Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Sjá meira
Segir glerbrot hamla för hjólreiðamanna Hjólreiðamaður sem hjólar daglega til vinnu segir að göngu- og hjólreiðastígar í borginni séu ekki sópaðir eins og aðrar götur í bænum. Hann segir glerhrúgur á stígunum til vandræða, enda fari glerbrot ekki vel með reiðhjóladekk. 20. september 2007 13:12
María Ögn og Elvar Örn sigurvegarar Kia Gullhringsins Kia Gullhringurinn var haldin í fjórða sinn á Laugarvatni í gær en um 700 manns tóku þátt í ár. 12. júlí 2015 11:53