Sautján ára hversdagshetja breiddi úlpu yfir hjólreiðakappa eftir árekstur við snjómoksturstæki Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. desember 2015 13:04 Maðurinn var á hjóli sínu nærri Sundhöll Reykjavíkur þegar snjómoksturstæki var ekið utan í hann. Vísir/Daníel Sautján ára framhaldsskólanemi reyndist hjólreiðakappa svo sannarlega vel í morgunsárið þegar sá síðarnefndi féll af hjóli sínu eftir að snjómokstursbíl var ekið utan í hjólið. Maðurinn kenndi sér meins á fæti en pilturinn beið með honum í um fimmtán mínútur og breiddi yfir hann úlpu. Álfhildur Erla Kristjánsdóttir, móðir hins sautján ára Kristófers Breka Jóhannessonar, segir í samtali við Vísi að sonur hennar hafi verið á leið heim úr Tækniskólanum upp úr klukkan níu í morgun. Prófatíð sé í gangi og skóladagurinn í dag stuttur af þeim sökum. Hann var á gangi nærri Sundöll Reykjavíkur við Barónstíg þegar hann varð vitni að því þegar maðurinn féll af hjólinu. Ökumaður snjómoksturstækisins varð var við það sem gerðist, stöðvaði bílinn og hringdi á lögreglu. Vegna erfiðrar færðar tók nokkra stund fyrir lögreglu og sjúkrabíl að koma á staðinn. Þá hafði Kristófer beðið með manninum og meðal annars breitt úlpu sína yfir hann.Bauðst til að greiða honum fyrir„Maðurinn sagðist aldrei hafa átt von á því að unglingur myndi sitja hjá sér,“ hefur Álfhildur eftir syni sínum sem var kominn undir sæng til hvílu áður en hann vinnan kallar síðar í dag. Maðurinn bauðst til að greiða honum fyrir aðstoðina en Kristófer var ekki á þeim buxunum.Lögreglumennirnir sem mættu á vettvang tóku skýrslu af Kristófer og spurðu meðal annars hvert hann hefði verið að fara. Þegar þeir heyrðu að Kristófer hefði verið á leiðinni að ná strætó buðu þeir honum far.Kristófer er í ungliðadeild björgunarsveitarinnar Ársæll svo segja má að honum sé björgunarstörf í blóð borin.„Það má segja að þetta hafi verið hans fyrsta útkall,“ segir Álfhildur létt en um leið stolt af syni sínum. Veður Tengdar fréttir Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kennari við Garðaskóla gagnrýnir foreldra og aðstoðarskólastjóri segir ástundun verri en áður. 1. desember 2015 10:47 Nemendur í Hagaskóla plata foreldra sína til að komast heim Nemendur segja foreldrum að kennarar séu veðurtepptir eða vilji leyfa þeim að fara heim. Það er rangt segir skólastjóri. 1. desember 2015 11:18 Vindurinn að fara úr veðrinu á Suðvesturhorninu en bætir í snjó Áfram má búast við snjókomu á höfuðborgarsvæðinu fram á kvöld. 1. desember 2015 13:02 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
Sautján ára framhaldsskólanemi reyndist hjólreiðakappa svo sannarlega vel í morgunsárið þegar sá síðarnefndi féll af hjóli sínu eftir að snjómokstursbíl var ekið utan í hjólið. Maðurinn kenndi sér meins á fæti en pilturinn beið með honum í um fimmtán mínútur og breiddi yfir hann úlpu. Álfhildur Erla Kristjánsdóttir, móðir hins sautján ára Kristófers Breka Jóhannessonar, segir í samtali við Vísi að sonur hennar hafi verið á leið heim úr Tækniskólanum upp úr klukkan níu í morgun. Prófatíð sé í gangi og skóladagurinn í dag stuttur af þeim sökum. Hann var á gangi nærri Sundöll Reykjavíkur við Barónstíg þegar hann varð vitni að því þegar maðurinn féll af hjólinu. Ökumaður snjómoksturstækisins varð var við það sem gerðist, stöðvaði bílinn og hringdi á lögreglu. Vegna erfiðrar færðar tók nokkra stund fyrir lögreglu og sjúkrabíl að koma á staðinn. Þá hafði Kristófer beðið með manninum og meðal annars breitt úlpu sína yfir hann.Bauðst til að greiða honum fyrir„Maðurinn sagðist aldrei hafa átt von á því að unglingur myndi sitja hjá sér,“ hefur Álfhildur eftir syni sínum sem var kominn undir sæng til hvílu áður en hann vinnan kallar síðar í dag. Maðurinn bauðst til að greiða honum fyrir aðstoðina en Kristófer var ekki á þeim buxunum.Lögreglumennirnir sem mættu á vettvang tóku skýrslu af Kristófer og spurðu meðal annars hvert hann hefði verið að fara. Þegar þeir heyrðu að Kristófer hefði verið á leiðinni að ná strætó buðu þeir honum far.Kristófer er í ungliðadeild björgunarsveitarinnar Ársæll svo segja má að honum sé björgunarstörf í blóð borin.„Það má segja að þetta hafi verið hans fyrsta útkall,“ segir Álfhildur létt en um leið stolt af syni sínum.
Veður Tengdar fréttir Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kennari við Garðaskóla gagnrýnir foreldra og aðstoðarskólastjóri segir ástundun verri en áður. 1. desember 2015 10:47 Nemendur í Hagaskóla plata foreldra sína til að komast heim Nemendur segja foreldrum að kennarar séu veðurtepptir eða vilji leyfa þeim að fara heim. Það er rangt segir skólastjóri. 1. desember 2015 11:18 Vindurinn að fara úr veðrinu á Suðvesturhorninu en bætir í snjó Áfram má búast við snjókomu á höfuðborgarsvæðinu fram á kvöld. 1. desember 2015 13:02 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Innlent Fleiri fréttir Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Sjá meira
Nemendur vilja vera heima: „Er aumingjauppeldi orðið normið?“ Kennari við Garðaskóla gagnrýnir foreldra og aðstoðarskólastjóri segir ástundun verri en áður. 1. desember 2015 10:47
Nemendur í Hagaskóla plata foreldra sína til að komast heim Nemendur segja foreldrum að kennarar séu veðurtepptir eða vilji leyfa þeim að fara heim. Það er rangt segir skólastjóri. 1. desember 2015 11:18
Vindurinn að fara úr veðrinu á Suðvesturhorninu en bætir í snjó Áfram má búast við snjókomu á höfuðborgarsvæðinu fram á kvöld. 1. desember 2015 13:02