„Jordan sagði mér að njóta síðasta tímabilsins“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 1. desember 2015 06:00 Tveir frábærir: Michael Jordan og Kobe Bryant. Vísir/Getty „Kæri körfubolti. Frá deginum sem ég fór að gera körfubolta úr sokkum föður míns og skjóta ímynduðum sigurkörfum í Forum-höllinni hef ég vitað að eitt var raunverulegt. Ég varð ástfanginn af þér.“ Svona hefst ljóðið hans Kobe Bryant sem hann sendi út aðfaranótt mánudags til þess að láta heiminn vita að núverandi tímabil verði hans svanasöngur í NBA-deildinni. „Ég byrjaði að hlaupa. Ég hljóp fram og aftur völlinn. Þú fórst fram á mitt besta en ég gaf þér hjarta mitt,“ heldur Kobe áfram í þessu dramatíska ljóði sem eðlilega hefur vakið mikla athygli. Enginn er eilífur og tíminn nær öllum að lokum. Líka hinum 37 ára gamla Kobe Bean Bryant. „Hjarta mitt getur tekið við höggunum. Hugur minn ræður við álagið en líkaminn veit að það er kominn tími til að kveðja. Það er í fínu lagi því ég er tilbúinn að sleppa takinu,“ stendur enn fremur í ljóðinu góða.Vísir/GettySleppti háskólanum Kobe var að drífa sig er hann var ungur maður. Tók áhættuna og hoppaði aðeins 18 ára gamall úr framhaldsskóla í NBA-deildina. Sleppti því að fara í háskóla. Þetta síðasta tímabil hans í deildinni verður hans tuttugasta. Uppskeran á þessum 20 árum er ansi ríkuleg. Fimm NBA-titlar, tvö Ólympíugull og ótal einstaklingsverðlaun svo fátt eitt sé talið. Hann er líka þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi á eftir Kareem Abdul-Jabbar og Karl Malone. Hann er eini leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem hefur náð 20 árum með sama félaginu. Kobe var valinn 13. í nýliðavalinu af Charlotte Hornets. Félagið hafði svo ekki trú á honum og skipti við LA Lakers sem tók á móti honum fegins hendi. Fyrir það er Kobe þakklátur í dag.Vísir/GettyMaðurinn sem seldi deildina Kobe var að mörgu leyti bjargvættur fyrir NBA-deildina í mörg ár sem var í smá krísu eftir að Michael Jordan hafði lagt skóna á hilluna. Þá vantaði andlit með deildinni. Kobe var brúin fyrir NBA yfir að LeBron James, Kevin Durant og Stephen Curry. Vissulega voru fleiri frábærir leikmenn í deildinni á þeim tíma sem stjarna Kobe skein hvað skærast en hann var sá leikmaður sem seldi flesta aðgöngumiða og treyjur. Það vildu allir sjá Kobe Bryant spila. Úrslitaeinvígi Lakers og Detroit Pistons árið 2004 fékk mest sjónvarpsáhorf síðan Jordan var síðast í úrslitum árið 1998. Á árunum 2000 til 2010 eru fjögur úrslitaeinvígi með virkilega gott áhorf. Þau hafa einn samnefnara – Kobe Bryant.Vísir/Getty„Kobe var minn Jordan," segir Paul George, leikmaður Indiana, en hann var aðeins sex ára er Kobe kom inn í deildina. Fjölmargir aðrir NBA-leikmenn taka í sama streng. Kobe var þeirra Jordan. Heil kynslóð körfuboltamanna er að kveðja átrúnaðargoðið sitt. „Það má vel vera að hann hafi ekki verið eins góður og Jordan en ég ólst upp við að horfa á hann vinna titla og dást að honum. Svo fór ég út að æfa mig og ímynda mér að ég væri Kobe. Hann hafði mikil áhrif á mig og marga fleiri.“ Það hefur verið búist við þessari yfirlýsingu frá Kobe í langan tíma. Flestir vissu að þetta yrði hans kveðjutímabil. Það hefur líka komið á daginn að hann tók ákvörðun fyrir þó nokkru síðan. Meiðsli hafa tekið sinn toll af honum síðustu ár og hann er kominn á endastöð.Vísir/GettyRæddi málið við Jordan Einn af fyrstu mönnunum sem fengu að vita af ákvörðun hans var sjálfur Michael Jordan. Maðurinn sem Kobe leit upp til og tók svo við keflinu af. „Ég spurði Michael hvenær maður vissi að tíminn væri kominn. Við veltum því fram og til baka. Hlógum mikið,“ segir Kobe er hann rifjar upp samtalið við Jordan síðasta sumar. „Hann sagði mér síðan bara að njóta tímabilsins. Sama hvernig gengi skyldi ég njóta þess að spila körfubolta. Ég mætti ekki láta neinn skemma fyrir mér. Bara njóta.“ Það er nákvæmlega það sem Kobe Bean Bryant ætlar að reyna að gera næstu mánuði. Svo lengi sem heilsan leyfir. NBA Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira
„Kæri körfubolti. Frá deginum sem ég fór að gera körfubolta úr sokkum föður míns og skjóta ímynduðum sigurkörfum í Forum-höllinni hef ég vitað að eitt var raunverulegt. Ég varð ástfanginn af þér.“ Svona hefst ljóðið hans Kobe Bryant sem hann sendi út aðfaranótt mánudags til þess að láta heiminn vita að núverandi tímabil verði hans svanasöngur í NBA-deildinni. „Ég byrjaði að hlaupa. Ég hljóp fram og aftur völlinn. Þú fórst fram á mitt besta en ég gaf þér hjarta mitt,“ heldur Kobe áfram í þessu dramatíska ljóði sem eðlilega hefur vakið mikla athygli. Enginn er eilífur og tíminn nær öllum að lokum. Líka hinum 37 ára gamla Kobe Bean Bryant. „Hjarta mitt getur tekið við höggunum. Hugur minn ræður við álagið en líkaminn veit að það er kominn tími til að kveðja. Það er í fínu lagi því ég er tilbúinn að sleppa takinu,“ stendur enn fremur í ljóðinu góða.Vísir/GettySleppti háskólanum Kobe var að drífa sig er hann var ungur maður. Tók áhættuna og hoppaði aðeins 18 ára gamall úr framhaldsskóla í NBA-deildina. Sleppti því að fara í háskóla. Þetta síðasta tímabil hans í deildinni verður hans tuttugasta. Uppskeran á þessum 20 árum er ansi ríkuleg. Fimm NBA-titlar, tvö Ólympíugull og ótal einstaklingsverðlaun svo fátt eitt sé talið. Hann er líka þriðji stigahæsti leikmaður deildarinnar frá upphafi á eftir Kareem Abdul-Jabbar og Karl Malone. Hann er eini leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem hefur náð 20 árum með sama félaginu. Kobe var valinn 13. í nýliðavalinu af Charlotte Hornets. Félagið hafði svo ekki trú á honum og skipti við LA Lakers sem tók á móti honum fegins hendi. Fyrir það er Kobe þakklátur í dag.Vísir/GettyMaðurinn sem seldi deildina Kobe var að mörgu leyti bjargvættur fyrir NBA-deildina í mörg ár sem var í smá krísu eftir að Michael Jordan hafði lagt skóna á hilluna. Þá vantaði andlit með deildinni. Kobe var brúin fyrir NBA yfir að LeBron James, Kevin Durant og Stephen Curry. Vissulega voru fleiri frábærir leikmenn í deildinni á þeim tíma sem stjarna Kobe skein hvað skærast en hann var sá leikmaður sem seldi flesta aðgöngumiða og treyjur. Það vildu allir sjá Kobe Bryant spila. Úrslitaeinvígi Lakers og Detroit Pistons árið 2004 fékk mest sjónvarpsáhorf síðan Jordan var síðast í úrslitum árið 1998. Á árunum 2000 til 2010 eru fjögur úrslitaeinvígi með virkilega gott áhorf. Þau hafa einn samnefnara – Kobe Bryant.Vísir/Getty„Kobe var minn Jordan," segir Paul George, leikmaður Indiana, en hann var aðeins sex ára er Kobe kom inn í deildina. Fjölmargir aðrir NBA-leikmenn taka í sama streng. Kobe var þeirra Jordan. Heil kynslóð körfuboltamanna er að kveðja átrúnaðargoðið sitt. „Það má vel vera að hann hafi ekki verið eins góður og Jordan en ég ólst upp við að horfa á hann vinna titla og dást að honum. Svo fór ég út að æfa mig og ímynda mér að ég væri Kobe. Hann hafði mikil áhrif á mig og marga fleiri.“ Það hefur verið búist við þessari yfirlýsingu frá Kobe í langan tíma. Flestir vissu að þetta yrði hans kveðjutímabil. Það hefur líka komið á daginn að hann tók ákvörðun fyrir þó nokkru síðan. Meiðsli hafa tekið sinn toll af honum síðustu ár og hann er kominn á endastöð.Vísir/GettyRæddi málið við Jordan Einn af fyrstu mönnunum sem fengu að vita af ákvörðun hans var sjálfur Michael Jordan. Maðurinn sem Kobe leit upp til og tók svo við keflinu af. „Ég spurði Michael hvenær maður vissi að tíminn væri kominn. Við veltum því fram og til baka. Hlógum mikið,“ segir Kobe er hann rifjar upp samtalið við Jordan síðasta sumar. „Hann sagði mér síðan bara að njóta tímabilsins. Sama hvernig gengi skyldi ég njóta þess að spila körfubolta. Ég mætti ekki láta neinn skemma fyrir mér. Bara njóta.“ Það er nákvæmlega það sem Kobe Bean Bryant ætlar að reyna að gera næstu mánuði. Svo lengi sem heilsan leyfir.
NBA Mest lesið Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Mikilvægasti sigur í sögu íslensks körfubolta“ Aðalkeppinautar Íslands um sæti á EM skoruðu ótrúlega körfu Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Tvær tvöfaldar þrennur í sigrum Tindastóls og Þórs Akureyrar „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Uppgjörið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Uppgjörið: Ítalía - Ísland 74-81 | Strákarnir sóttu sigur í gin ljónsins Lögmál leiksins: „Leifur, ertu með glósur?“ Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur Sjá meira